Fréttablaðið - 20.07.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.07.2010, Blaðsíða 6
6 20. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR Á að reyna að rifta samningi um hlut Magma í HS orku? JÁ 74,8% NEI 25,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Óttast þú afleiðingarnar fari slökkviliðsmenn í verkfall? Segðu þína skoðun á visir.is Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is @ STJÓRNMÁL Fari svo að stjórn- völd hlutist til um að rifta kaup- um Magma á hlut Geysis Green Energy í HS orku kann það að leiða til þess að auðlindin sjálf lendi í höndum erlendra kröfuhafa bank- anna. Þetta segir Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylking- arinnar. Björn Valur Gíslason, þing- maður Vinstri grænna, upplýsti í Fréttablaðinu um helgina að þótt ekki væri vænlegt fyrir ríkið að ganga inn í kaupin, vegna kostn- aðar, væri til skoðunar hvort rifta mætti kaupunum. Samfylking og Vinstri græn eru í ríkisstjórn. Magnús Orri segir mjög ranga stefnu að opna þann möguleika að ríkið stígi inn í samningana með einhverjum hætti, enda gæti það unnið gegn yfirlýstu mark- miði um að halda orkuauðlindum í íslenskri eigu og um leið orðið til þess að fæla erlenda fjárfestingu frá landinu. „Það er ekki verið að selja auð- lindina sjálfa heldur fyrirtæki sem sér um nýtingarréttinn. Þetta er áhætturekstur sem opinberir aðilar eiga ekki að skipta sér af og algjör fásinna að ríkið eigi að fara inn í þetta mál,“ áréttar hann og telur að ef gripið yrði inn í ferl- ið, til dæmis með lagasetningu, þá yrði undið ofan af öllum samning- um sem gerðir hafa verið um HS orku, allt aftur til þess tíma þegar eitt fyrirtæki átti bæði orkuna og nýtingarréttinn. „Að óbreyttu væri það fyrirtæki gjaldþrota og í eigu erlendra kröfuhafa og auðlindin myndi því færast í eigu útlendinga. Menn þurfa að átta sig á því hvert þetta leiðir.“ Aukinheldur telur Magnús Orri að inngrip stjórnvalda myndi koma í veg fyrir erlenda fjárfest- ingu í landinu næstu árin. „En við þurfum erlenda peninga inn í landið til þess að koma hér hjól- um atvinnulífsins aftur af stað. Ég hins vegar heyri það að erlend- ir aðilar sem eru að velta fyrir sér að koma hingað, til dæmis í tengsl- um við gagnaver, spyrja sig hvort þeir eigi að leggja í þessa leið. Því ef Ross Beaty [forstjóri Magma] sem er búinn að búa til sjálfseign- arstofnun í kringum sínar fjár- festingar fær ekki góðan byr með þær hér, þá sjá þeir ekki fram á að vel gangi hjá þeim sjálfum. En veigameira er að inngrip stjórn- valda í lögmæta viðskiptasamn- inga ber vott um stjórnmálalegan óstöðugleika sem er eitur í beinum erlendra fjárfesta.“ olikr@frettabladid.is Fásinna að rifta kaup- um Magma á HS orku Rakni upp samningar um kaup Magma á hlut í HS orku og þar með fyrri samning- ar um eignaskipti gæti auðlindin endað á borði erlendra kröfuhafa, segir Magnús Orri Schram. Hann óttast líka fælingarmátt slíks gjörnings á erlenda fjárfesta. SVARTSENGI Ólík sjónarmið eru innan stjórnarflokkanna varðandi aðkomu Magma að HS orku. Þingmaður VG vill finna leiðir til að rifta kaupum félagsins, en þingmað- ur Samfylkingar fagnar aðkomu þess að áhætturekstri sem ríkið eigi ekki að vasast í. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MAGNÚS ORRI SCHRAM BJÖRN VALUR GÍSLASON NORÐUR-KÓREA, AP Læknar í Norð- ur-Kóreu neyðast til þess að fjar- lægja útlimi fólks án þess að það fái svæfingu og þurfa að vinna við kertaljós án nauðsynlegra lyfja, hita og rafmagns. Þetta segir í skýrslu Amnesty Inter- national um ástand heilbrigðis- kerfisins. Skýrslan byggist á viðtölum við rúmlega fjörutíu Norður-Kóreu- búa sem hafa flúið til nágranna- landsins Suður-Kóreu. Einnig voru tekin viðtöl við forsvars- menn stofnana og heilbrigðis- starfsfólks sem hefur unnið með N-Kóreumönnum. Niðurstaðan er sú að heilbrigðiskerfið sé í rúst. Heilbrigðiskerfi landsins hefur farið hnignandi undanfar- in ár, þótt yfirvöld í landinu seg- ist veita öllum borgurum sínum ókeypis heilbrigðisþjónustu. Í viðtali við 24 ára mann er því lýst hvernig fimm manns hafi haldið honum niðri á meðan verið var að fjarlægja fót hans fyrir neðan hné. Í skýrslunni segir einnig að sjúklingar þurfi að borga lækn- um í peningum, sígarettum eða áfengi til þess að fá aðhlynn- ingu. Þeir sem ekki eigi pen- inga fari því ekki á sjúkra- hús. Læknar starfa oft launa- laust og hafa lítinn aðgang að lyfjum. Þá þurfa þeir oft að margnýta einnota vörur. - þeb Svört skýrsla Amnesty International um heilbrigðiskerfið í N-Kóreu: Útlimir teknir af án svæfinga KIM JONG-IL INDLAND, AP Að minnsta kosti 61 lét lífið í lestarslysi í austurhluta Indlands í gær. 125 til viðbótar slösuðust. Hraðlest rakst á miklum hraða á venjulega farþegalest og gjör- eyðilagði tvo farþegavagna og einn matarvagn. Farþegavagn- arnir voru á lægsta farrými þar sem yfirleitt er troðfullt. Að sögn sjónarvotta tók það björgunar- menn þrjár klukkustundir að komast á vettvang. Ekki er útilokað að skemmdar- verk hafi valdið slysinu að sögn yfirvalda á Indlandi. Tæpir tveir mánuðir eru síðan slík skemmd- arverk urðu 145 manns að bana í lestarslysi í landinu. - þeb Skemmdarverk ekki útilokað: Lestarslys varð 61 að bana VATÍKANIÐ, AP Talsmaður Vatík- ansins varði endurskoðaðar regl- ur um kynferðislega misnotkun presta á laugardag. Reglurnar voru sagðar mikilvægar og var- anlegt svar við málum um kyn- ferðislega misnotkun. Vatíkanið gaf út endurskoð- aðar reglur í liðinni viku. Nýju reglurnar taka ekki einungis á prestum sem áreita börn heldur einnig á þeim sem áreita andlega veika. Reglurnar voru gagnrýnd- ar meðal fórnarlamba sem sögðu þær ekki ganga nógu langt. - mmf Misnotkun presta: Vatíkanið ver nýjar reglur SAMFÉLAGSMÁL Veitingastaður- inn Thai Reykjavík býður ókeyp- is mat á milli fjögur og sex í dag. Magnús Heimisson framkvæmda- stjóri segir að þeir sem séu aflögu- færir eigi að gefa af sér til þeirra sem minna mega sín og skorar á aðra veitingamenn að gera slíkt hið sama. Hann segir mikilvægt að allir leggi hönd á plóg nú þegar hjálparstofnanir eru lokaðar. Djúpsteiktar rækjur, fisk- ur og eggjanúðlur er meðal þess sem verður á boðstólum hjá Thai Reykjavík og getur fólk hvort sem það vill snætt á staðnum eða tekið með sér heim. - sv Thai Reykjavík býður í mat: Ókeypis matur fyrir bágstadda VEÐUR Júnímánuður í ár var sá fjórði í röðinni þar sem hitamet var slegið. Var þetta 304. mánuð- urinn í röð þar sem hiti mælist yfir meðallagi. Samkvæmt Veðurstofu Íslands eru hitatölur í júní 2010 þær hæstu sem mælst hafa á Íslandi. Ekki er þó víst að júlí muni slá júní við því þótt heitt hafi verið á suðvestur- horninu og Suðurlandi hefur verið kaldara fyrir norðan og austan. Búist er við því að draga muni úr hitanum á næstu dögum og gert er ráð fyrir rigningu um næstu helgi um mest allt land. - sv Hitamet slegið enn á ný: Heitasta sem mælst hefur STRANDLÍF Landsmenn hafa notið sólar í Nauthólsvík að undanförnu. SAMFÉLAGSMÁL Mikill fjöldi fólks hefur sótt mötuneyti Sjómannaskól- ans í hádeginu frá því að samhjálp- arverkefnið Samverjinn var sett á laggirnar 13. júlí. Ókeypis matur er í boði og eru það félagar í klúbbi matreiðslumeistara sem elda hádeg- isverðinn og Félag atvinnurekenda sem stendur fyrir verkefninu. Fjölmörg fyrirtæki hafa gefið hráefni og að sögn Ragnheiðar Guð- finnu Guðnadóttur verkefnisstjóra hafa sjálfboðaliðar streymt að. Á bilinu sjötíu til hundrað manns hafa komið í mat á degi hverjum. - sv Hjálparverkefnið Samverjinn: Hátt í hundrað manns í mat SJÓMANNASKÓLINN Mötuneyti Sjómannaskólans hefur verið fjölsótt að undanförnu en þar er boðið upp á úrvalsmat án endurgjalds. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.