Fréttablaðið - 20.07.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.07.2010, Blaðsíða 16
 20. JÚLÍ 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● garðurinn Þeir sem voru svo fyrirhyggju- samir að sá til kryddjurta í vor eiga nú væntanlega vöxtulega brúska af þeim í görðum, á svöl- um eða í gluggakistum og þurfa að vera duglegir að nota þær. Þá er það bara spurningin með hverju þær passa. - gun Krydd í tilverunni Graslaukur er ein algengasta kryddjurtin í görðum. Hann hentar með flestum mat og því er upplagt að klippa niður visk af honum fyrir hverja máltíð og hafa í skál á borðinu. Piparmynta er kröftug jurt og tekur sitt pláss. Hún passar vel í kryddsmjör og kjötbollur úr lambahakki. Rósmar- ín þrífst ágætlega úti við á þurr- um stað. Það er gott í kartöflu- gratín og með öllu kjöti. Dill gefur einkar góðan keim í húsið þegar það er soðið með nýju kartöfl- unum. Það bragðast líka vel með bleikju og lambakjöti. Íslenska plöntuhandbókin hefur verið gefin út í þriðja sinn og nú í nýjum búningi, ríkulega aukin og endurbætt. Þar er fjallað um 465 tegundir plantna, þar af eru marg- ar sem hafa bæst við íslenska flóru á undanförnum árum. Höfundur hennar er Hörður Kristinsson, dokt- or í grasafræði. Hverri plöntu er lýst í gagnorð- um texta í handbókinni, auk þess sem litmynd er af hverri og einni, skýringarteikningar og útbreiðslu- kort. Bókin ætti því að nýtast al- menningi vel til að þekkja sund- ur plönturnar og fræðast um hina fjölbreyttu flóru landsins. Mál og menning gefur bókina út. - gun Góður ferðafélagi Íslenska plöntuhandbókin í nýjum búningi. Fyrstu eplatrén sem gróðursett eru í almenningsgarði í Reykjavík verða sett niður á Klambratúni á föstudag- inn kemur, 23. júlí, klukkan tíu fyrir hádegi. Það annast þau Katrín Jak- obsdóttir menntamálaráðherra og David Avocado Wolfe, einn af stofn- endum The Fruit Tree Planting Foundation. Eplatré þurfa yfirleitt að hafa fé- laga af ólíkri tegund til að fjóvgun verði góð og að þessu sinni verða sett niður tré af yrkjunum Mantet og Carol sem eru frá Kanada og hafa reynst vel á norðlægum slóðum. Á-Vöxtur er félag áhugafólks um ræktun ávaxta og annarra óhefð- bundinna tegunda á Íslandi. Þar eru yfir fimmtíu félagsmenn, meðal annars frumkvöðlarnir í ávaxtarækt á Íslandi, þeir Jón Guðmundsson, garðyrkjufræðingur á Akranesi, og Sæmundur Guðmundsson á Hellu. - gun Aldingarður í miðri borginni Blómafóstran er nýtt verkefni sem Jóhanna Lovísa Stefáns- dóttir er að hrinda í fram- kvæmd. „Það er ekki til svona fyrirtæki á Íslandi í dag og ég er enn með það á þróunarstigi,“ segir Jóhanna Lovísa Stefánsdóttir, garðyrkju- fræðingur og blómafóstra. Hún fór nýverið í gegnum námskeiðið Finndu eldmóðinn í þér og fékk þá hugmynd að blómafóstrunni. „Hugmyndin er sú að ég komi á staðinn ef fólk þarf að bregða sér af bæ, til útlanda eða í sumar- frí út á land og þá komi það ekki að brunarústum í garðinum sínum eða gróðurhúsinu þegar það kemur heim. Þá er það blómafóstran sem sér um hlutina fyrir viðkomandi,“ útskýrir Jóhanna Lovísa. Jóhanna Lovísa segist aðal- lega vera að vökva garða, blóm og plöntur. „Ég er nýbúin að afhenda garð og gróðurhús með tómötum sem ég var að hugsa um í fimm vikur. Þá vökva ég, gef áburð, kannski klippi og passa að illgres- ið fari ekki á flug þannig að það sé notalegt fyrir fólk að koma heim til sín.“ Í upphafi ætlaði Jóhanna Lovísa ekki að sjá um garða fólks heldur annaðhvort veita ráðgjöf á staðn- um eða í gegnum síma. „Maður freistast alltaf til að fara út í eitt- hvað meira þegar það er svona mikið í boði.“ Jóhanna Lovísa stefnir á að verða blómafóstra allt árið um kring. „Það er náttúrulega mest að gera á sumrin, haustin og vorin. Svo koma jólin. Fólk fer til útlanda um jólin og það vill fá að vita ýmislegt áður um garðinn eða biðja mig um að vökva í gróð- urhúsinu fyrir sig því það er með gúrkuplöntur sem eru að fara af stað.“ - mmf Blómafóstra í garðinum Jóhanna Lovísa tekur að sér umhirðu garða fyrir fólk í fríi. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Það er tilhlökkunarefni að tína ávexti af trjánum á Klambratúni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.