Fréttablaðið - 20.07.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.07.2010, Blaðsíða 24
16 20. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott Eins og þið sjáið er þessi eign nánast viðhaldsfrí. Fast- eingasali Þetta vex og vex hjá þér Selma! Já, ég hef voða gaman að því að nostra við þetta! Þessi þarna er sérstak- lega flott! Já, hann var ekki stór þegar ég fékk hann. Já er það ekki! Mér finnst ótrú- lega fullnægj- andi að fylgjast með honum vaxa! Þú segir ekki! Ótrú- legt hvað ást og umhyggja getur gert! Ertu að ná þessu? Nóg komiiið! Harold er með betra skyn fyrir ræktun! Afgreiðslustelp- an er hrikaleg í skapinu. Já, maður. Hún breytir nafninu manns vegna þess að hún finnur ekki pláss á glasinu. Koffínlaus vanillu- karamellu-mokka með miklum rjóma. Þú heitir „Api“ Sum nöfnin eru reyndar viðeig- andi. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór, Hannes? Ég er ekki viss. En það verður annaðhvort slökkviliðsmaður, gröfukarl eða húsmóðir. Koss! Fyrirmynd- irnar skipta miklu máli. Hrein og öflug lífræn orka Haltu blóðsykrinum í jafnvægi Grænt te og ginseng. Bragðbætt með Acai safa og granateplum með lágu GI-gildi, sem skilar orkunni hægt út í blóðið og gefur jafnvægi á blóð- sykurinn. Svart te og ginseng. Orkudrykkur sem er ljúffengur á bragðið og ríkur af andoxunar- efnum. Vissir þú að POWERSHOT er svalandi drykkur? Vissir þú að grænt te er vatnslosandi? Hvítt te og ginseng. Bragðbætt með kirsuberjasafa og Acai safa sem gefur sætt og ljúffengt bragð. Vissir þú að lágt GI-gildi gefur jafnvægi á blóðsykurinn? BAKÞANKAR Mörtu Maríu Friðriksdóttur Reiðhjólið var dregið út úr bílskúrnum með erfiðismunum fyrr í vor, þar sem það hafði grafist undir tómum pappaköss- um og ýmsum ónotuðum hlutum. Hjólið hafði verið mikið notað í fyrrasumar en safnaði ryki þar til í vor. Það var púss- að upp og smurt úti í garði áður en það var tekið til notkunar. Fyrstu vikurnar var það notað óspart, hjólað var til og frá vinnu og bæjarhluta á milli. Á ÞESSUM hjólaferðum mínum kom mér mjög á óvart hversu hjólastígar eru orðn- ir góðir og líka ansi margir í borginni. Kannski á það sinn þátt í undrun minni að ég er nýflutt í annan borgarhluta, Vest- urbæinn, og þaðan gætu hugsanlega verið betri stígar. Úr austurbænum var ég sífellt að hoppa upp og niður af hjól- inu til að fara yfir götur á mishrað- virkum umferðarljósum. ÚR VESTURBÆNUM er gaman að hjóla meðfram Ægisíðunni, inn að Nauthólsvík, út Fossvog- inn og upp Ártúnsbrekkuna þar til komið er upp í Árbæ. Þetta er einstaklega skemmtileg leið, bæjarhluta á milli, og alls ekki margir staðir þar sem stoppa þarf til þess að fara yfir miklar umferðargötur á leiðinni. Varla svo að ég hafi séð bíl alla leið- ina. Reyndar hafa verið byggðar sérstakar göngubrýr fyrir hjólandi vegfarendur og gangandi frá austurbænum upp í Breiðholt eða Árbæ sem auðvelda leiðina talsvert. HÆGT er að ferðast bæjarhorna á milli á reiðhjóli og er tilvalið að nýta sér hjól- reiða- og göngustíganetið í borginni og gera reiðhjólið að fyrsta valkosti sem far- artæki, að minnsta kosti yfir sumartím- ann. Hjólið verður raunhæfari ferðamáti þegar leiðirnar léttast og valmöguleikum fjölgar. HJÓLIÐ mitt hefur reyndar legið óhreyft upp við húsvegg síðasta tæpa mánuð- inn. Margir vissu að ég hafði tekið hjól- ið í notkun aftur og hef ég undanfarið oft verið spurð út í það hvernig mér takist að hjóla alltaf til og frá vinnu og bæjarhluta á milli. Eftir að spurningin hefur verið borin upp lítur spyrjandinn á mig vongóð- ur, blikkar augum, brosir og bíður spennt- ur eftir svarinu sem verður oftast ekki eins og hann býst við. Svarið er að veðrið hafi sett strik í reikninginn á tímabili og svo sé bara erfitt að ná í hjólið sem hímir einmana undir húsvegg, og safnar í þetta skipti ryði en ekki ryki. NÚ ÆTLA ég að fara að taka mig á, sækja hjólið og nýta góða hjólreiðastíga borgar- innar. Reiðhjólið dregið fram

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.