Fréttablaðið - 20.07.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.07.2010, Blaðsíða 26
18 20. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR Kvikmyndin Inception með Leon- ardo DiCaprio í aðalhlutverki fór beint á toppinn vestanhafs, og varð aðsóknarmesta mynd síðustu helgar. Hún hrifsaði toppsæt- ið af teiknimyndinni Despicable Me með því að hala inn rúmar 60 milljónir dollara, eða yfir sjö milljarða króna. Ævintýramynd- in The Sorcerer´s Apprentice fór beint í þriðja sætið. Inception, sem verður frumsýnd hérlendis á miðvikudag, er aðsóknarmesta opnunarmynd DiCaprio og hefur henni verið spáð góðu gengi á næstu Óskarshátíð. Í myndinni leikur hann leiðtoga hóps sem brýst inn í drauma fólks. Inception vinsælust INCEPTION Leonardo DiCaprio brýst inn í drauma fólks í myndinni Inception. Tónlist ★★★ Milljón mismunandi manns Steve Sampling Skemmtileg þemaplata Steve Sampling er listamannsnafn Stefáns Ólafssonar. Hann er búinn að vera einn af atkvæðameiri taktasmiðum og upp- tökustjórum íslensku hip-hop senunnar undanfarin ár. Hann er meðlimur í Audio Improvement, hefur spilað sem plötusnúður og gert remix, m.a. af Sæglópi Sigurrósar. Milljón mismunandi manns telst vera hans þriðja plata í fullri lengd, en hinar fyrri, The Dawn is Your Enemy (2006) og Borrowed & Blue (2007) voru að mestu leyti án orða. Milljón mismunandi manns er upptökustjóraplata. Steve semur alla tónlistina og tekur upp, en svo fær hann ýmsa rappara til að semja texta og fara með á plötunni. Þetta er þemaplata sem fjallar um skrautlega nótt ungs manns í Reykjavík, en allir rappararnir sömdu sína texta út frá handriti sem þeir fengu frá Steve. Á meðal þeirra sem koma fram á plötunni eru Gnúsi Yones, Steinar Fjel- sted úr Quarashi, Birkir B og Diddi Fel úr Forgotten Lores, Marlon Pollock úr Anonymous, G. Maris, Brjánsi, Mezzias MC og B-Kay sem var í Dáðadrengj- um. Þéttur hópur. Þetta er að mörgu leyti fín plata. Tónlistin er að stærstum hluta hæggeng og stemningsfull. Hljómurinn er flottur og það er greinilegt að Steve kann sitt fag. Steve hefur verið sterkur í chill- og trip-hop-deildinni og hún fær sitt pláss á plötunni, en líka sálartónlist, r&b og elektró. Rappararnir standa sig margir vel. Lögin eru mis bitastæð. Mín uppáhaldslög á plötunni eru Dags- brot (Birkir B), Hey Yo! (B-key), Leyfum okkur smá (Diddi Fel), Skyndilega svona (Brjánsi), Klukkan fimm (Gnúsi Yones) og Alla leið (Steinar Fjelsted). Á heildina litið ágæt plata sem óhætt er að mæla með fyrir aðdáendur íslenskrar rapptónlistar. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Skemmtileg þemaplata frá Steve Sampling og úrvalsliði íslenskra rappara. Samkvæmt tímaritinu In Touch Weekly ætlast Danny Moder, eiginmaður leikkonunnar Juliu Roberts, til þess að hún taki öll þau kvikmyndahlutverk sem henni bjóðast. Hjónin eiga saman þrjú börn, Hazel, Phinnaeus og Henry, og vill Roberts helst eyða sem mestum tíma með þeim en Moder hefur áhyggjur af því að hlutverk- in hætti að streyma inn ef Roberts neitar einu einasta. „Danny er alltaf að segja henni að ef henni bjóðist starf verði hún að taka því. Hann óttast að annars muni tilboð- unum hætta að rigna inn,“ var haft eftir ónefndum heimildarmanni. Vill helst að konan vinni VINNUSÖM Eiginmaður Juliu Roberts vill ekki að hún afþakki vinnutilboð. Gerber og Nestlé barnamatur kynna með stolti Frumsýnd í Smárabíói og Háskólabíói 21. júlí Allir elska börnin Mari Tókýó, Japan Ponijao Opuwo, Namibíu Hattie San Francisco, Kaliforníu Bayar Bayanchandmani, Mongólíu SÍMI 564 0000 16 16 L L L 12 12 L SÍMI 462 3500 16 12 12 PREDATORS kl. 8 - 10 KNIGHT AND DAY kl. 8 - 10 KILLERS kl. 6 SÍMI 530 1919 16 12 12 L 12 PREDATORS kl. 8 - 10.20 PREDATORSLÚXUS kl. 5.40 - 8 - 10.20 SHREK 4 3D 3D ÍSL TAL kl. 3.30 - 5.45 SHREK 4 2D ÍSL TAL kl. 3.30 - 5.45 SHREK 4 3D ENSKT TAL kl. 3.30 - 5.45 KNIGHT AND DAY kl. 8 - 10 KILLERS kl. 10.30 GROWN UPS kl. 3.30 - 5.45 - 8 -10.20 PREDATORS kl. 5.40 - 8 - 10.20 KNIGHT AND DAY kl. 5.30 - 8 - 10.30 KILLERS kl. 5.45 - 8 - 10.15 GROWN UPS kl. 5.45 - 10.30 THE A TEAM kl. 8 650 Gildir ekki í Lúxus 650 Gildir ekki í 3D 650 NÝTT Í BÍÓ! .com/smarabio "Hraðskreið og hlaðin fjöri. Tom Cruise hefur sjaldan verið hressari!" -T.V, Kvikmyndir.is -News of the World -Timeout London Óttinn rís á ný... í þessum svaklega spennutrylli „Fullkomlega óhætt að mæla með Knight and Day sem laufléttu sumarsprelli“ -S.V., MBL Bráðfyndin og hjartnæm frá byrjun til enda. Lang besta Shrek myndin og það eru engar ýkjur - Boxoffice Magazine MISSIÐ EKKI AF HASAR GAMANMYND SUMARSINS - bara lúxus Sími: 553 2075 SHREK 4 ENSKT TAL 3D 4, 6 og 8 L SHREK 4 ÍSLENSKT TAL 2D 4 L SHREK 4 ÍSLENSKT TAL 3D 4 og 6 L PREDATORS 8 og 10 (POWER) 16 KNIGHT AND DAY 5.50, 8 og 10.10 12 THE A - TEAM 10.10 12 600 kr. 600 kr. 600 kr. 900 KR. Í 3D600 K R. Í 2D POWERSÝNING KL. 10.00 TILBOÐ í bíó. Gildir á allar sýningar dagsins. „Besta Twilight myndin til þessa“ – Entertainment Weekly  - hollywood reporter  - p.d. variety ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI SELFOSSI 12 12 12 12 16 10 L L L L L L L L L L L L L L L L14 14 14 14 SHREK SÆLL ALLA DAGA-3D ísl. kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 SHREK SÆLL ALLA DAGA ísl. Tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 SHREK FOREVER AFTER-3D ensku Tali kl. 8 - 10:10 BOÐBERI kl. 8 - 10:10 TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 5:40 - 8 - 10:40 TWILIGHT SAGA kl. 3 - 5:40 - 8 - 10:40 NIGHTMARE ON ELM STREET kl. 10:50 LEIKFANGASAGA 3 ísl. kl. 1 - 1:30 - 3:20 - 3:40 - 5:50 TOY STORY 3 ensku Tali kl. 8 - 10:20 SEX AND THE CITY 2 kl. 8 PRINCE OF PERSIA kl. 5:40 AÐ TEMJA DREKANN SINN 3D ísl. Tali kl. 1:30 - 3:40 SHREK SÆLL ALLA DAGA-3D ísl. Tali kl. 3:40 - 5:50 SHREK FOREVER AFTER-3D ensku Tali kl. 8 - 10:10 LEIKFANGASAGA 3 - 3D M/ ísl. Tali kl. 3:20 - 5:40 TOY STORY 3-3D M/ ensku Tali kl. 8 BOÐBERI kl. 10:20 TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 5:30 - 8 - 10:40 SHREK SÆLL ALLA DAGA-3D ísl. Tali kl. 6 SHREK FOREVER AFTER-3D ensku Tali kl. 8 - 10 LEIKFANGASAGA 3 ísl. Tali kl. 6 TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 8 BOÐBERI kl. 10:30 SHREK SÆLL ALLA DAGA-3D ísl. Tali kl. 6 - 8 GROWN UPS kl. 10:10 KILLERS kl. 8 - 10:10 BOÐBERI kl. 6 “ÞRÍVÍDIN ER ÓTRÚLEGA MÖGNUД  - n.y. daily news  - empire *GILDIR EKKI Í VIP, Á ÍSLENSKAR MYNDIR, Á MYNDIR Í 3D OG BEINAR ÚTSENDINGAR ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í DAG KR. 600* ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í SAMBÍÓUNUM Í DAG KR. 600* ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í SAMBÍÓUNUM Í DAG KR. 600* ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í SAMBÍÓUNUM Í DAG KR. 600* Söngkonan Leann Rimes ákvað að taka niður Twitter-síðu sína fyrir skemmstu vegna leiðinlegra ummæla. Stúlkan sagðist ætla að hætta á Twitter og ein- beita sér þess í stað að persónulegri málum. Rimes þoldi þó ekki nema tíu daga án Twitt- ers og var komin aftur á kreik nú í vik- unni með þess- u m orðu m: „ S ælt ver i Twitterland. Hef sa k n- að ykkar og langaði að heilsa upp á ykkur. Ég á mikið af ynd- islegum aðdá- endum og ég vil að þið vitið að ég kann að meta ykkur öll.“ Rimes og unnusti henn- ar, leikarinn Eddie Cibri- an, hafa verið í ónáð hjá mörgum eftir að upp komst um framhjáhald þeirra, en þau voru bæði gift þegar samband þeirra hófst. Aftur mætt MÆTT AFTUR Leann Rimes er mætt aftur á Twitter, tíu dögum eftir að hún sagðist vera hætt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.