Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 4
4 22. júlí 2010 FIMMTUDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 31° 31° 33° 23° 24° 30° 24° 24° 23° 20° 24° 32° 35° 24° 24° 21° 26°Á MORGUN 8-13 m/s SV-til annars hægari. LAUGARDAGUR Fremur hæg SV-átt en hæglætis veður NA-til. 13 13 14 14 14 12 12 16 17 10 13 5 6 7 7 6 4 3 2 6 2 4 19 18 14 13 15 18 20 14 15 16 SÓL OG SUMAR FYRIR NORÐAN Veðurspáin fyrir Norðausturland er hreint frábær næstu daga en það er útlit fyrir hæglætis veður, sól og 17-22°C. Mesta blíðan verð- ur líklega í Ásbyrgi á laugardag og á veðrið efl aust eftir að laða að mikinn fjölda þátttakenda í Jökulsárhlaupið. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður EFNAHAGSMÁL Tillögur að nýju skattkerfi verða lagðar fram um áramót, ef allt gengur eftir. Um síðustu áramót var kerfinu breytt og tekið upp þrepaskipt kerfi. Þær breytingar voru kynntar til eins árs á meðan heildarend- urskoðun færi fram. Sú vinna stendur yfir. Fjármálaráðherra skipaði nefnd til að end- urskoða kerfið. Þar eru ýmsar hugmyndir uppi á borðum: þrepaskipting skatta og upp- stokkun bóta- kerfis. Á r n i P á l l Árnason, félags- og trygginga- málaráðherra, segir góða sam- vinnu milli stjórnarflokkanna um málið og það sé á forræði fjár- málaráðherra. Ráðuneyti hans á fulltrúa í nefndinni. Árni Páll segir að það hversu mörg skatt- þrepin verði þurfi að skoðast í samhengi við skerðinguna bóta- megin. Ekki gangi að tekjutengja bæði skatta og bætur. Árni Páll segir það í samræmi við kerfið á Norðurlöndunum, þar sé tekjutengingin skattameg- in, en ekki bóta. Horfa verði til þess að tekjutenging sé ein teg- und skattlagningar. „Þá er grunnvinna í gangi varðandi nýtt barnatrygginga- kerfi sem tæki við af barna- bótakerfi. Það ætti að mæta betur hag barnmargra lágtekju- fjölskyldna og hvetja fólk til atvinnuþátttöku og auðvelda þannig leið út úr atvinnuleysi,“ segir Árni Páll. Þá er til skoðunar að koma á fót nýju húsnæðisbótakerfi, sem leysti af vaxtabætur og húsa- leigubætur. Þá yrði komið á fót einu húsnæðisbótakerfi óháð því hvort menn kaupa eða leigja. „Það lá alltaf fyrir að um næstu áramót yrði lagt fram nýtt kerfi sem yrði endurskoðað í heild sinni og við stefnum að því. Við viljum kerfi sem styður enn frekar en nú við þær fjölskyld- ur sem eiga á hættu að lenda í fátæktargildrum og mæti betur framfærsluþörf vegna barna og húsnæðis.“ - kóp Skattkerfið dragi úr tekjutengingu bóta Unnið er að tillögum um nýtt skattkerfi sem verði tilbúnar um áramót. Skoðað er að tekjutengja skatta áfram en draga á móti úr tekjutengingu bóta og stokka kerfið upp. Leigubætur og vaxtabætur sameinaðar í húsnæðisbætur. FÓLK Unnið er að breytingum á skattkerfinu og gert er ráð fyrir að þær liggi fyrir um áramót. Skattar verða tekjutengdir en dregið verður úr tekjutengingum bóta. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ÁRNI PÁLL ÁRNASON SJÁVARÚTVEGUR Í lög um fiskveiðistjórnun vant- ar ákvæði sem gera ráðherra kleift að endur- skoða grundvöll upphaflegrar kvótaúthlutunar, svo sem vegna breytinga á útbreiðslusvæði teg- unda, breyttra útgerðarhátta, vistkerfisbreyt- inga eða breyttra veiðiaðferða. Þetta kemur fram í áliti sem Ástráður Haraldsson hæsta- réttarlögmaður vann fyrir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið í júlí í fyrra. Óskað hafði verið eftir áliti á því hvaða leið- ir væru færar í afnámi kvótaúthlutunar vegna úthafsrækju og skötusels. Niðurstaða Ástráðs er að lögin bindi hendur ráðherra í því að sé ákveðinn heildarafli, þá beri að ráðstafa honum með úthlutun veiðiheimilda. „Séu veiðar hins vegar gerðar frjálsar er ráðherra ekki heimilt að takmarka þær að öðru leyti,“ segir í álitinu. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra kynnti fyrir helgi ákvörðun sína um að gefa rækju- veiðarnar frjálsar næsta fiskveiðiár. Í áliti Ást- ráðs segir að það verði að óbreyttum lögum þó tæpast gert nema Hafrannsóknastofnunin geri tillögu um slíkt. Hún leggur hins vegar til sjö þúsund tonna aflamark á næsta fiskveiðiári. „Ráðherra þyrfti að undirbyggja slíka ákvörð- un vel og því skemur sem tegund yrði hald- ið utan kvóta því viðkvæmari yrði ákvörðunin fyrir gagnrýni,“ segir í álitinu. - óká Veiðar má ekki gefa frjálsar nema Hafrannsóknastofnunin leggi það til: Endurskoðunarákvæði vantar í fiskveiðistjórnarlögin RÆKJUVINNSLA Í lögum um fiskveiðistjórnun segir að ákvörðun um kvótaafnám þurfi stuðning Hafrann- sóknastofnunar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EVRÓPUMÁL Tölvupósturinn sem Nigel Farage, Evrópuþingmaður og formaður Breska sjálfstæðis- flokksins, sendi á kollega sína að beiðni Heimssýnar, samtaka and- stæðinga Evrópusambandsaðild- ar Íslendinga, var hugsaður í því skyni að gefa fólki rétta mynd af stöðu mála hér á landi. Þetta segir Páll Vilhjálms- son, fram- kvæmdastjóri Heimssýnar og höfundur bréfs- ins, sem bendir á að utanríkis- ráðuneytið hafi einungis haldið á lofti afstöðu ráð- herrans í málinu. „Ég sendi þennan texta vítt og breitt með ósk um frekari dreif- ingu,“ segir Páll. „Utanríkisráðu- neytið hefur ekki endurspeglað aðra afstöðu en Össurar Skarphéð- inssonar utanríkisráðherra sem er aðildarsinni. Þar með er hætta á að umheimurinn fái brenglaða mynd af vilja þjóðarinnar.“ - sh Fjöldapóstur um Evrópumál: Heimssýn vill rétta myndina PÁLL VILHJÁLMSSON KJARAMÁL Launavísitala hækkaði um 2,2 prósent í júní og var hún 378,3 stig. Síðastliðna 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,1 prósent. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Laun hækkuðu um 6.500 krón- ur, eða að lágmarki 2,5 prósent, 1. júní, samkvæmt kjarasamn- ingum aðildarfélaga Alþýðu- sambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Sambærilegar hækkanir voru hjá aðildarfé- lögum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Vísitala kaupmátt- ar hækkaði einnig í júní, eða um 2,6 prósent, og er nú 106,6 stig. Hún hefur hækkað um 0,3 pró- sent síðastliðna tólf mánuði. - kóp Kaupmáttarvísitala hækkar: Launavísitala hækkar í júní FÓLK Launavísitala og kaupmáttarvísi- tala hækkuðu báðar í júní og má því gera því skóna að fólk hafi eilítið meira milli handanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Gunnsteinn nýr sveitarstjóri Gunnsteinn R. Ómarsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Rangárþings ytra. Hann hefur störf 1. september. Alls sóttu 36 um sveitarstjórastöðuna. SVEITARSTJÓRNARMÁL Sendinefnd til Sádi-Arabíu Íslandsstofa kannar nú áhuga hérlendra fyrirtækja á þátttöku í viðskiptasendinefnd til Jedda í Sádi- Arabíu í október. Sendinefndin er skipulögð í tengslum við þátttöku íslenskra vatnsútflytjenda í sýning- unni Saudi Water and Power. Þátttaka í nefndinni er ekki bundin þátttöku á sýningunni. VIÐSKIPTIGeta sent tillögur netleiðis Kópavogsbúar geta nú komið ábendingum og tillögum á framfæri við stjórnendur bæjarins í gegnum ábendingakerfi á vef Kópavogs, kopa- vogur.is. Sendandi þarf að gefa upp nafn, heimilisfang og netfang og fær fljótlega upplýsingar um það hver fær ábendingu hans til úrvinnslu. Hann getur þannig fylgst með framgangi málsins hjá stjórnsýslu bæjarins. KÓPAVOGUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 21.07.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 201,7201 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,03 123,61 187,86 188,78 157,55 158,43 21,14 21,264 19,636 19,752 16,648 16,746 1,4127 1,4209 185,24 186,34 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Sprengfull búð af frábærum tilboðum! SUMAR- MARKAÐUR ellingsen.is ALLT A Ð 70% AFSLÁ TTUR REYKJAVÍK AKUREYRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.