Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 12
12 22. júlí 2010 FIMMTUDAGUR Þriggja gljúfra stíflan í Yangtze-fljótinu í Kína hefur náð að koma í veg fyrir gríðarlegt mannfall og tjón vegna flóða á svæðinu. Rennslið um ána nær 70 þúsund rúmmetrum á sek- úndu og hefur aldrei verið meira. 700 eru látnir vegna flóða á árinu. Sjö hundruð manns hafa látið lífið í flóðum og aurskriðum í Kína það sem af er árinu og 347 manna er saknað. Flóðin eru þau verstu frá árinu 1998, þegar um fjögur þúsund manns létust og átján milljónir misstu heimili sín. Þriggja gljúfra stíf lan í Yangtze-ánni í Kína, sem er lengsta fljót í Asíu, stendur nú frammi fyrir mestu flóðavörn- um frá því að hún var kláruð árið 2008. Vatnsyfirborð ofan við stífluna hefur hækkað gríðarlega í miklum rigningum undanfar- inna vikna og hækkaði síðast um fjóra metra á einum sólarhring. Vatnsrennslið varð mest 70 þús- und rúmmetrar á sekúndu, en stíflan ræður við tæplega 99 þús- und rúmmetra á sekúndu. Stífl- an virðist vera að ráða við flóða- varnirnar en hún sleppir um 40 þúsund rúmmetrum af vatninu út í ána fyrir neðan stífluna á sek- úndu, til þess að lágmarka skað- ann af flóðunum. Það hefur hing- að til tekist, þar sem tekist hefur að hlífa stórum svæðum við ána sem hefðu án stíflunnar farið undir vatn. Óttast hefur verið að stíflan bresti vegna álagsins, sem hefur aldrei verið meira, en ef slíkt gerðist myndi það valda gríðarlegri eyðileggingu og manntjóni á svæðinu. 75 prósent héraða landsins hafa að einhverju leyti orðið fyrir skaða vegna flóðanna. Þá hafa 25 ár í landinu náð methæð í rigning- um síðustu vikna. Regntímabilinu er ekki lokið og er því hætt við því að flóðin haldi áfram um sinn. Flóðavarnir voru notaðar sem ein helstu rökin fyrir því að stíflan yrði byggð árið 2003, en hún kostaði Kínverja 27,2 millj- arða dollara. Stíflan er sú stærsta í heiminum og var mjög umdeild þar sem bygging hennar krafð- ist brottflutnings 1,4 milljóna manna. Af þeim 701 sem hefur látist vegna flóða og aurskriða á árinu hafa 187 látist á síðustu tveim- ur vikum. Einnig er 173 sakn- að. Yfir 35 milljónir manna í landinu hafa orðið fyrir röskun vegna veðursins og 1,2 milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna þeirra. Flóðin hafa kostað 21 milljarð dollara frá áramótum. Hrísgrjónauppskera gæti dregist saman um tíu prósent og sú tala gæti farið upp í tuttugu prósent á sumum svæðum. Stærsta stífla heims heldur flóðum í skefjum Þriggja gljúfra stíflan er sú stærsta í heiminum, en er einnig hluti af stærsta rafmagnsorkuveri heimsins. Vinna við hana hófst árið 1994 og henni var lokið árið 2008. Hún er 2.335 metrar á lengd, 185 metrar á hæð og 115 metrar á breidd, þar sem mest er. Hámarksrennsli um hana er 98.800 rúm- metrar á sekúndu. Virkjunin framleiðir 100 þúsund gígavattstundir á ári. Kárahnjúkastíflan er stærsta stíflan á Íslandi. Vinna við hana hófst 2003 og henni lauk árið 2006. Hún er 700 metrar á lengd og 198 metrar á hæð, sem gerir hana hærri en Þriggja gljúfra stífluna. Mesta mögulega rennsli er 144 rúmmetrar á sekúndu. Kárahnjúkavirkjun framleiðir 4.600 gígavatt- stundir á ári. Stærstu stíflurnar í Kína og á Íslandi FRÉTTASKÝRING: Hamfarir í Kína Þórunn Elísabet Bogadóttir thorunn@frettabladid.is STÆRSTA STÍFLAN Metmagni vatns var hleypt úr stíflunni í gær, en rennslið var 40 þúsund rúmmetrar á sekúndu. KOMIST Í BURTU Flóðin hafa orðið til þess að rúm milljón Kínverja hefur þurft að flýja heimili sín á undanförnum vikum. Þetta fólk fór á litlum bátum eftir götu í Dazhou í suðvesturhluta landsins. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.