Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 22
22 22. júlí 2010 FIMMTUDAGUR Útgerðarmenn hringinn í kring-um Ísland og hagsmunasam- tök þeirra, LÍÚ, hafa síðustu árin og áratugina, átt í miklum deilum við stjórnvöld og þjóðina alla, um hvað eigi að gera við fiskinn í sjón- um umhverfis landið, og hver ætti eiginlega þennan fisk. Oft á tíðum hefur þjóðin fundið til samúðar með aumingja útvegsmönnunum, sem alltaf hafa þurft að reka stríðs- hernað gagnvart stjórnvöldum, til þess að eiga fisk í soðið fyrir sig og sína. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnu- dagskvöldið, var greint frá því að útgerðarmenn væru afar óhressir með ákvörðun sjávarútvegsráðherra að leyfa frjálsar veiðiheimildir á rækju á næstkomandi fiskveiðiári. Síðastliðin ár hefur rækjukvótinn verið í kringum sjö þúsund tonn, og hefur kvótinn síðustu árin aldrei veiðst að fullu. Stundum hefur ekki einu sinni helmingur af kvótanum verið veiddur. Af hverju skyldi það vera? Jú, vegna þess að útgerðar- menn hafa leyfi til þess að breyta t.d. rækjukvóta í skötusels- eða ýsukvóta án þess að þurfa að greiða krónu fyrir breytinguna, þrátt fyrir að rækjukvótinn sé töluvert ódýrari en skötusels- og ýsukvótinn. LÍÚ segir að nú sé verið að innkalla veiðiheimildir, bak við tjöldin og í kringum lögin. Ég spyr: Innkalla hvaða fisk sem er ekki einu sinni veiddur? Ég get ekki sagt að ég sé alltaf ánægður með Jón Bjarnason, sem veit stundum ekki hvort hann er að koma eða fara. En í þessu máli tek ég ofan hattinn fyrir honum. Það er mín skoðun, að besta leið- in, til þess að breyta fiskveiðistjórn- unarkerfinu og gera það sem sann- gjarnast fyrir þá sem veiða fiskinn og okkur smælingjana, er að leyfa útgerðinni að stjórna því sjálfri hvort hún vilji fyrna kvótann og borga minni skatt, eða þá halda öllum sínum kvóta og borga meiri skatt. Það er gjörsamlega óþolandi að útgerðarmenn svívirða löggjöfina um kvótann, og breyta ódýrustu aflategundunum í þær dýrustu, án þess að greiða krónu fyrir auka- lega. LÍÚ tók svo steininn úr í sama kvöldfréttatímanum á Stöð 2, þegar sagt var frá því að átta af hverjum tíu útgerðum gera upp í erlendri mynt. Af þeim hópi útgerða sem gera upp í erlendri mynt eru þrjár af fjórum sem gera það í evrum. Útgerðarmenn og talsmenn LÍÚ, eru nú algjörlega búnir að missa allt traust mitt og álit. Einn dag- inn vilja þeir ekki heyra á það minnst að kíkja í kaffi til Brussel og kanna hvað við fáum út úr aðildarviðræðum við ESB. Hinn daginn, talar svo LÍÚ um að hægt sé að taka upp einhliða evru. Það hefur margítrekað komið fram að sá möguleiki sé ekki fyrir hendi. Nú er nóg komið af útgerðinni og talsmönnum hennar, sem tala bara í kross, og út og suður. En það er allt í lagi að gera upp í erlendri mynt, til þess að græða sem mest og vilja samt sem áður láta okkur borga brúsann. Það er að mínu mati mannréttindabrot, þegar bæði hagsmunasamtök og heilu stjórn- málahreyfingarnar, ætla sér ekki að leyfa málinu að fara í lýðræðis- lega kosningu og leyfa okkur hinum ekki að segja til um það af eða á. Það er réttur hvers manns að segja til um hvort hann eða hún vilji ganga inn í Evrópusambandið. Til hamingju LÍÚ Íslensk þjóð er nú reynslunni ríkari af verkum sem unnin hafa verið í anda hins óbeislaða heimskapitalisma. Sýnt er að ferlið var komið á fullt skrið og náði afdrifaríkum áfanga með aðild Íslands að Evrópska efna- hagssvæðinu í ársbyrjun 1993. Þá var lagður lagagrundvöllur að útrásarfyrirætlunum íslenskrar auðstéttar. Fjármagn auðmann- anna streymdi út úr landinu. Einkavæðingarstefna Sjálfstæð- isflokksins vann á skref fyrir skref, enda rök fyrir henni í EES- samningunum. Alþekkt er hvern- ig forusta Framsóknarflokksins lét undan síga í einkavæðingar- málinu, sem náði hámarki með sölu Landsbankans og Búnaðar- bankans. Í einhvers konar grandaleysi – því varla var það viljaverk – komust þessar styrku fjármála- stofnanir með langa sögu að baki í hendur fésýslumanna sem létu stjórnast af fégræðgi einni saman, bröskuðu með sjóði bank- anna á heimsmörkuðum fjármála með þeim afleiðingum sem nú blasa við, að bankakerfi Íslands er hrunið til grunna og forsætis- ráðherra landsins lýsti þeim ótta sínum að íslenska ríkið kynni að vera gjaldþrota fyrir þær sakir. Það er a.m.k. víst að í upphafi ársins 2009 situr íslenska ríkið, heimilin í landinu, þjóðin öll í skuldasúpu sem á sér ekkert fordæmi í þjóðarsögunni. Varðstaða valdamanna brást Hlutur útrásarvíkinganna í þess- ari gjaldþrotasögu Íslendinga er augljós og óendanlegur. En hlutur valdhafa og áhrifa- afla almennt í þjóðfélaginu er ekki síður umhugsunarverð- ur. Stjórnmálamenn, flokkarnir meira og minna, slepptu hend- inni af stjórn landsmála, þorðu ekki að vera það sem þeim ber að vera, vökumenn um það sem er að gerast og valdamenn sem búa yfir virkum stjórntækjum, þegar ber af leið í efnahags- og stjórnmálum. Í stuttu máli sagt: Íslenskir stjórnmálamenn, kjörn- ir valdhafar í landinu, gerðu sig verklausa, gáfu kapitalistunum frjálsar hendur. Landsmálin voru ofurseld stjórnleysisstefnu óhefts kapitalisma. Til viðbótar afsali fullveldisréttinda íslenska ríkis- ins samkvæmt EES-samningun- um hafa valdamenn gengið svo langt í framkvæmd innanlands- mála að valdskerða sjálfa sig í þágu fégróðamanna, láta þá um að ráða og reagera í efnahags- og fjármálum og panta löggjöf sér í hag. Lengra verður ekki komist í pólitískum aumingjaskap. Slík afglöp og skilnings- leysi á hlutverki stjórnmála er í beinni andstöðu við lýðræðið. Menn virðast gleyma því oft og einatt að lýðræði felur í sér vald, þarfnast valdhafa sem starfa sem umboðsmenn þjóðar og þjóðar- hagsmuna. Ef menn sjá lýðræðið fyrir sér sem valdalaust stjórn- kerfi eða agalaust um val valda- manna, þá er það bein ávísun á stjórnleysi. Úr því að lýðræðið er valda- stofnun leiðir það af sjálfu sér að velja verður hæft fólk til að fara með völdin. Ekkert sýnist eðlilegra en að keppt sé um þessi völd og þeim útdeilt eftir sann- gjörnum reglum. Í öllum lýðræð- isríkjum hefur verið stofnað til stjórnmálasamtaka, pólitískra flokka, sem keppast um völdin. Ég viðheld minni barnatrú um það að stjórnmálaflokkar séu lýð- ræðinu gagnlegir, þó með þeim fyrirvara að þeir starfi skipu- lega og lýðræðislega innbyrðis og geri skilmerkilega grein fyrir stefnumálum sínum á almennum umræðuvettvangi. Skýr meginstefna Eins og fyrr hefur komið fram er það skoðun mín að stjórnmála- flokkar eigi að hafa skýra meg- instefnu, þeir eiga að afmarka sig hver frá öðrum. Þeir eiga ekki að fara í grafgötur um að stjórnmál snúast um völd og viðurkenna að stjórnvald er hluti lýðræð- is, að án skipulegs valds stefna samfélög manna, þjóðfélögin, til upplausnar. Lýðræðislegir stjórnmála- flokkar eiga ekki að gefa neitt eftir með það að yfirstjórn ríkis- ins á að vera kjörin af þjóðinni og að varðveisla valdsins og réttlát meðferð þess er réttur og skylda valdhafans. Það má ekki velkjast fyrir stjórnmálamönnum að rétt kjörið löggjafarþing og ábyrg ríkisstjórn fara með æðstu stjórn landsins. Ef þjóðþing slá af varð- stöðu sinni um valdið sem þeim er fengið og færa það í hendur sér- hagsmunasamtökum, ásæknum atvinnurekendum og auðhring- um þá endar það með stjórnleysi. Og þegar auðmenn í krafti auðæfa sinna koma með pöntunarlista til stjórnvalda um lagasetningu og aðra forgangsfyrirgreiðslu, þá er tímabært að stjórnmálamenn hafi varann á. Vöxtur auðhyggju í landsmálum, hin slöppu stjórn- artök kjörinna valdamanna síðari ára hafa leitt af sér bankahrun, gjaldþrot fyrirtækja og heim- ila, e.t.v. ríkisgjaldþrot eins og forsætisráðherra (Geir Haarde) ýjaði að. Það er því ekki ofsögum sagt að Íslendingar standa nú á tíma- mótum. Í anda þjóðrembings um menntun sína og sköpunargáfu og keppnisfærni á heimsmörkuðum og oftrú á hæfni sína til að hafa áhrif á gang alþjóðastjórnmála hafa íslensk stjórnvöld spilað rass- inn úr buxunum. Að því leyti sem Framsóknarflokkurinn á þarna hlut að máli ber nýrri flokksfor- ustu að viðurkenna það í orði og verki. Takist flokknum að reisa sjálfan sig við er það trú mín að þá muni hann ná sinni fyrri stöðu sem áhrifaafl í þjóðfélaginu að efla sjálfstætt og fullvalda þjóð- ríki með velferð, jöfnu og sæmd þjóðarinnar að leiðarljósi. Varðstaðan sem brást Í Morgunblaðinu 24. janúar 2002 birti þessi höfundur grein þar sem sagði m.a.: „Í annað sinn á rúmum mánuði hafa fulltrúar atvinnulífsins séð sig knúna til að draga ríkisstjórnina að fundar- borði til að ræða viðbrögð við hinni háskalegu verðlagsþróun. Og enn á ný lofar ríkisstjórnin bót og betrun eftir að hafa nýlokið við að afgreiða bullandi þenslu-fjárlög á Alþingi fyrir árið 2002. Að vonum spyrja menn í forundr- an: Hvernig má það vera að stjórn landsins láti sem ekkert sé, á háska- faldi nýrrar verðbólguöldu? Nær- tækasta svarið er auðvitað að menn sem neita staðreyndum, og fullyrða að allt sé í stakasta lagi, eru ekki líklegir til lífsnauðsynlegra mót- aðgerða. Þeir lifa í draumaheimi góðæris og stöðugleika, þar sem húsbóndinn málar glansmyndir á vegginn í sífellu. En fulltrúar atvinnulífsins líta raunsæjum augum á ástandið og er óskandi að aðvörunarorð þeirra beri árangur. Hvaða dæmi er augljósast um óforsjálni og sjálfsblekkingu stjórn- valda? Svarið er einfalt: Stjórnlaus hækkun á útgjaldahlið fjárlaga. Hvert er það aðal tæki, sem stjórnvöld á hverjum tíma hafa til að beita gegn þenslu í þjóðfélag- inu? Svar: Fjárlög hverju sinni. Enda hafa ríkisstofnanir eins og Þjóðhagsstofnun margsinnis bent á nauðsyn þess að draga saman seglin í útgjöldum ríkissjóðs. Það er kannski ekki von til að álit þeirrar stofnunar sé tekið gilt; stofnunar, sem hótað var að leggja af, af því sem hún treysti sér ekki til að segja ósatt um stöðu efna- hagsmála í þágu stjórnvalda, enda stangaðist álit hennar alveg á við góðæristal einvaldsins. Hins vegar ætti öllum öðrum að vera ljós knýj- andi nauðsyn þess að standa fast á öllum bremsum í fjármálum, nema þá kannski aðalráðgjafanum, Hann- esi Hólmsteini. En, hvernig hafa stjórnvöld farið að ráði sínu við afgreiðslu fjár- laga? Mörg undanfarin ár hafa stjórn- arliðar aukið útgjöld fjárlaga langt umfram verðlagsþróun þrátt fyrir augljós þenslumerki. Tökum árið 2001 til athugunar: Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2001 hækkaði útgjaldahlið fjárlaga um 13,5% frá árinu 2000, eða um nærri tvöfalda verðlagsþróun. Þar við bættist að ráðherrar gengu þannig um fjár- hirzlur ríkisins, að þeir eyddu á árinu nærri 15 milljörðum umfram heimildir fjárlaga og létu svo þjóna sína á þingi samþykkja óráðsíuna með fjáraukalögum. Og hækkun á útgjöldum ríkissjóðs nær 20% milli ára, sem er vitfirring. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir yfir- standandi ár voru útgjöldin aukin töluvert umfram hækkun verðlags, sem þó hækkaði langt umfram þan- þol búskaparins. Og þetta skeður á tímum þegar nauðsyn bar til að draga úr útgjöldum eftir megni. Við þetta á svo eftir að bæt- ast umframeyðsla ráðuneyta, því engum skal til hugar koma annað en að þau vinnubrögð verði áfram við lýði.“ Það þarf svo sem ekki fleiri blöð- um að fletta til að fullvissa sig um hverjir bera ábyrgð á þeim ham- förum í íslenzkum efnahagsmálum sem yfir þjóðina hafa dunið. Enda verður þeim ekki fyrirgefið. „Vituð ér enn ...“ Sjávarútvegsmál Bergvin Oddsson fulltrúi í framkvæmda- stjórn Samfylkingarinnar Hrunið Sverrir Hermannsson fyrrverandi alþingis- maður og ráðherra Það þarf svo sem ekki fleiri blöðum að fletta til að fullvissa sig um hverjir bera ábyrgð á þeim hamförum í íslenzkum efna- hagsmálum sem yfir þjóðina hafa dunið. Samfélagsmál Ingvar Gíslason fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.