Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 24
24 22. júlí 2010 FIMMTUDAGUR Þegar veðrið er gott leggur fjöldi manna leið sína upp á Esju og er þá venjulega farin hefðbundin leið upp á Þverfells- horn eða eitthvað áleiðis í þá átt. Hundar eru skemmtilegir göngu- félagar enda oft með miklu meiri hreyfiþörf heldur en menn. Það er því hið besta mál að taka þá með í fjallgöngu. Nú þurfa hundarn- ir af og til að gera stykkin sín og hafa hundaeigendur þess vegna yfirleitt plastpoka með sér til að hirða upp eftir ferfætlingana. Allt hið besta mál. Hundarnir kúka oft á leiðinni upp fjallið og er svona frekar leiðinlegt að bera kúkinn upp og niður. Fólkið skilur þess vegna kúkapokana eftir á vega- kantinum til að taka þá með á leiðinni niður. Allt gott um þetta, nema hvað? Ósköp er sumt fólk gleymið! Í dag, mánudaginn 19.7., fór ég upp á Esju, frekar snemma. Það var enginn búinn að skrifa sig í gestabókina uppi á Þverfellshorn- inu þann dag. Á undan mér var einungis einn hundur og fólkið sem átti hann fór að stóra stein- inum. En kúkapokarnir sem ég sá á leiðinni voru margfalt fleiri og sumir greinilega búnir að liggja þarna lengi. Þrem dögum áður var ég búin að labba svip- aðar slóðir og það má segja að ég sá „marga góða kunningja“ við vegakantinn. Nú spyr ég: Til hvers er fólk- ið að setja hundakúkinn snyrti- lega í plastpoka þegar það tekur hann svo ekki með sér niður af fjallinu? Þá væri margfalt betra að moka hann undir stein (þó ekki of nálegt einhverjum læk), leyfa honum að breytast í lífræn- an áburð sem kæmi kannski ein- hverjum gróðri að gagni. Hunda- kúkur í plasti er miklu lengur að eyðast og mun „skreyta“ leiðina upp á Esju í mörg ár. Nema hundaeigendunum finn- ist þetta fallegt og þeir vilji setja sínum hvutta minnismerki. Þeir ættu þá að setja vel sýnilegan miða með kúkapokanum. Á honum gæti til dæmið staðið: „Á þessum fallega stað kúkaði Snati þann 18. júlí 2010“. Eða „Verðlaunatíkin mín hún Lubba hafði hér sérlega góðar hægðir“. En ég var með poka á mér og tíndi upp gleymdu hundapokana á leiðinni niður. Það sem pirr- ar manninn á maður að reyna að breyta og bæta. Þegar ég var komin með 15 stykki hætti ég að telja. Í lokin verð ég að segja að fyrir utan kúkapokana var sára- lítið rusl á leiðinni. Heimurinn batnandi fer. Hundakúkur á Esjunni Út er komin, í samvinnu For-lagsins og Barnaverndarstofu, bókin Illi karl en hún fjallar um ofbeldi á heimilum og er öðruvísi en allar aðrar bækur sem ég hef lesið. Þó hef ég lesið aragrúa af bókum sem fjalla um ofbeldi á heimilum. Bókin fjallar um Boga litla sem býr með mömmu sinni og pabba sem báðum þykir vænt um hann og um illa kall sem stundum tekur völdin af pabbanum og stjórnar heimilinu með harðri hendi. Hún fjallar því meðal annars um áhrif heimilisof- beldis á börn en börn á ofbeldisheim- ilum eru okkur í Kvenna athvarfinu hugleikin. Á undanförnum fimm árum hafa þrjú hundruð og fjörutíu börn dvalið í Kvennaathvarfinu í allt frá einum degi upp í hundrað fjöru- tíu og þrjá daga. Börnin koma með mæðrum sínum vegna þess að dvöl- in heima er óbærileg vegna ofbeldis af hálfu heimilismanns eða einhvers annars tengdum fjölskyldunni. Þau bera heimilisaðstæður ekki endi- lega utan á sér og eru almennt bara eins og aðrir krakkar. Þau eru ýmist hlýðin eða óhlýðin og þau hleypa lífi í tilveruna í athvarfinu eins og krakka er siður. Þau eiga það til að dreifa dótinu sínu um húsið, mylja kex á gólfin, detta í stiganum og standa upp aftur. Þau hafa lag á að heilla starfskonurnar upp úr skón- um og flækjast fyrir þeim í leið- inni. Þeim finnst gaman að fara í Húsdýragarðinn, í keilu og að gefa öndunum. Sumum finnst ævintýri að fara í strætó en fyrir öðrum er það í meira lagi hversdagslegur viðburður. Sum tala um ofbeldið en önnur minnast ekki á það einu orði. Oft missa þau þó eitthvað út úr sér sem gefur til kynna að ýmislegt hefur gengið á. Eins og drengurinn sem kom til enn einnar dvalarinnar og heilsaði með þeim orðum að þau ætluðu að gista aftur því pabbi væri svo reiður. Og bætti svo við „út af því að við gerum aldrei neitt rétt“. Þau hafa búið við aðstæður sem eru ekki mönnum, hvað þá litlum mannabörnum, bjóðandi. Og þess- um aðstæðum, eða í það minnsta aðstæðum sumra þeirra, lýsir bókin Illi kall svo vel. Þar kemur fram að stundum leikur allt í lyndi heima hjá Boga en svo breytist allt og pabbi hættir að vera pabbi, mamma hættir að vera mamma og Bogi reynir að fylga reglum í leik sem engar regl- ur gilda í. Hann reynir að hafa ekki hátt og reita engan til reiði og mamma reynir að koma honum í skjól á heimili þar sem ekkert skjól er að finna. Svo dettur allt í dúna- logn en heimilislífið snýst áfram um ofbeldið, að tína upp brotin og lina þjáningar pabbans sem iðrast nú sárlega. Að fara varlega til að ósköpin dynji ekki á aftur. Boðskapurinn í sögunni er sá að ofbeldi er ekki einkamál hverrar fjölskyldu, að það er ekki leynd- armál þeirrar tegundar sem best sé að þegja yfir heldur einmitt hið gagnstæða. En við fullorðna fólkið verðum að hafa í huga að ábyrgð- in er okkar og að við verðum að leggja okkur eftir því að hlusta eftir sögðum orðum og ósögðum. Að vera þess minnug að á sumum heimilum ríkir styrjaldarástand þó að flestir pabbar séu alltaf, en ekki bara stundum, eins og Boga pabbi, „indælir eins og epli á borði og rúsínur í gulri skál“. Börn í Kvennaathvarfinu Samfylkingin og Besti flokkur-inn hafa myndað meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, félags- hyggjustjórn. Jón Gnarr lýsti því yfir að Besti flokkurinn ætti frem- ur samleið með Samfylkingunni en öðrum flokkum enda aðhyllt- ist Besti flokkurinn félagshyggju eins og Samfylkingin. Jón Gnarr er borgarstjóri en Dagur B. Egg- ertsson er formaður borgarráðs. Ég hygg, að gott jafnvægi sé milli þessara tveggja leiðtoga stjórnar- flokka borgarinnar. Bæta á hag þeirra verst settu Í málefnasamningi nýja meirihlut- ans kennir ýmissa grasa og áhrif Besta flokksins eru greinileg. En mestu máli skiptir, að sjónarmið félagshyggju koma skýrt fram. Nýi meirihlutinn ætlar að bæta hag þeirra, sem verst eru stadd- ir með auknum framlögum frá félagsþjónustunni og aðstoða á útigangskonur, fá þeim húsaskjól. Stefnt er að því að hækka fram- færsluviðmiðið. En stærsta málið er auknar ráðstafanir Reykjavík- urborgar til atvinnuaukningar, t.d. með auknum viðhaldsverkefnum. Meirihlutinn ætlar að stöðva útþenslu borgarinnar og þétta byggðina. Útþensla borgarinn- ar er gífurlega kostnaðarsöm og það má spara mikið fé með því að þétta byggðina. Taka á Vatnsmýr- ina smátt í smátt í notkun, í byrj- un undir sérstök verkefni, sem tengjast rannsóknar- og þekking- arverkefnum. Síðar er stefnt að íbúðabyggð í Vatnsmýri. Sameining og fækkun nefnda Nýi meirihlutinn boðaði strax við valdatöku sína sameiningu og fækkun nefnda. Ákveðin verkefni, sem áður heyrðu undir nefndir verða færð undir borgarráð. Síðar er ætlunin að sameina stofnanir. Oddný Sturludóttir verður for- maður menntaráðs og fer m.a. með grunnskólamál og leikskólamál. Besti flokkurinn fær formennsku í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Björk Vilhelmsdóttir frá Sam- fylkingunni er formaður velferð- arráðs. Og Hjálmar Sveinsson er formaður stjórnar Faxaflóahafna. Nýja stjórnin boðaði, að fram færi nákvæm athugun á fjármálum og fjárhagsstöðu Orkuveitunnar. Hanna Birna Kristjánsdóttir er forseti borgarstjórnar. Nýi meirihlutinn kom sér saman um að bjóða minnihlutanum þetta embætti og innsigla þannig ný vinnubrögð í borgarstjórn þ.e. aukið samstarf milli meirihluta og minnihluta. Sóley Tómasdóttir frá VG verður fyrsti varaforseti borgarstjórnar. Björk Vilhelms- dóttir (SF) verður annar varafor- seti. Auk þessa fær minnihlutinn einnig formennsku í nefndum. Þetta hefur ekki áður gerst í borgarstjórn, þ.e. að meirihlutinn léti minnihlutann fá veigamikil embætti. Hér er því um söguleg- an atburð að ræða í sögu borgar- stjórnar og verður það væntanlega upphaf að bættum og betri vinnu- brögðum. Meirihluti og minnihluti munu væntanlega vinna saman að brýnum verkefnum í þágu borg- arbúa. Of snemmt er að spá um hvernig nýja meirihlutanum mun ganga en hann hefur mörg góð áform á prjónunum. Lítið er sagt um fjármál í stefnuskránni og því ekki vitað hvort útsvörin verða óbreytt eða ekki. Þriðja félagshyggjustjórnin Hinn nýi meirihluti í Reykjavík er þriðja félagshyggjustjórnin í borgarstjórn eftir meira en hálfr- ar aldar valdaskeið Sjálfstæð- isflokksins í borginni. Fyrsta félagshyggjustjórnin komst til valda í Reykjavík árið 1978. Það var meirihluti Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Fram- sóknarflokksins. Alþýðuflokkur- inn hafði 2 borgarfulltrúa, Alþýðu- bandalagið 5 og Framsókn var með 1. Ég var þá oddviti Alþýðu- flokksins í borgarstjórn. Sam- komulag náðist milli flokkanna um samvinnu á mjög skömmum tíma. Ég lagði til strax í upphafi, að samvinnan yrði á jafnræðis- grundvelli þrátt fyrir, að flokk- arnir væru misstórir að borgar- fulltrúatölu. Það var samþykkt. Þetta þýddi að völdum og áhrifum var skipt jafnt. Þess vegna fengu allir 3 flokkarnir 1 fulltrúa hver í borgarráði og þannig var jafn- ræðið milli flokkanna innsiglað í borgarráði. Ákveðið var að for- mennska borgarráðs „roteraði“ á milli flokkanna. Alþýðuflokkur- inn fékk formennsku í borgarráði fyrsta árið. Oddviti Alþýðubanda- lagsins varð forseti borgarstjórn- ar, oddviti Alþýðuflokksins 1. varaforseti og oddviti Framsókn- ar 2. varaforseti. Nefndum og for- mennsku í þeim var skipt jafnt milli flokkanna. Meirihlutaflokk- arnir höfðu unnið saman í minni- hluta um margra ára skeið og flutt sameiginlegar tillögur við afgreiðslu fjárhagsáætlana. Þess vegna lá sameiginlegur málefna- grundvöllur fyrir. Með tilkomu R-listans 1994 komst félagshyggjustjórn öðru sinni til valda í Reykjavík. Aðil- ar að R-listanum voru í upphafi Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur og Samtök um kvennalista. R-listinn var við völd í Reykjavík í 3 kjörtímabil eða í 12 ár. R-listinn framkvæmdi mörg merk umbótamál í Reykjavík og markaði djúp spor. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir veitti R-listan- um örugga forustu. Þriðja félags- hyggjustjórnin í Reykjavík er síðan meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar, sem nú hefur tekið við völdum í Reykjavík. Vonandi gengur samstarf Besta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík vel. Ljóst er þó að full- trúar Besta flokksins eru óvanir stjórnmálum og stjórnunarstörf- um. Samfylkingin verður að leggja til reynsluna en Besti flokkurinn leggur til nýjungar og ný vinnu- brögð. Síðan er að sjá hvernig til tekst. Félagshyggjustjórn í Reykjavíkurborg Borgarmál Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur Heimilisofbeldi Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf Oft missa þau þó eitthvað út úr sér sem gefur til kynna að ýmislegt hefur gengið á. Eins og drengurinn sem kom til enn einnar dvalarinnar og heilsaði með þeim orðum að þau ætluðu að gista aftur því pabbi væri svo reiður. Og bætti svo við „út af því að við gerum aldrei neitt rétt“. Umhverfismál Úrsúla Jünemann kennari Under Armour Revenant II HOLTAGÖRÐUM O GLÆSIBÆ O KRINGLUNNI O SMÁRALIND O WWW.UTILIF.IS miðvikudag í Smáralindinni fimmtudag í Kringlunni milli 14:00 - 17:00 ÚTSALA allt að 50% afsláttur Sérfræðingur frá Under Armour veitir aðstoð við val á hlaupaskóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.