Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 28
MASKARI og gott rakakrem er oft alveg nóg til að líta vel út á sumrin. Þegar húðin er fallega útitekin er alveg óþarfi að fela hana á bak við þykkt lag af farða. Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 462 3504 DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát · Stórt op > auðvelt að hlaða · Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft… Færeyingurinn Árni Gærdbo klæðskeri ræður ríkjum í Skradd- aranum á horninu á Lindargötu 38. Hann hefur starfað í greininni í yfir fimmtíu ár, ýmist á Íslandi eða í Færeyjum. Nú er hann í fyrsta skipti með karlkyns klæðskera- nema hjá sér og það þykir honum ánægjuleg þróun. „Klæðskurður hefur orðið kvennafag á síðustu áratugum og reynst erfitt að snúa því við en Kjartan Ágúst er ungur og áhugasamur maður og hann getur gert allt,“ segir Árni sem verður áttræður á næsta ári. Hann byrjaði að læra 2. janúar árið 1952 hjá Klæðaverslun Andrésar Andr- éssonar á Laugavegi 3 en á síðustu árum kveðst hann hafa einbeitt sér að fatabreytingum fyrir verslanir og einstaklinga. Kjartan mun útskrifast sem klæðskerasveinn úr Tækniskól- anum um næstu áramót eftir fjög- urra ára nám. Hvað kom til að hann valdi þetta fag? „Ætli það sé ekki ástríða fyrir fötum og þörf fyrir að geta klætt mig í það sem mér dettur í hug,“ svarar hann. „Í Tækniskólanum lærir maður allt frá grunni; sníðavinnu, efnismeð- ferð og saumaskap.“ „Annars lærir maður mest þegar maður er búinn að læra,“ skýtur Árni inn í. Þeir félagar segjast gera mikið af því að breyta jakkafötum, þrengja jakkana í mittið, ermarn- ar líka og jafnvel minnka axlirnar. „Þótt breytt föt verði aldrei eins og sérsaumuð þá eru breytingarn- ar alltaf til bóta og mönnum líður betur í fötunum,“ segir Kjartan Ágúst. Árni bætir við að ýmsir láti sauma á sig föt í Asíu og þau geti litið vel út við fyrstu sýn en sniða- gerðin sé ekki vönduð. Kjartani Ágústi þykir allur sér- saumur skemmtilegur, hvort sem um er að ræða kjóla eða karl- mannaföt. „Ég teikna upp grunn fyrir hvern og einn því engir tveir einstaklingar eru eins í laginu og hver sentimetri skiptir máli,“ segir hann. Báðir hafa þeir félagar saumað föt á sjálfa sig. „Það fyrsta sem ég saumaði voru fermingar- fötin mín,“ segir Árni. „En ég fékk klæðskera til að sauma á mig og leið eins og kóngi,“ upplýsir Kjart- an sem kveðst nú orðið sauma flest föt á sig eða kaupa föt hjá Rauða krossinum og breyta þeim. gun@frettabladid.is Með ástríðu fyrir fötum Aðeins einn karlkyns klæðskeri er skráður í 90 manna fagfélagi hér á landi. Sá er Árni Gærdbo í sauma- verkstæðinu Skraddarinn á horninu. Nú er Kjartan Ágúst Pálsson nemi kominn til starfa hjá honum. Árni Gærdbo klæðskeri og Kjartan Ágúst nemi taka bæði að sér sérsaum og fatabreytingar í Skraddaranum á horninu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Sölusýningin CPH Kids fer fram samhliða tískuvikunni í Kaup- mannahöfn 12. til 15. ágúst. Íslensku merkin Ígló og Sunbird taka þátt í CPH Kids sem er hald- in í annað sinn í ágúst í gömlu Carlsberg-verksmiðjunum í Kaup- mannahöfn. Samkvæmt upplýsingum frá Helgu Ólafsdóttur, hönnuði Ígló, er CPH Kids aðalbarnasýning Skandinavíu um þessar mundir en þangað inn eru valin vinsæl merki ásamt nýjum og ferskum. Á sýningunni munu Ígló og Sun- bird sýna sumarlínur sínar fyrir árið 2011. - mmf Sunbird og Ígló í Köben Að sögn Helgu hafa viðtökur við Ígló verið mjög góðar. M YN D /B ER G LJÓ T ÞO R STEIN SD Ó TTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.