Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 22. júlí 2010 3 ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Vesturlandabúar eru sífellt þykkari og reynd-ar mannkynið allt að stækka. En það er ekki þar með sagt að þeir sem eru yfir meðalstærðum eigi auðvelt með að finna föt við hæfi eða skó á sinn fót eins og franska máltækið segir, þar sem stóru stærðirnar hafa hingað til ekki þótt svara kostnaði og því eru þær ekki framleiddar. Reyndar eru til þeir tískuhönnuðir sem hreinlega vilja ekki að sköpun þeirra sé framleidd í stærri stærðum vegna ímyndarinnar sem það skapar. Með aukinni þyngd og hæð eru þeir þó til sem hafa séð hag sinn í því að fara hærra upp í stærðar- skalanum og í skóstærðum en áður hefur tíðkast. Hér í París fer þeim verslunum fjölgandi sem sérhæfa sig í herrafatnaði fyrir þá sem eru ekki neinir meðaljónar og eftirspurnin er mikil. Á Beaumarchais-búlv- arði í ellefta hverfi Parísar er að finna búð sem kallast „De long en large“ (Frá löngum að breið- um). Þar finna stórir menn nán- ast allt sem hægt er að ímynda sér í klæðum og skótaui. Buxur geta verið allt að hundrað og fimmtán sentimetrar upp í klof og því hægt að klæða allt upp í tveggja metra og tuttugu senti- metra háa menn. Mittismálið getur verið allt að hundrað sex- tíu og átta sentimetrar fyrir tvö hundruð kílóa menn. En það er ekki allt og sumt því sumir eru litlir og feitir meðan aðrir eru langir og mjóir, í þessari verslun er hugsað fyrir öllum líkams- gerðum. Merki eins og Carharrt, Levi´s eða Schott, sem eru tölu- vert vinsæl hjá venjulegum herr- um, framleiða oftast ekki fatnað sem fer fram úr XXL. Þversögn- in er þó sú samkvæmt frönsku tískustofnuninni (l´Institut fran- çais de la mode) að karlmenn vilja miklu fremur en konur ganga í merkjavöru en þrátt fyrir það framleiða þessi merki sjaldan stórar stærðir. Því hefur stjórnandi fyrrnefndrar versl- unar, Véronique Pierre, nú hafið framleiðslu á sinni eigin vöru. Þar má finna, skyrtur, hettu- peysur, jakka og gallabxur upp í stærð 84! Svo eru það skórnir en skó- framleiðendur virðast vera miklu opnari fyrir „stórum“ við- skiptavinahópi. Löngum hefur skóhöllin í París (le Palais de la Chaussure) selt skó fyrir stór- fætta en verið heldur á klass- ísku línunni. Nú nýlega er hins vegar hægt að versla á nýrri net- síðu „Hinna stóru“ (Les-grands. fr). Þar má finna Vans í stærð númer 50, Converse-strigaskó í 52 og stærstu skórnir eru númer 54 frá Adidas. Það er því engin ástæða lengur fyrir Parísar- herrana í yfirstærð að vera illa til fara. Einkennilegt þó að sam- kvæmt Véronique Pierre er allt- of flókið að bjóða sömu þjónustu fyrir konur, of flókið af því að það er alltaf eitthvað að. Skyldi það vera að franskar konur séu flóknari en aðrar? bergb75@free.fr Stórir strákar fá buxur Demantar eru hreint kolefni og myndast í möttli jarðar á 120- 200 km dýpi. Á þessu dýpi getur efni sem inniheldur kolefni verið bráðið en við afar sérstakar aðstæð- ur, mjög mikinn þrýst- ing eða 45-60 kílóbör og hita á bilinu 900°– 1300°C geta atóm kolefnis raðast upp þannig að til verður demantur. Demanta er aðeins að finna á fáum stöðum í heim- inum þar sem rétt samspil hita og þrýst- ings er ekki algengt. visindavefur.is Tiltekt Skokkar áður 16.990 Nú 7.990 Kjólar áður 14.990 Nú 5.990 Mussur áður 9.990 Nú 4.990 Bolir áður 3.990 Nú 2.000 í Flash Sængurfatnaðurinn er ofinn úr gæða bómullardamask. Yfir 30 tegundir af sængurfatnaði til brúðargjafa. Íslensk hönnun á góðu verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.