Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 44
32 22. júlí 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson > Í SPILARANUM Wavves - King of the Beach Björk / Dirty Projectors - Mount Wittenberg Orca The Drums - The Drums Klassart - Bréf frá París Hljómsveitin The Drums frá Brooklyn í New York hefur fengið góða dóma fyrir sína fyrstu plötu. The Smiths og Joy Division eru á meðal áhrifavalda. The Drums, sem spilaði á Air- waves-hátíðinni í fyrra, var stofn- uð árið 2008 af æskuvinunum Jonathan Pierce og Jacob Gra- ham. Ungir að árum stofnuðu þeir elektró-poppsveitina Goat Explosion, sem ekki fór mikið fyrir. Eftir það fór hvor í sína átt- ina. Pierce stofnaði indí-rokksveit- ina Elkland, sem fékk útgáfusamn- ing hjá risanum Columbia Records, en Graham stofnaði Horse Shoes. Þeir fundu sig ekki alveg í böndun- um tveimur og ákváðu að breyta til og stofna The Drums þar sem meiri áhersla yrði lögð á gítarpopp undir áhrifum frá The Smiths, Joy Division, The Wake og The Zombies. Þeir fengu til liðs við sig trommarann Connor Hanwick og Adam Kessler, fyrrverandi gítar- leikara Elkland, og hófu æfingar af krafti í Flórída. Þeir hljóðrituðu fimmtán lög upp á eigin spýtur, spiluðu á hinum ýmsu klúbbum og söfnuðu peningum svo þeir gætu flutt til New York þar sem auðveld- ara er að koma sér á framfæri. Fyrsta lagið sem The Drums sendi frá sér, Best Friends, vakti nokkra athygli og í desember 2009 setti BBC hljómsveitina í fimmta sæti yfir þær sveitir sem gætu náð frama á þessu ári. Tímaritin NME og Clash Magazine sáu líka hversu efnileg hún var, rétt eins og tón- listarvefurinn Pitchfork. Þar var hún valin bjartasta vonin fyrir árið 2010 af lesendum. Það var síðan í júní síðastliðn- um sem fyrsta plata The Drums kom út hjá Moshi Moshi og Island- útgáfunum. Þar fær léttleikandi gítarpopp með sumarlegum sörf- áhrifum að njóta sín og greinilegt að hinar miklu væntingar til sveitarinnar voru engin tilviljun. „Við semjum aðeins lög þar sem tvær tilfinningar koma við sögu,“ útskýra þeir félagar. „Önnur snýst um fyrsta dag sumarsins þegar þið, þú og allir vinir þínir, stand- ið á bjargbrúninni, horfið á sól- ina setjast og finnið vonir ykkar og drauma hellast yfir ykkur. Hin snýst um það þegar þið eruð ein á gangi í rigningunni og áttið ykkur á að þið verðið ein það sem eftir er.“ Dómarnir fyrir plötuna hafa víð- ast hvar verið framúrskarandi. Til marks um það fær hún 74 af 100 mögulegum í einkunn á síðunni Metacritic.com sem safnar saman gagnrýni úr ýmsum áttum. The Drums hefur verið dugleg við tónleikahald á árinu. Hún hefur hitað upp fyrir Kings of Leon og Florence and the Machine og mun spila víðs vegar um Evrópu það sem eftir er ársins. freyr@frettabladid.is Sumarlegt sörf-gítarpopp THE DRUMS Hljómsveitin The Drums hefur vakið athygli fyrir léttleikandi indí-popp sitt. NORDICPHOTOS/GETTY Nýlega voru tillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í skattamálum birtar í fjölmiðlum. Ein þeirra er að hækka virðisaukaskatt á tónlist úr 7% í 25,5%. Afleit hugmynd. Nú er það þannig að skoðanir fólks á skatta- hækkunartillögum ráðast oft af því hvernig þær koma við það sjálft. Ég hef mikinn áhuga á tónlist og þess vegna væri eðlilegt að draga þá ályktun að andstaða mín við hækkaðan virðisauka- skatt mótist af mínum eigin hagsmunum. Það er þó ekki svo einfalt. Ég er nefnilega sannfærður um að ef þessi hækkun nær fram að ganga mun það hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íslenska tónlistarútgáfu og mun á endan- um ekki skila ríkissjóði auknu fé í kassann. Tónlistarútgáfa í heiminum hefur átt undir högg að sækja að undanförnu vegna ólöglegs niðurhals. Íslensk útgáfa er þar ekki undan- skilin þó að samdrátturinn í sölu á innlendu efni sé minni en á erlendu. Við þetta bætist sá sam- dráttur sem er til kominn vegna minnkandi ráð- stöfunartekna í kjölfar bankahrunsins. Íslenskir útgefendur hafa brugðist við þessum samdrætti með því að lækka kostnað. Gömlu útgáfurnar eins og Sena hafa m.a. fækkað titlum og sett fjárfrekari verkefni í salt. Yngri útgáfur hafa fundið nýjar leiðir til að koma tón- listinni til hlustenda. Ágætt dæmi er Brak-útgáfan sem sérhæfir sig í ódýrum og einföldum plötum. Samhliða þessu hafa tónlistarmenn og útgáfur unnið í að þróa netsölu, m.a. í gegnum Gogoyoko-vefinn og Tónlist.is. Og þrátt fyrir kreppu hefur útgefnum titlum undanfarin tvö ár ekki fækkað að ráði. Og gæðin hafa síst minnkað. Tónlistarútgáfan þolir hins vegar ekki endalausar þrengingar. Hækkun á virðisaukaskatti myndi leiða til verulegra verðhækkana og hruns í sölu á tónlist og mun ekki skila miklu í sameiginlega sjóði landsmanna. Vonandi ber íslensk- um stjórnvöldum gæfa til að fara ekki eftir þessum vondu tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Slæm hugmynd frá AGS ■ Breska reggísveitin UB40 fór á topp bandaríska Billboard- listans með lagið Can‘t Help Falling in Love 24. júlí árið 1993. ■ Lagið var á toppnum í heilar sjö vikur. ■ Can‘t Help Falling in Love er eftir eftir George Weiss, Hugo Peretti og Luigi Creatore og er byggt á Plaisir d’amour eftir Jean Paul Egide Martini. ■ Elvis Presley söng lagið inn á smáskífu árið 1962 við miklar vinsældir. ■ UB40 hafði ekki komist á topp Billboard-listans í tíu ár þegar hljómsveitin kom laginu á toppinn. Árið 1983 kom hljómsveitin laginu Red Red Wine á toppinn víða um heim. ■ Hljómsveitinni tókst ekki að endurtaka leikinn árið 2003 þegar hún gaf út lagið Swing Low. Það komst hæst í 15. sæti breska listans en komst ekki inn á þann bandaríska. ■ UB40 er ein farsælasta hljómsveit allra tíma og hefur selt meira en 70 milljónir platna. ■ Hljómsveitin er enn á fullu og gaf síðast út plötuna Labour of Love IV sem er fjórða platan í Labour of Love-seríunni. TÍMAVÉLIN UB40 MEÐ GAMLAN SLAGARA ÁRIÐ 1993 Á toppinn á tíu ára fresti > PLATA VIKUNNAR Steve Sampling - Milljón mis- munandi manns ★★★ „Ágæt plata sem óhætt er að mæla með fyrir aðdáendur íslenskrar rapptónlistar.“ - tj Hljómsveitin Mammút er á leiðinni í tónleikaferð um Evrópu í samstarfi við Kraum. Sveitin heldur sextán tónleika á sautján dögum í sinni stærstu tón- leikaferð til þessa og fyrstu tónleikarnir verða í Þýskalandi á fimmtudag. Tónleikaferðin er liður í kynningu Mammúts á tónlist sinni og nýjustu plötu, Karkari, í Evrópu með sérstakri áherslu á Þýska- land og þýskumælandi lönd á borð við Austurríki og Sviss. Ferðinni lýkur í Þýskalandi 7. ágúst. Mammút vann Músíktilraunir árið 2004 og hefur síðan þá gefið út tvær plötur sem hafa fengið góðar viðtökur. Tónleikaferð um Evrópu MAMMÚT Hljómsveitin Mammút er á leiðinni í tónleikaferð um Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.