Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 46
34 22. júlí 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is > TEKUR EKKI HVAÐ SEM ER Julia Roberts segist vanda sig mun meira núna en áður þegar hún velur kvikmyndir til að leika í. Roberts segir að handritið verði að vera stórbrot- ið til að hún fái sig í að skilja börnin sín eftir heima og fara í vinnuna. Næsta mynd sem er væntanleg með Juliu Roberts í aðalhlutverki er Eat, Pray, Love. Leikarinn Will Smith segist trúa því að sonur sinn Jaden geti orðið enn meiri stjarna í Hollywood en hann sjálfur. Jaden Smith er í kastljósi kvikmyndabransans eftir hlutverk sitt í Karate Kid. Strákur- inn þótti standa sig vel og mynd- in var vel sótt í Bandaríkjunum. „Myndin fékk meiri aðsókn fyrstu sýningarhelgina en flestar mínar myndir svo ég veit ekki hvort hann vill búa með okkur,“ spaugaði Will Smith, sem áttaði sig fyrst á frægð sonarins þegar hann var kallaður pabbi Karate Kid-stráksins. Jaden Smith, sem er 12 ára, sló í gegn þegar hann lék með föður sínum í myndinni The Pursuit of Happyness árið 2006. Björt framtíð FLOTTIR FEÐGAR Will Smith hefur mikla trú á syni sínum Jaden í kvikmynda- bransanum. FRÉTTABLAÐIÐ/APPHOTO Hugmyndaræningi fær erfiðasta verkefni ferilsins HUGARLEIKUR Í myndinni Inception, sem var frumsýnd hér á landi í gær, er mikið um tæknibrellur og flottar tökur. Heimildarmyndin Babies var frumsýnd í bíóhúsum landsins í gær. Í myndinni fá áhorfendur að fylgjast með fjórum börnum frá ólíkum heimshornum frá því að þau fæðast og þangað til þau taka sín fyrstu skref. Ólíkir menningarheimar eru born- ir saman og mismunandi aðferðir við uppeldi, eftir því hvort maður er alinn upp innan um háhýsin í Japan eða á þurr- um sléttum Mongólíu. Foreldrarnir eiga það sameiginlegt að ala upp manneskj- ur sem munu búa saman í heiminum í framtíðinni. Ponijao er frá Namibíu þar sem börn eru látin skríða í moldinni og mömm- urnar í þorpinu skiptast á að gefa brjóst, og söngur og dans er stór hluti af lífi barnanna. Bayar frá Mongólíu er oft skilinn einn eftir með geitunum, hananum eða kúnum. Hann fær að kenna á því hjá stóra bróð- ur sínum en lærir að standa á eigin fótum í lokin. Mari frá Japan, fer um allt með mömmu sinni, sem ber hana í poka á bakinu í umferðaröngþveitinu í Tókýó, tekur skap- ofsaköst og á foreldra sem sjá ekki sólina fyrir henni. Hattie frá San Francisco er umvafin öllu því helsta barnadóti sem hinn vestræni heimur telur vera eðlilegt og á meðvitaða foreldra sem gefa barninu sínu aðeins það besta. Það er franski leikstjórinn Tomas Balmes sem ásamt tökuliði sínu hefur fylgt börnun- um eftir og ferðast reglulega um heiminn til að ná augnablikum í þeirra lífi. Myndin fær almennt fína dóma hjá gagnrýnendum vestanhafs og blaðamaður New York Times segir myndina meðal annars vera ómót- stæðilega og skylduáhorf fyrir foreldra. Fyrsta árið í lífi barns sýnt í bíóhúsum ÓMÓTSTÆÐILEGUR Ponijao frá Namibíu gefur áhorfendum tækifæri til að sjá hvernig er að vaxa úr grasi í moldarkofa í Afríku. Leikarinn Mark Wahlberg segist elska nýj- ustu mynd sína, The Fighter, eins og barnið sitt. Hann hafi unnið að því að koma mynd- inni í framleiðslu í fjögur ár. Handritið, sem byggt er á raunverulegum atburðum, hafi haft djúp áhrif á hann og myndin sé ein af hans bestu myndum. The Fighter, sem verður frumsýnd í desember í Bandaríkjunum, fjallar um írska boxarann Micky Ward og hvernig honum ásamt bróður sínum tókst að verða atvinnu- maður í íþróttinni. Elskar Boxarann sinn WAHLBERG Segir nýjustu mynd sína The Fighter vera eina af hans bestu hingað til. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Leikarinn Joseph Gordon-Levitt, sem leikur aðstoðarmann Leonardo DiCaprio í Inception, er ekki nýr af nálinni í Hollywood. Þótt hann sé aðeins 29 ára gamall hefur hann leikið í meira en tuttugu ár. Gordon-Levitt er hin dæmigerða barnastjarna. Hann byrjaði ungur að leika í sjónvarpsauglýsingum og fékk hlut- verk í ótal þáttaröðum og kvikmyndum eftir það. Flestir þekkja hann úr hundamyndinni Beethoven, sjónvarpsþáttunum 3rd Rock from the Sun og unglingamyndinni 10 Things I Hate About You. Gordon-Levitt hefur fengið mikið hrós fyrir frammistöðu sína á hvíta tjaldinu að undanförnu en hann hefur verið duglegur að taka að sér hlutverk í litlum sjálfstæðum kvikmyndaverkefn- um. Dagblaðið New York Times sagði hann vera einn mest spennandi leikara dagsins í dag. Kappinn er því ein af fáum barnastjörnum sem ná að slá í gegn eftir kynþroska. BARNASTJARNA Inception, nýjasta afkvæmi leikstjórans Christophers Nolan er sögð brjóta blað í kvikmyndasögunni og vera eins konar blanda af James Bond og Matrix. Gagnrýnendur keppast við að lof syngja myndina sem hefur fengið afbragðs- dóma í mörgum miðlum. Myndin á það sameiginlegt með söguþræði hennar að brjótast inn í hugarheim áhorfandans. Sofandi manneskja er fullkom- ið fórnarlamb. Sérstaklega fyrir ræningja. Dom Cobb er sá færasti í faginu. Hann læðist inn og tekur það sem manni er kærast. Cobb rænir draumum og hugmyndum úr hugum manna. Leikarinn Leon- ardo DiCaprio leikur hugmynda- ræningjann Cobb sem vinnur fyrir auðvaldið og er eftirlýstur af rík- inu. Hann hefur fórnað öllu fyrir vinnuna en er nú farinn að vilja lifa eðlilegu lífi. Hann fær þau skila- boð að vinni hann eitt lokaverkefni muni hann endurheimta líf sitt. Verkefnið er samt hægara sagt en gert að leysa því Cobbs og hans teymi þurfa að planta hugmynd í stað þess að ræna henni. Hinn full- komni glæpur ef vel tekst. Í myndinni leikur einnig Ellen Page, en Page var einmitt tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt sem barnshafandi táningurinn í Juno. Franska fegurðardísin Mar- ion Cotillard fer með hlutverk eig- inkonu Leonardo og hinn ungi leik- ari Jospeh Gordon-Levitt leikur aðstoðarmann DiCaprio. Inception er hugarfóstur leik- stjórans Christophers Nolan. Hann leikstýrir, framleiðir og skrifar handritið sjálfur að mynd- inni. Nolan er meðal annars þekkt- ur fyrir myndirnar Memento og síðustu tvær Batman-myndirnar. Vinnan við Inception hófst fyrir tíu árum og átti upphaflega að vera hryllingsmynd um draumræningja. Nolan segist sjálfur hafa verið mjög upptekinn af draumum frá 16 ára aldri og vildi komast að því hvort hægt væri að stjórna hvað færi um heilann í fólki á meðan það svæfi. Gagnrýnendur vestanhafs eru flestir sammála um að myndin sé meistaraverk. Rolling Stone gefur henni fjóra og hálfa stjörnu af fimm mögulegum og segir hana vera kærkomna nýjung í kvik- myndaflóruna. alfrun@frettabladid.is Leikstjórinn David Fincher er enn að leita í Hollywood að leikkonu sem getur farið með hlutverk Lisbet Salander í bandarískri end- urgerð af sænsku myndinni Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson. Fincher á í hinum mestu erfiðleikum enda mun mikið mæða á leikkonunni sem fær að gera flókn- um karakter Salander skil. Margar hafa verið orðaðir við hlutverk- ið eins og Ellen Page úr Juno, Mia Wasikowska úr Lísu í Undralandi og Natalie Portman. Sú sem þykir lík- legust til að hreppa hnossið núna er samt leikkonan Carey Mulligan. Hún hefur ekki leikið í mörgum stórmyndum en Fincher mun ekki vilja leikkonu í hlutverkið sem er of fræg. Á vefsíðunni IMDB er greint frá því að búið sé að ráða Daniel Craig í hlutverk ráðagóða blaðamanns- ins Mikael Blomkvist og að áætluð frumsýning sé árið 2012. Leitin mikla að Salander LEÐURKLÆDDI TÖFFARINN Bandaríkjamenn virðast eiga í mestu vandræðum með að ráða í hlutverk Lisbet Salander. CAREY MULLIGAN Sú sem þykir líklegust til að fá hlutverkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.