Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 50
38 22. júlí 2010 FIMMTUDAGUR Leikarann Ashton Kutcher dreymir um að leika í vestra. „Mig langar rosalega til að leika einhvern tímann í virkilega rykug- um og sóðalegum vestra. En ég veit ekki hvort það verð- ur að veruleika því fólk er hætt að horfa á vestra. Ef tækifær- ið byðist myndi ég samt stökkva á það,“ sagði Kutcher, sem er 32 ára. Hann leikur á móti Kath- erine Heigl í sinni nýjustu mynd, Killers. „Hún veit upp á hár hvað hún vill gera á töku- stað og hvað hún vill ekki gera. Hún skilar alltaf sínu,“ sagði hann um Heigl. Vestri efstur á óskalista Kutchers ASHTON KUTCHER Vestri er efstur á óskalistanum hjá leikaranum Ashton Kutcher. Sálarkvartettinn Moses Hightower heldur tónleika á Akureyri annað kvöld. Hljóm- sveitin er að fylgja eftir plötu sinni Búum til börn sem kom út fyrir stuttu en hana skipa, Magn- ús Tryggvason Eliassen, Andri Ólafsson, Daníel Friðrik Böðv- arsson og Steingrímur Karl Teague. Platan hefur fengið góða dóma og hljómsveitin farið mik- inn í tónleikahaldi í sumar. Á tónleikunum, sem verða haldnir á skemmtistaðnum Græna hattinum, kemur einnig fram hljómsveitin Song for Wendy en hana skipa söngkon- an Bryndís Jakobsdóttir og hinn danski Mads Mouritz. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og miðaverð er 1000 krónur. Moses Hightower mun einnig spila nokkur lög á morgun í versl- uninni Eymundsson á Akureyri klukkan 17. Móses til Akureyrar MOSES HIGHTOWER Heldur tónleika fyrir norðan um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Leikarinn George Clooney fær Emmy-verðlaun afhent í lok ágúst fyrir starf sitt í þágu mannúðar- mála. Hann er fjórði aðilinn sem fær þessi verðlaun. Hinir eru þau Bob Hope, Oprah Winfrey og Bill Cosby. Formaður Emmy-nefndarinnar sem valdi leikarann segir að valið hafi ekki verið erfitt og að Clooney hafi verið augljós kandítat. Hann fær verðlaunin fyrir sjónvarpssöfn- un sína Hope For Haiti sem átti sér stað í janúar. Hann tók einnig þátt í að safna fé fyrir fórnarlömb felli- bylsins Katrinar og hefur sömu- leiðis vakið athygli almennings á þjóðarmorðinu í Darfúr-héraði. Emmy-verðlaunin verða afhent í 62. sinn í Los Angeles 29. ágúst. Clooney fær Emmy GEORGE CLOONEY Hollywood-leikarinn hlýtur Emmy-verðlaun fyrir starf sitt í þágu mannúðarmála. Leikkonurnar Jennifer Aniston og Sandra Bullock hafa báðar þurft að hafa afskipti af svoköll- uðum eltihrellum að undanförnu. Aniston hefur fengið nálgunar- bann sett á mann sem telur sig eiga í ástarsambandi við hana. Maður- inn er 24 ára og var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa sést með einangrunarlímband, eggvopn og bréf til Aniston. Hann er sagð- ur hafa leikkonuna á heilanum og vera algjörlega úr takti við raun- veruleikann. Hann ók langa leið til að hafa uppi á Aniston í von um að kvænast henni. Stutt er síðan Sandra Bullock fékk tímabundið nálgunarbann sett á 45 ára gamlan mann sem hefur elt hana á röndum frá árinu 2003. Þá fékk Bullock fyrsta nálg- unarbannið sett á hann. Það rann út í fyrra og hefur nú verið end- urnýjað. Bullock hefur ekki bara áhyggjur af sjálfri sér heldur einnig Louis Bardo Bullock, sjö mánaða barni sem hún er um þessar mundir að ættleiða. Leikkonur eltar á röndum HUNDELTAR Eltihrellir Jennifer Aniston ók langa leið í von um að kvænast henni og Sandra Bullock hefur fengið nálgunarbann á sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.