Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 22. júlí 2010 41 Leikkonan Eva Mendes segir að það sé meira í sig spunnið en bara útlitið. Hún er engu síður dugleg við að nota fegurðina til að koma sér áfram í kvikmyndabransan- um. „Ég er sátt við kvenleika minn og kynþokka og ég notfæri mér útlitið hvort sem ég er að leika á móti Denzel Washington í Train- ing Day eða í auglýsingaherferð fyrir Calvin Klein,“ sagði Mendes, sem er 36 ára. „Ég er mjög stolt af þessu öllu saman. Mér líður vel í eigin skinni en útlitið er samt ekki allt. Ég les líka bækur hvort sem þið trúið því eða ekki.“ Hefur meira en fegurðina Liam Gallagher, fyrrverandi söngvari Oasis og núverandi söngvari Beady Eye, segist hafa verið með John Lennon á heilan- um síðan hann var átta ára. Þá sá hann myndband við Lennon- lagið Imagine í sjónvarpinu. „Ég var átta ára og man að ég kom niður stigann og sá Imagine í sjónvarpinu,“ sagði Gallagher. „Ég er hrifinn af rödd Lennons, þetta snýst allt um hana. Mér er alveg sama þótt hann hafi barist fyrir friði eða verið ástfanginn af Yoko. Ég er bara hrifinn af rödd- inni hans. Hún hreyfir við mér. Hún getur gert mig sorgmæddan, glaðan, reiðan eða hvað sem er.“ Með Lennon á heilanum LIAM GALLAGHER Fyrrverandi söngvari Oasis hefur verið með John Lennon á heilanum síðan hann var átta ára. EVA MENDES Mendes segir að það sé meira spunnið í sig en bara gott útlit. „Þetta er samvinnuverkefni tíu hönnuða sem ákváðu að opna verslun á eigin vegum svo hægt væri að halda verðinu niðri. Okkur fannst líka sniðugt að standa saman í þessu þar sem það er minni fjárhagsleg áhætta fyrir hvern og einn auk þess sem fyrirkomulagið hentar okkur vel. Við skiptum á milli okkar vökt- um og því gefst meiri tími til að sinna hönnunarvinnu,“ útskýrir Ásgrímur Már Friðriksson, en hann er á meðal þeirra hönnuða sem opna verslunina Kiosk Búð- ardóttur við Laugaveg 33. Ásgrímur Már segir hönnuð- ina sjálfa hafa tekið að sér hlut- verk iðnaðarmanna og hafi blóð, sviti og tár farið í að hanna versl- unina. „Við stóðum sjálf í því að taka allt húsnæðið í gegn og við erum afskaplega stolt af verslun- inni. Þetta er gamalt hús og það var mikið sparslað,“ segir hann og hlær. Auk Ásmundar Más munu hönnuðirnir Eygló Lárusdóttur, Rebekka Jónsdóttir, Sævar Mark- ús, Ýr Þrastardóttir, Arna Sig- rún Haraldsdóttir, Hlín Reykdal, María Sigurðardóttir og Edda og Sólveig Guðmundsdætur selja hönnun sína í versluninni. Sérstakt opnunarteiti verð- ur haldið í tilefni opnunarinnar og hefst gamanið klukkan 17.00 í dag. Danski plötusnúðurinn Dj Djuna Barnes mun leika létta tóna og veitingar verða í boði. - sm Ungir hönnuðir opna verslun KIOSK BÚÐARDÓTTIR Tíu efnilegir hönnuðir opna saman verslunina Kiosk Búðardóttur. Á myndina vantar Rebekku Jónsdóttur, Ýr Þrastardóttur og Sævar Markús. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.