Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 54
42 22. júlí 2010 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni, keppir í dag og á morgun í sjöþraut á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri sem fram fer í Monc- ton í Kanada. Helga er framarlega í sínum aldursflokki í sjöþraut og það verður fróðlegt að fylgjast með henni á mótinu. „Maður er búinn að vera að hugsa um þetta mót síðasta árið og maður trúir því varla að það sé komið að þessu,“ sagði Helga Mar- grét. Hún keppti í sinni fyrstu þraut í Ísrael á dögunum og fékk þá 5.757 stig en Íslandsmetið hennar er 5.875 stig frá því í fyrra. „Ég myndi ekki vilja vera að fara í gegnum fyrstu þrautina á árinu á þessu móti og það var mjög gott að fara í gegnum þessa þraut í Ísrael þótt að hún hafi ekki gengið stóráfallalaust. Mér finnst ég vera í miklu betra standi núna en þá. Ég hlakka mikið til og geta varla beðið eftir því að byrja,“ segir Helga Margrét. Helga Margrét er með þriðja besta árangurinn af þeim 28 stelpum sem taka þátt í mótinu en segist ekki vera að hugsa um það hvort hún komist á pall. „Ég hugsa ekkert út í það. Ég reyni að hugsa um að ná mínum markmiðum í hverri grein fyrir sig og svo koma bara stigin í ljós þegar ég kem í mark eftir 800 metra hlaupið. Ég er ekki búin að skoða keppinautana og ætla ekki að gera það. Ég er komin hingað til að gera mitt besta og svo kemur bara í ljós hver verður best í lokin,“ segir Helga en bæði meiðsli og matareitrun hafa truflað hana í undirbúningi sínum á þessu ári. „Þetta er búið að vera svolítið erfitt síðasta árið og ef ég segi alveg eins og er þá er ég ekki eins vel undirbúin og ég hefði viljað vera,“ segir Helga. „Það er frábært að vera hérna. Ég er að koma til Kanada í fyrsta skiptið og fæ að keppa á móti öllum þessum frábæru stelpum. Ég er líka í svo góðum félagsskap því systir mín er hérna með mér. Mamma gaf mér það að borga undir hana,“ segir Helga, en elsta systir hennar, Sigur- björg, fór með til Kanada. HELGA MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR: Á MÖGULEIKA Á AÐ KOMAST Á PALL Í SJÖÞRAUT Á HM 20 ÁRA OG YNGRI Mamma gaf mér það að bjóða systur minni með > Fyrsti leikur Rúnars í KR-útvarpinu KR-ingar spila í dag seinni leikinn sinn við FK Karpaty L’viv í 2. umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar. FK Karpaty vann fyrri leikinn 3-0 á KR-velli í síðustu viku og KR-liðið á því ekki mikla möguleika á að komast áfram. Rúnar Kristinsson mun þarna stjórna sínum fyrsta leik síðan hann tók við stöðu Loga Ólafssonar sem var sagt upp á mánudaginn. KR-útvarpið stefnir að því að vera með beina útsendingu frá leiknum en hann hefst klukkan 16.15 á íslenskum tíma. Útsend- ing hefst klukkan 16.00. Þetta er 289. útsending KR-útvarpsins frá upphafi en sent er út á tíðninni 98,3. FÓTBOLTI „Við erum að skrifa sögu Breiðabliks, þetta er stærsti leik- ur ársins þar sem það er gríðar- lega mikið í húfi fyrir mig, alla í liðinu og félagið,“ segir fyrirliðinn Kári Ársælsson um leikinn gegn Motherwell í kvöld. Blikar taka nú í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni. Blikar töpuðu fyrri leiknum úti 1-0 og þurfa því að sækja í kvöld. „Við settum fáa menn í sóknina úti þar sem við vildum ekki vera búnir að tapa einvíginu fyrir seinni leik- inn. Við gerum eflaust einhverj- ar breytingar og við eigum góða möguleika. Við megum bara ekki fá á okkur mark,“ segir Kári. Fyrirliðinn segir að Mothwer- well yrði ofarlega í íslensku deild- inni en helsti munurinn á liðunum sé að þeir séu atvinnumenn sem æfa meira. „En mér finnst þeir ekki endilega framar í tækni eða neitt slíkt. Þeir eru með gott lið og þetta verður ekki auðvelt, hlutirnir verða að falla svolítið með okkur. Við erum litla liðið og það er bara fínt,“ segir Kári. „Ég ætla ekki að breyta neinu,“ segir þjálfarinn Ólafur Kristjáns- son um mögulegar breytingar frá fyrri leiknum. „Þetta snýst ekki um að fara í meiri sóknarleik. Við þurfum að halda þeim frá því að skora, annars þurfum við að skora þrjú sem er erfitt. Áherslurnar verða svipaðar,“ segir þjálfarinn. Blikar hafa verið duglegir að skora í sumar og er Ólafur viss um að liðið fái sín færi. „Við höfum fengið færi í öllum leikjunum í sumar. Við þurfum kannski að vera aðeins kaldari en í fyrri leiknum til að fá færin en við höfum skor- að nóg í sumar. Það er annað yfir- bragð á þessum leik en deildar- leikjunum, þetta eru tveir leikir og þeir eru yfir núna. Ég er viss um að þeir vilja skora snemma til að opna okkur og klára nánast leikinn.“ Hann vill að sínir menn geri það vel sem þeir eru góðir í að gera en Skotarnir eru kokhraust- ir fyrir leikinn. Tom Hateley segir að sjálfstraustið í liðinu sé mikið. „Við trúum því að við getum unnið leikinn og við erum ekki að fara að pakka í vörn. Við trúum því að við getum skorað eitt, tvö eða þrjú mörk á Íslandi.“ Ólafur segir að hann hafi sínar aðferðir til að halda spennustig- inu réttu. Óneitanlega er mikið í húfi hjá Blikum og liðið ekki verið í þessari stöðu áður. „Maður finnur ekki spennustigið fyrr en í klefan- um á leikdag. Það hefur ekki verið vandamál að halda því réttu og verður það ekki núna. Við höfum unnið vel í andlega þættinum hjá okkur,“ segir þjálfarinn sem segir að Motherwell sé klárlega sterkasta lið sem Blikar hafi mætt á árinu. „Þetta eru ólík lið, þeir eru mjög öflugir. Þeir eru klárlega með sterkasta lið sem við höfum mætt í ár. En við ætlum að vera betri en þeir í þessum leik. Við sett- um okkur markmið fyrir mótið að vinna einn leik í Evrópukeppninni og við erum ekki búnir að vinna hann enn þá. Nú fáum við tækifæri til þess, við ætlum okkur áfram,“ segir þjálfarinn. hjalti@frettabladid.is Bara fínt að vera litla liðið Breiðablik brýtur blað í sögu sinni í kvöld þegar það spilar sinn fyrsta Evrópu- leik á heimavelli. Liðið þarf að yfirvinna eins marks mun gegn skoska liðinu Motherwell. „Við fáum alltaf færi og við þurfum að nýta þau,“ segir þjálfarinn. AFSLAPPAÐIR Fyrirliðinn Kári Ársælsson og þjálfarinn Ólafur Kristjánsson voru afslappaðir seinni partinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA FÓTBOLTI Búið er að selja um þús- und miða af þeim 1.340 sem í boði eru á leik Breiðabliks og Mother- well í kvöld. Forráðamenn Blika sögðu við Fréttablaðið í gær að um 150 stuðningsmenn Mother- well myndu horfa á leikinn úr gömlu stúkunni á Kópavogsvelli. Aðeins er leyfilegt að selja í sæti á Evrópuleikjum og því komast aðeins 1.340 að í nýju stúkuna. „Það kæmi mér á óvart ef fólk fjölmennir ekki á leik- inn. Þetta er fyrsti Evrópuleikur Breiðabliks og staðan er nokk- uð jöfn sem er ekki alltaf raun- in með íslensk lið. Ég sé enga ástæðu til að sitja heima,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, en honum verður að ósk sinni þar sem væntanlega verð- ur uppselt á leikinn sem hefst klukkan 19.15. Fyrir þá sem ekki komast á leikinn er hægt að sjá hann á net- inu, á heimasíðunni www.livef- romIceland.com, en þar kostar 1.500 krónur að fá aðgang á leikinn. - hþh Breiðablik-Motherwell í kvöld: Þúsund miðar seldir í stúkuna FÓTBOLTI Breiðablik þarf að horfa til Hafnarfjarðar í leit að íslensku liði sem hefur slegið út skoskt lið í Evrópukeppni. Það var FH sem sló út Dunfermline árið 2004 eftir hörku einvígi. KR er eina félagið sem hefur unnið leik gegn skosku félagi utan FH, það var gegn Kilmarnock árið 1999. Þórhallur Hinriksson skoraði þá gott skalla- mark á lokasekúndum leiksins eftir sendingu frá Guðmundi Benediktssyni. Íslensk lið hafa háð tólf einvígi gegn skoskum félögum en aðeins unnið eitt þeirra og tvo leiki af 25. Fjórum leikjum hefur lyktað með jafntefli en 19 tapast, nú síð- ast í viðureign Blika gegn Mother- well í fyrri leiknum úti. - hþh Íslensk lið gegn skoskum: Aðeins FH hef- ur unnið einvígi Íslensk lið gegn skoskum: KR: 1967: Aberdeen (1-14) 1999: Kilmarnock (1-2) Keflavík: 1973: Hibernian (1-3) 1975: Dundee United (0-6) Valur: 1975: Celtic (0-9) 1993: Aberdeen (0-7) ÍA: 1983: Aberdeen (2-3) 1985: Aberdeen (2-7) 1995: Raith Rovers (2-3) FH: 1990: Dundee United (3-5) 2004: Dunfermline (4-3) ÍBV: 2000: Hearts (0-5) HRESSIR Stuðningsmenn Blika ætla að vera heitir í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SIGUR Sverrir Garðarsson í fyrri leiknum gegn Dunfermline sem lauk 2-2. FH vann seinni leikinn 1-2. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Stuðningsmenn Blika bíða í ofvæni eftir leiknum gegn Motherwell í kvöld. Þeir ætla að hittast á Players klukkan 12 en þar verður dagskrá frá klukk- an 15. Klukkan 18 verður svo boðið upp á andlitsmálningu og eru Blikar greinilega staðráðnir í að styðja sína menn til sigurs í kvöld. - hþh Stór dagur hjá Blikum: Hitað upp frá hádegi FÓTBOLTI FH hefur lokið keppni í Meistaradeild Evrópu eftir 0-1 tap á heimavelli gegn BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi og 6-1 samanlagt. Verkefni FH-inga var vonlaust áður en blásið var til leiks en liðið tapaði fyrri leiknum ytra, 5-1. Stuðningsmenn FH áttu líka hvorki von á spennandi né áhugaverðum leik enda mættu afar fáir á völlinn. Ef einhverjir gerðu sér vonir um kraftaverk gátu hinir sömu farið heim eftir um stundar- fjórðungsleik. Þá skoraði BATE fyrsta mark leiksins. Þrumufleygur frá Radzionau fyrir utan teig sem Gunnleifur náði ekki að verja. Leikurinn dó í raun eftir markið og var nú ekki rishár fram að marki. Bæði lið hættu að spila af einhverjum krafti og úr varð göngu- bolti af allra leiðinlegustu gerð. Menn nenntu ekki einu sinni að brjóta á andstæðingnum. Það skein úr hverju andliti að menn vildu klára þetta augljóslega leiðinlega verkefni í augum liðanna. „Við mátum það þannig að þar sem þetta er sterkt lið sem vann okkur stórt síðast að vera ekki of æstir í upphafi. Þeir kunna nefnilega að refsa þegar slitnar á milli varnar og miðju. Við reyndum síðan meira í seinni hálfleik en þetta var búið eftir leikinn í Hvíta-Rússlandi,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, en margir af hans mönnum virtust vera farnir að hugsa um leikinn gegn Haukum um næstu helgi. Það var furðulegt að sjá hið fína knatt- spyrnulið FH vera eins og litla gutta í hönd- unum á Hvít-Rússunum. Hafnfirðingar höfðu nákvæmlega enga trú á verkefninu eða eigin getu og veittu enga mótspyrnu á neinum svið- um. Þetta var grátlega lélegt. Þó svo BATE sé klárlega betra lið þá er FH ekki þetta lélegt. Frammistaða FH í gær var þeim ekki til sóma og það verður seint sagt að þeir hafi fallið úr leik með sæmd. Þetta var langt frá því að vera boðlegt. - hbg Andlaust og máttlítið lið FH tapaði öðru sinni gegn BATE Borisov í Meistaradeildinni: Afar átakalítill sigur gegn döpru FH-liði MIKLU GRIMMARI FH-ingar litu út eins og smástrákar gegn BATE í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Þróttarar rifu sig upp úr fallsæti með góðum sigri á HK á Laugardalsvellinum í gær. Þeir gátu ekki spilað á Valbjarnarvell- inum líkt og venjulega þar sem Rey-Cup mótið hófst þar í gær. HK komst yfir þegar Birgir Magnússon skoraði en Hjörvar Hermannsson jafnaði aðeins þremur mínútum síðar. Hörður Bjarnason kom Þrótti yfir og Hjörvar skoraði svo aftur. Seinni hálfleikur var öllu rólegri en Aaron Palomares minnkaði muninn í 3-2 á lokasek- úndunum. Það dugði ekki til og 3- 2 sigur Þróttar niðurstaðan. Liðið er nú með fjórtán stig í sjöunda sæti, einu minna en HK. - hþh 1. deild karla í knattspyrnu: Þróttur fór upp um þrjú sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.