Fréttablaðið - 23.07.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.07.2010, Blaðsíða 8
8 23. júlí 2010 FÖSTUDAGUR SAMGÖNGUR Verð á innanlandsflugi hefur hækkað mikið á síðustu árum. Flug frá Reykjavík til Akureyrar aðra leið hefur hækkað úr rúmum 3.000 krónum, þegar það var lægst árið 1997, upp í tæpar 12.000 krónur sem það er í dag. Er þetta um 400 prósenta hækkun. Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, segir ástæður verðþróunarinnar vera margþætta. „Laun hafa hækkað mikið á þessum tíma eins og verðlag almennt,“ segir Árni. „Flug- vélabensín hefur líka hækkað gífurlega. Árið 2008 fór það upp í 1.400 dollara á tonn- ið. Í dag kostar tonnið sjö til átta hundruð dollara.“ Árni segir dýfuna sem verðið tók árið 1997 útskýrast af afnámi sérleyfa í flugi, frá og með fyrsta júní það ár. Þá kom flug- félagið Íslandsflug með fullum þunga inn á markaðinn og margt breyttist, bæði í sam- göngum og verði. Árni segir fyrirtækin hafa tapað um einum og hálfum milljarði á næstu tveimur til þremur árum. „Innanlandsflugið hér á landi er mjög hagkvæmt miðað við í nágrannalöndunum,“ segir Árni. „Það orsakast sennilega af því að hér á landi er flug mun meiri almenn- ingssamgöngur heldur en í Skandínavíu. Við erum auðvitað ekki með lestir eða neitt slíkt.“ - sv FRÉTTASKÝRING Hvernig fór Björgólfur Thor Björgólfsson frá því að reka gosverksmiðju í Rússlandi til þess að semja við lánardrottna um 1.200 milljarða króna skuldir? Eins og greint hefur verið frá tókst Björgólfi Thor Björgólfssyni að bjarga sér frá gjaldþroti með samningum við lánardrottna sína fyrr í vikunni. Hann reiknar með að tæplega 1.200 milljarða skuld hans verði greidd eftir um það bil fimm ár, en þangað til mun hann starfa fyrir lánardrottnana. Þetta er hátt fall fyrir mann sem áður stóð í ótrúlega umfangsmiklum viðskiptum hér á landi og erlendis og var, þar til íslensku bank- arnir hrundu, á lista Forbes yfir ríkustu menn í heimi. Viðskiptaferill Björgólfs, sem er 43 ára, hófst fyrir alvöru í Rússlandi árið 1993. Hann flutti ásamt föður sínum, Björgólfi Guðmunds- syni, til Sankti Pétursborgar. Feðgarnir og við- skiptafélagi þeirra fluttu með sér gamla gos- verksmiðju frá Íslandi og framleiddu áfengt gos. Pepsí keypti síðar verksmiðjuna af þeim og notuðu þeir kaupverðið til að kaupa bjór- verksmiðju í Rússlandi. Bjórverksmiðjan óx og dafnaði og að lokum keypti Heineken verk- smiðjuna árið 2002. Ýmsum sögum fer af störfum Björgólfanna í Rússlandi, og í breskum fjölmiðlum hefur meðal annars verið fjallað um meint tengsl þeirra við rússneska mafíu. Feðgarnir hafa vísað þeim ásökunum á bug. Umsvif Björgólfs á Íslandi hófust að segja má árið 2000 þegar hann eignaðist stóran hlut í lyfjafyrirtækinu Actavis. Björgólfur flutti heim til Íslands eftir að rússneska bjórverksmiðjan var komin í eigu Heineken, og í kjölfarið stofnaði hann Samson Holding ásamt föður sínum og viðskiptafélög- um. Samson keypti ráðandi hlut í Landsbank- anum þegar bankinn var einkavæddur, en þau kaup hafa alla tíð síðan verið harðlega gagn- rýnd. Meðal annars hefur verið fjallað um þau rök stjórnmálamanna frá þeim tíma að Björgólf- arnir kæmu með háar fjárhæðir frá útlöndum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fengu þeir þess í stað lán hjá Búnaðarbankanum fyrir kaupum sínum í Landsbankanum. Varla er hægt að nefna Björgólf Thor á nafn án þess að geta einnig um fjárfestingar- félag hans, Novator. Björgólfur Thor notaði Novator til fjárfestinga hér á landi jafnt sem erlendis. Novator eignaðist til dæmis ráðandi hlut í Búlgarska landsímanum, meirihlutann í tékknesku fjarskiptafyrirtæki og stóran hlut í finnsku fjarskiptafyrirtæki. Árið 2009 kom fram í grein í blaðinu Tíund, sem gefið er út af Ríkisskattstjóra, að víðtækt og oft á tíðum torséð net félaga hafi legið í kringum Björgólf Thor. Í Lúxemborg voru til dæmis skráð níu mismunandi Novator-félög; Novator Pharma, Novator Pharma I, Novator Finco, Novator Finance Bulgaria, Novator Medical Sweden, Novator Telecom Poland, Novator Telecom Bulgaria, Novator Credit Luxembourg og Novator Telecom Finland. Þar voru fyrirtæki tengd Björgólfi Thor einnig sögð tengjast skattaskjólum á borð við Caym- an-eyjar, Gíbraltar, Guernsey og Tortóla. Björgólfur stýrði einnig öðru félagi sem fór mikinn fyrir hrun, fjárfestingarbankanum Straumi-Burðarási. Straumur var stærsti fjár- festingarbanki landsins, og var fallið því þungt þegar félagið fór í þrot eftir hrun bankakerfis- ins haustið 2008. Árið 2005 var Björgólfi Thor afar hagstætt. Hann naut mikillar velgengni í viðskiptum og fréttir af viðskiptum hans voru áberandi. Hann komst á lista Forbes yfir ríkustu menn heims, og var valinn viðskiptamaður ársins af álitsgjöfum Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins. Ári síðar opnaði Landsbankinn svo hina alræmdu Icesave-reikninga í Bretlandi. Þeim lýsti Sigurjón Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, sem „tærri snilld“ með eftir- minnilegum hætti í viðtali við Fréttablaðið. Björgólfur sat ekki í stjórn bankans þegar stofnað var til Icesave-reikninganna, en var stór hluthafi í bankanum í gegnum félög sín. Novator eignaðist svo lyfjafyrirtækið Acta- vis að fullu með skuldsettri yfirtöku árið 2007. Það sama ár stofnaði Novator íslenska síma- fyrirtækið Nova. Björgólfur hefur verið milli tannanna á fólki undanfarið vegna tæplega helmings hlutar hans í Verne Holding, sem hyggst reisa gagna- ver í Reykjanesbæ. Eftir samninga hans við lánardrottna er ljóst að hagnaður hans af því fyrirtæki rennur beint í þeirra vasa. Ómögulegt er að segja hvort Björgólfur Thor mun ná sér á strik eftir hrun íslensku bank- anna. Eins og fram hefur komið nema skuld- ir hans um 1.200 milljörðum króna, og munu arður af eignum og hagnaður af sölu þeirra næstu árin renna upp í þær skuldir. Í tilkynningu frá Björgólfi kemur fram að hann reikni með að hlutur hans í Actavis muni einn og sér greiða upp þær skuldir, og ríflega það. Tíminn mun leiða í ljós hvort það er rétt mat. brjann@frettabladid.is 1. Hvað voru margir atvinnu- lausir á öðrum ársfjórðungi 2010? 2. Á hvaða hátíð ætlar Raggi Bjarna að troða upp um versl- unarmannahelgina? 3. Hvaða landsliðskonur í knattspyrnu fóru saman í lax- veiði á dögunum? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 STJÓRNMÁL Það væri óheppilegt að fá Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur, fyrrverandi utanríkis- ráðherra, til að leiða rannsókn á vegum Samein- uðu þjóðanna (SÞ) á meintum mannréttinda- brotum Ísraels, að mati Grétars Mars Jónsson- ar, fyrrverandi þingmanns Frjálslynda flokksins. Grétar hefur sent mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóðanna bréf þar sem hann gerir grein fyrir þessari afstöðu sinni. Hann telur Ingibjörgu óheppilegan val- kost þar sem hún hafi ekki brugð- ist við mannréttindabrotum í fiskveiðistjórnunarkerfinu í tíð sinni sem formaður Samfylking- arinnar og utanríkisráðherra. - bj Varar við Ingibjörgu Sólrúnu: Óheppilegt að hún rannsaki GRÉTAR MAR JÓNSSON VIÐSKIPTI Samið hefur verið um endurfjármögnun lyfjafyrir- tækisins Actavis Group í sam- vinnu við lánar- drottna. Við endurskipu- lagninguna mun Claudio Albrecht, sem nýlega var ráð- inn forstjóri félagsins, taka samhliða við starfi starfandi stjórnarfor- manns. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að áfram verði stefnt að vexti félagsins, eink- um í Suður-Evrópu, Japan, Mið- Austurlöndum og Norður-Afríku. Félagið muni leggja áherslu á líftæknilyf, sem séu dýr í þróun og krefjist því sterkrar fjárhags- stöðu. - bj Actavis endurfjármagnað: Forstjóri mun stýra stjórninni CLAUDIO ALBRECHT Umdeildur viðskiptajöfur Björgólfur Thor Björgólfsson hefur samið um greiðslu 1.200 milljarða króna skuldar við lánardrottna. Fer- ill hans hófst með framleiðslu á áfengu gosi í Rússlandi, en komst á flug eftir einkavæðingu Landsbankans. FALLIÐ Björgólfur Thor Björgólfsson átti ásamt bankastjórum Landsbankans og fleirum næturfundi með stjórn- völdum í aðdraganda bankahrunsins. Nærri lét að hann yrði gjaldþrota vegna hrunsins, en hann hefur nú náð að semja um skuldauppgjör. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ■ Fæddur 19. mars 1967. ■ Stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 1987. ■ BS-gráða í fjármálum frá New York háskóla. ■ Flutti til Rússlands 1993 og kom á laggirnar gosframleiðslu. Stofnaði síðar bjórverksmiðju í Rússlandi. ■ Verður stjórnarformaður Actavis í kjölfar kaupa á stórum hlut í félaginu árið 2000. ■ Samson Holding, félag Björgólfs Thors og viðskiptafélaga hans, kaupir ráðandi hlut í Landsbankanum árið 2002. ■ Novator og Straumur-Burðarás, félög í eigu Björgólfs Thors og viðskiptafélags hans, fjárfesta í fjölmörgum fyrirtækjum, til dæmis búlgarska landsímanum, tékknesku fjarskipta- fyrirtæki og finnsku fjarskiptafyrirtæki. ■ Kemst í hóp ríkustu manna heims árið 2005, og er valinn í hóp ungra leiðtoga í heiminum sem funda í Davos í Sviss það sama ár. ■ Novator eignast Actavis að fullu með skuld- settri yfirtöku árið 2007. ■ Verður nærri því gjaldþrota eftir að bankakerfið hrynur haustið 2008. Ferill Björgólfs Thors í hnotskurn Fimm létust í rútuslysi Fimm manns létust og margir særðust þegar rúta lenti í árekstri á hraðbraut í Kaliforníu í gær. Rútan var á leið frá Los Angeles til Sacramento. Bílstjóri rútunnar var að sveigja fram hjá öðrum árekstri og missti stjórn á bílnum. BANDARÍKIN Verð á innanlandsflugi hér er svipað og annars staðar á Norðurlöndunum: Um 400 prósenta hækkun á þremur árum Lausleg verðathugun, gerð 22. júlí 2010, af afslátt- arsíðunni Skyscanner.net. Öll flug eru bókuð 30. júlí 2010 og eru svipuð að lengd. Billund – Köben: 6.570 kr. Cimber Air – 45 mín. Bergen – Ósló: 7.212 kr. Norwegian Air – 50 mín. Reykjavík – Akureyri: 9.130 kr. Flugfélag Íslands – 45 mín. Gautaborg – Stokkhólmur: 9.346 kr. Malmö Aviation – 55 mín. Verð á Norðurlöndum VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.