Fréttablaðið - 23.07.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.07.2010, Blaðsíða 10
 23. júlí 2010 FÖSTUDAGUR 13.990 VNR. 94990000 Soda Stream SODA STREAM tæki, eitt 60 lítra gashylki og 1 lítra plastflaska fylgja. *Tökum aðeins eitt gamalt Soda Stream tæki upp í eitt nýtt tæki frá BYKO. Gamla gashylkið verður að fylgja tækinu þegar því er skilað inn. Hagkvæmt fyrir heimilið! SVALANDI Í SUMAR! Tökum gamla So da Stream tækið upp í kaup á nýju tæki að andvirði kr. 3 .500* eða skattalækkun því að vextir hækka sem dregur úr umsvifum einkaaðila. Því er peningamála- stefnu yfirleitt frekar beitt til örv- unar. Við núverandi kringumstæð- ur er hins vegar ekki hægt að nota peningastefnu þar sem stýrivext- ir eru þegar við núllið víðast hvar. Örvunaraðgerðir munu því ekki hækka vexti (allavega fyrst um sinn) og því ekki draga úr umsvif- um í einkageiranum. Þvert á móti geta örvunaraðgerðir aukið fjár- streymi fyrirtækja og þar með aukið umsvif þeirra. Slíkt geti því minnkað atvinnuleysi, aukið hag- vöxt og hjálpað einkageiranum að komast á fætur svo hann geti staðið undir efnahagsbatanum af sjálfsdáðum. Fjárlagahalli er vandamálið Margir telja þó síður en svo aug- ljóst að áframhaldandi örvunarað- gerðir muni koma til með að skila sér. Kenneth Rogoff, prófessor við Harvard-háskóla, hefur til að mynda skrifað gegn slíkum hug- myndum. Rogoff segir óráð að líta framhjá langtímaáhættunni sem fylgir núverandi skuldasöfnun vestrænna ríkja. Að lokum muni skuldabyrðin hægja á vexti því að óumflýjanlega þarf að draga úr útgjöldum fyrr eða seinna. Sú staðreynd að markaðir virð- ast ekki sérlega hræddir við núver- andi skuldasöfnun þýði ekki að hún sé hættulaus. Áhrif skuldasöfnun- ar á vexti séu ólínuleg sem þýðir að rólegar aðstæður á mörkuðum geta súrnað mjög snögglega telji mark- aðir skyndilega að skuldin sé orðin of há. Rogoff segir jafnframt að ábatinn við fjárlagahalla við þess- ar aðstæður sé ekki nærri eins öruggur og menn eins og DeLong vilja meina. Það mikilvægasta sé að sýna í verki að til sé áætlun um hvernig losna eigi við skuldabyrð- ina sem muni auðvelda seðlabönk- um að hafa þægilega peningamála- stefnu. Að lokum segir Rogoff að gild rök hafi verið fyrir stórum örvunarað- gerðum á sínum tíma vegna þeirr- ar raunverulegu hættu að kreppan mikla væri að fara að endurtaka sig. Nú sé hins vegar sú hætta liðin hjá og því sé óþarfi að ana í slíkar aðgerðir án gaumgæfilegrar athug- unar. Ef útlitið versni til muna, þá sé mögulega þörf á frekari aðgerð- um en þangað til séu örvænting- arfullar örvunaraðgerðir líklegri til að valda vandræðum en nokkru öðru. Aðrir andstæðingar örvunar- aðgerða hafa bent á rannsókn- ir ítalska hagfræðingsins Alberto Alesina sem benda til þess að nið- urskurður á ríkisútgjöldum geti jafnvel örvað hagvöxt með því að róa skuldabréfamarkaði sem lækk- ar vexti og ýtir undir fjárfestingu. Rannsóknir Alesina ná hins vegar ekki til aðstæðna þar sem vext- ir eru jafn lágir og nú þannig að margir efast um að þær eigi endi- lega við eins og sakir standa. Hver ber sigur úr býtum? Ómögulegt er að segja til um hver niðurstaðan meðal hagfræð- inga verður þegar rykið sest. Vís- bendingar eru hins vegar uppi um að þeir sem krefjast niður- skurðar ríkisútgjalda hafi frekar náð eyrum ráðamanna að undan- förnu. Í Þýskalandi, Bretlandi og víðar um Evrópu hafa ríkisstjórnir þegar tilkynnt um sársaukafullan niðurskurð og í Bandaríkjunum er almennt talið pólitískt óraunhæft að koma frekari örvunaraðgerðum í gegnum þingið. Slíkar hugmynd- ir hafa vakið upp harðvítuga and- stöðu meðal repúblikana og stutt er í þingkosningar. Demókratar vilja því heldur losna við þann bardaga sem slíkt gæti haft í för með sér. Um fátt annað er rætt meðal álitsgjafa um efnahagsmál þessa dagana en það hvort leyfi eigi þeim örvunarað- gerðum sem gripið var til í kjölfar heimskreppunnar haustið 2008 að renna út eða hvort niðurskurður ríkis- útgjalda nú tefli efnahags- batanum í tvísýnu. Hagfræðingar og aðrir álitsgjafar um efnahagsmál eiga þessa dag- ana í hatrammri baráttu um næstu skref ríkisstjórna heims í bar- áttunni við kreppuna sem skall á haustið 2008. Í raun er verið að takast á um tvö sjónarmið. Annar hópurinn vísar til klassískrar kreppuhagfræði sem kennd er við John Maynard Key- nes. Hann segir að þær örvunar- aðgerðir sem gripið var til í kjölfar þess að kreppan skall á hafi ekki verið nægilega öflugar sem endur- speglist best í því að víðast hvar er atvinnuleysi í kringum 10 prósent- in sem er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Þessi hópur krefst þess því að þær ríkisstjórn- ir sem enn hafa bolmagn til slíkra aðgerða, grípi til þeirra með það að markmiði að koma hjólum heims- hagkerfisins aftur af stað. Hinn hópurinn hræðist þá skulda- bagga sem flest ríki heims hafa komið sér upp í kjölfar kreppunn- ar og telur tíma til kominn að taka til í ríkisfjármálum. Slíkar aðgerð- ir geti róað skuldabréfamarkaði, verndað gengi gjaldmiðla og jafn- vel hvatt atvinnulausa til ákafari leitar að vinnu. Klassísk kreppuhagfræði Einn þeirra hagfræðinga sem hvað mest hafa látið að sér kveða í þess- ari umræðu er Brad DeLong, próf- essor við Berkeley-háskóla. Hann hefur lýst yfir stuðningi við frek- ari örvunaraðgerðir og skrifaði nýlega pistil þar sem hann fór yfir röksemdir sínar fyrir því. DeLong segir að við venjulegar aðstæður hafi örvandi aðgerðir hins opinbera ýmis neikvæð áhrif í för með sér en eins og sakir standa sé ekki um venjulegar aðstæður að ræða. Bandaríska ríkið (auk flestra annarra) getur fengið lánaða pen- inga á óvenjulega hagstæðum kjör- um þar sem vextir eru í sögulegu lágmarki. Vegna mikils atvinnu- leysis er ábatinn við aukin ríkis- útgjöld eða lægri skatta jafnframt óvenjulega mikill. Þetta hefur í för með sér að stefnumörkun sem felur í sér að fá peninga að láni til þess að verja í arðbærar framkvæmdir eða skattalækkanir, sé hagstæð að öðru óbreyttu. Undir venjulegum kringumstæð- um veldur aukning í ríkisútgjöldum Tekist á um næstu skref í baráttunni við kreppuna Í vikunni birti hópur bandarískra hagfræðinga áskorun til þarlendra stjórn- valda um frekari örvunaraðgerðir. Sextán þekktir hagfræðingar, þeirra á meðal Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz og Robert Reich, vinnumála- ráðherra í ríkisstjórn Bills Clinton, skrifuðu undir áskorunina. Degi síðar bættust 24 hagfræðingar í hópinn, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafarnir Eric Maskin og Daniel McFadden. Hagfræðingarnir segja gífurlega sóun fólgna í því að fjórtán milljónir Bandaríkjamenn séu án vinnu. Það dragi úr velmegun allra og stríði gegn þeim hugsjónum sem Bandaríkin standi fyrir. Þeir segjast viðurkenna þörf- ina á niðurskurði ríkisútgjalda til langs tíma en telja mikilvægast núna að sjá til þess að efnahagslífið starfi af eðlilegum krafti. Það megi gera með því að auka kaupmátt þeirra atvinnulausu með endurnýjun atvinnuleysisbóta sem í mörgum tilvikum eru að renna út, lækka skatta eða með því að hið opin- bera fari í mannaflsfrekar og arðbærar framkvæmdir. Að draga úr fjárlaga- hallanum án þess að að koma hagkerfinu í lag fyrst séu mistökin sem gerð voru í kreppunni miklu og verði þau endurtekin muni það valda milljónum Bandaríkjamanna tilgangslausum erfiðleikum. Hópur hagfræðinga krefst aðgerða FRÉTTASKÝRING: Er efnahagsbata heimsins stefnt í hættu? Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is BLIKUR Á LOFTI Þótt hagvöxtur hafi víðast hvar tekið við sér eftir lægðina eru hagkerfi heimsins síður en svo komin út úr kreppunni. Nú eru örvunaraðgerðirnar sem gripið var til haustið 2008 að renna út og margir óttast framhaldið. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.