Fréttablaðið - 23.07.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.07.2010, Blaðsíða 16
16 23. júlí 2010 FÖSTUDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@ frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Í allri eðlilegri umræðu er eðli-legt að ekki sé reynt að tala niður til einhverra aðila sem setja fram hugmyndir hvort sem um er að ræða tillögur um skatta eða eitthvað annað. Ekki er ég tals- maður hárra skatta og er reynd- ar á þeirri skoðun, að þeir aðilar á Íslandi sem ekki njóta skattaaf- sláttar í einhverri mynd greiði allt of háa skatta. Ekki er hér mælt með því að bókaiðnaðurinn eigi að skila himin- háum sköttum. En sá sem þetta ritar er eindregið á þeirri skoðun, að allar samkeppnisgreinar iðnað- ar, hvort sem um bókaiðnað er að ræða eða aðrar iðngreinar, eigi að standa jafnar fyrir lögum og þeim skyldum að skila sköttum til sam- félagsins. Engin grein er öðrum merkilegri eða mikilvægari. Þær fullyrðingar sem formaður og varaformaður rithöfunda halda fram eru ekki studdar með neinum rökum heldur er um getgátur að ræða. Í þessu sambandi er rétt að minnast þess að þegar virðisauka- skattur var lækkaður á bókum hér um árið var því haldið fram, að þá myndu bækur lækka í verði. Það varð auðvitað ekki raunin, vegna þess að bækur eru samkeppnis- vara sem á í samkeppni innbyrðis og einnig aðrar vörur sem skila fullum skatti. Það eru aðstæður á markaði sem ráða verði bóka. Stóraukinn skattur á bækur fer líklegast ekki út í verðlagið því þá munu bækur seljast í minna mæli væntanlega. Allar líkur eru á því að álagn- ing útgáfufyrirtækjanna muni minnka, útgáfur sem þegar standa höllum fæti munu væntanlega hætta starfsemi og aðrar taka við. Einnig að laun rithöfunda lækka sennilegast, nema að þeim fækki eitthvað. Vissulega sársauka- fullt. M.ö.o. þetta er kjarabarátta hjá þessum rithöfundum og er þá eðlilegast að ræða málið með þeim hætti og á heiðarlegan hátt. Ekki þýðir að slá um sig með að fullyrða að lestrarfærni barna fari dvínandi því það er ekki rann- sakað. Það eru miklar líkur á því, að þær hafi aldrei verið meiri en nú. Það getur alveg eins verið að bækur ætlaðar börnum séu bara svo lélegar og leiðinlegar að börn nenni ekki að lesa þær. Þær stand- ist bara alls ekki samkeppni við annað sem börn hafa aðgang að. Það er auðvitað þörf á því að skoða verðþróun á bókum með til- liti til áhrifa frá sköttum á verð- lag og gæði bóka. Einkum væri fróðlegt að skoða verð á bókum á veltiárunum fram að hruni. Einnig hvort verð á bókum hafi lækkað við hrunið. Þetta þyrfti að skoða miðað við fast verðlag og gera þyrfti við- miðunarkönnun við verð á öðrum samkeppnisiðnaðarvörum. Hræðsluáróður bókamanna Skattar og bókaútgáfa Kristbjörn Árnason kennari Það eru aðstæður á markaði sem ráða verði bóka. Stóraukinn skattur á bæk- ur fer líklegast ekki út í verðlagið því þá munu bækur seljast í minna mæli væntanlega. Eitt getum við Íslendingar örugg-lega veitt okkur með ákveðnum vilja og það er bætt menntun þeirra sem eiga að erfa landið og ætlast er í raun til að sjái þeim farborða sem þá verða aldnir eða sjúkir. Þar sem langflest störf krefjast nú fram- haldsmenntunar af einhverju tagi er augljóslega ekki lítið í húfi jafnt fyrir þá yngri sem þurfa að finna sér störf og fyrir þá eldri og þá sem sjúkdómar herja á. Það var því leitt að lesa hér (Fréttablaðið 3. júlí 2010) um nýja íslenska rannsókn sem enn undir- strikar það sem áður hefur fram komið í erlendum könnunum að þvert á óteljandi staðhæfingar um hið gagnstæða er menntunarstig þjóðar okkar ekki sérlega gott held- ur nánast það lakasta sem þekk- ist á Vesturlöndum. Um helming- ur Íslendinga lýkur þannig engu framhaldsnámi eftir grunnskóla- nám og af þeim sem hætta í fram- haldsskólanámi gera það flestir eftir aðeins eitt til tvö ár. Helming- ur Íslendinga mun því ekki stunda neitt frekara skólanám eftir u.þ.b. 16-17 ára aldur sem er allt annað og verra hlutfall en í helstu löndum okkar heimsálfu. Sé gengið út frá að menntun stuðli að aukinni almennri hæfni og færni og upplýstari gagnrýnni hugsun, hverjar gætu þá verið afleiðingar af lágu menntunar- stigi þjóðar? Nokkur atriði koma fljótt upp í hugann: Það eru færri hæfir frambjóðendur og stjórnend- ur og færri hæfir til að meta tillög- ur þeirra og gerðir. Í lýðræðisríki gilda öll atkvæði jafnt og minna upplýstan almenning er auðveldara að blekkja og afvegaleiða. Þannig virðist minna upplýst þjóð t.d. lík- legri til að falla fyrir lýðskrumi og ekki síst komi það frá háttsettum aðilum. Er illa upplýst þjóð draumaland hins vanhæfa stjórnmálamanns? Sennilega er t.d. auðveldara að fá minna upplýsta þjóð til að trúa því að hún sé meðal heimsins upplýst- ustu og menntuðustu þjóða og sé jafnvel fyrirmynd og afburðaþjóð. Í stuttu máli, minna upplýst þjóð virðist líklegri til að taka rangar ákvarðanir, aðhyllast óheppilegri fyrirmyndir og velja slakari leið- toga, já, jafnvel lýðskrumara. Í þessu samhengi stingur í augu að meðal þeirra vesturlandaþjóða sem verst standa varðandi mennt- unarstig eru nokkrar þær þjóðir sem undanfarið hafa lent í hvað verstum hremmingum eða jafnvel hruni, svo sem Spánn, Tyrkland, Portúgal og Ísland. En menntun- arstig er hægt að hækka sé skiln- ingur á nauðsyn þess fyrir hendi. Þar bítur þó vandinn gjarna í eigið skott, því þar sem menntunarstig er lágt er oft erfiðara og óvinsælla að skýra og ræða mikilvægi mennt- unar. Eigum við leiðtoga færa um að rjúfa slíkan vítahring? Gæfi þjóðin þeim brautargengi? Staðhæfingar eins og t.d. „Iss, menntun skiptir engu máli“ eða „Íslendingar eru ein menntaðasta þjóð í heimi“ heyrast enn sí og æ og maður spyr sig hvort svo óábyrgu tali og lýðskrumi fari að linna því hér virðist augljós og brýn þörf á þjóðarátaki um stórbætt almennt menntunarstig, nokkuð sem virð- ist fyrir litla nýsjálfstæða eyþjóð á tímum alþjóðlegrar samskipta- byltingar verðugt og heillandi framtíðarverkefni. Þankar um menntunarstig og framtíðina Menntun Magnús S. Magnússon forstöðumaður Eins og komið hefur fram í fjöl-miðlum hefur hópur fólks tekið sig saman og hrint af stað hjálpar- starfi undir heitinu „Sumarhjálpin“. Markmið Sumarhjálparinnar er að styðja við bakið á þeim sem eru verst settir í þjóðfélaginu í dag. Hópurinn stendur fyrir söfnun sem ætlað er að auðvelda þeim sem þurfa aðstoð við að kaupa nauðsynjavörur. Fjöl- margir búa við bág kjör á Íslandi og hafa þurft að treysta á matargjafir neyðarstofnana. Nú þegar stærstu neyðarsamtök landsins eru í sumar- leyfi sverfur illa að þessum hóp. Og þótt margir hafi brugðist við neyð- inni með matargjöfum þarf meira til, því miður. Söfnun Sumarhjálparinnar fer vel af stað og nú þegar hafa marg- ir brugðist vel við með áheitum og óbeinum stuðningi. Einnig hafa fjölmargar umsóknir um hjálp borist. Þeir sem telja sig þurfa aðstoð frá Sumarhjálpinni er bent á símanúmerið 534 7720 eða tölvu- póstfangið sumarhjalpin@simnet. is. Fljótlega verður einnig opnuð heimasíða Sumarhjálparinnar. Sumarhjálpin mun aðstoða fólk eins fljótt og auðið er og öllum umsóknum verður svarað. Farið verður yfir allar styrkbeiðnir sem berast og því mikilvægt að allir gefi upp réttar upplýsingar; nafn, kennitölu, símanúmer, heim- ilisfang og hvers vegna óskað sé eftir aðstoð. Þeim sem vilja styrkja Sumar- hjálpina er bent á söfnunarreikn- inginn 0313 – 13 – 131313 og kenni- töluna 550710 -0720. Einnig verður á næstu dögum hringt í landsmenn og óskað eftir stuðningi við Sum- arhjálpina. Vonandi munu allir bregðast vel við símhringingum Sumarhjálparinnar og styðja söfn- unina og þetta átak heilshugar. Sumarhjálpin mun starfa út ágúst eða þangað til hefðbundin neyðaraðstoð hjálparstofnana hefst á ný á Íslandi eftir sumarleyfi. Sumarhjálpin Hjálparstarf Þórhallur Heimisson prestur Þeim sem vilja styrkja Sumarhjálpina er bent á söfnunarreikninginn 0313 – 13 – 131313 og kennitöluna 550710 -0720.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.