Fréttablaðið - 23.07.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.07.2010, Blaðsíða 20
Þegar farið er í útilegu á Íslandi er vissara að vera við öllu búinn. Góð úlpa er nauðsyn- legur ferðafélagi og gott að eiga einhverja hlýja peysu til að bregða sér í ef það kólnar snögglega eða ef halda á fjörinu uppi fram eftir nóttu. Auðvelt er að finna fallegar flíkur í ferðalagið í íslenskum verslunum og má hér sjá brot af því sem er í boði. emilia@frettabladid.is Flott í ferðalagið Margir hafa sennilega hugsað sér til hreyfings um helgina enda ýmislegt að gerast víða um land. Gott er að eiga góðan útivistarfatnað þegar lagst er út og ekki verra ef hann er svolítið flottur. Útilíf. 11.990 kr. Útilíf. 22.990 kr. Útilíf. 19.990 kr. Cintamani. 23.990 kr. Cintamani. 19.990 kr. Cintamani. 44.990 kr. Smiðjuhátíð hefst á Seyðisfirði í dag og stendur fram á sunnu- dag. Hin árlega Smiðjuhátíð Tækni- minjasafns Austurlands á Seyðis- firði hefst í dag klukkan 14.00, en hún er nú haldin í fjórða skipti. Á Tækniminjasafninu er meðal ann- ars að finna fyrstu ritsímastöðina á Íslandi, fyrstu vélsmiðjuna á Aust- urlandi og eina af fyrstu vatnsafls- virkjunum landsins. Hátíðin er bæði skemmtileg og fræðandi fjölskylduhátíð. Hægt verður að sjá handverksmenn vinna og skoða handverk á safnasvæðinu. Þar verður steypt úr málmi, smíð- að í eldsmiðju, spunnið og fléttað úr hrosshári, smíðaðir físibelgir og margt fleira. Þrjú handverksnám- skeið verða í boði fyrir áhugasama. Margt fleira verður í boði og má þar nefna bryggjuball við Angró annað kvöld þar sem hljómsveitin 56 Riff spilar fyrir bæði gömlum og nýjum dönsum. Fastasýningar Tækniminjasafnsins verða opnar alla dagana frá klukkan 11 til 17. - eö Listsköpun í eldi Hægt verður að fylgjast með handverks- fólki smíða í eldsmiðju. Útilíf. 34.990 kr. Á GÓÐRI STUND Bæjarhátíð Grundfirðinga hefst í dag. Meðal þess sem verður í boði er götubolti, dorg- veiði, kassabílakeppni, Brúðubíllinn, fimleikasýning, tónleikar og bryggjuball. Eldur í Húnaþingi er unglistahá- tíð sem sem hefst í dag en hún hefur verið haldin árlega síðan 2003. Unglistahátíðin Eldur í Húna- þingi hefst í dag og stendur fram á sunnudag .Einn helsti viðburð- ur hátíðarinnar er tónlistarflutn- ingur í Borgarvirki sem fer fram í kvöld. Annað sem verður í boði er meðal annars töfrabragðanám- skeið fyrir krakka, sápurenni- braut, heimsmeistaramót í klepp- ara og barnaball. - eö Tónar í Borgarvirki Tónlistarflutningur verður í Borgarvirki í kvöld. Humar á grillbrauði Hráefni Grillbrauð frá Wewalka 1 poki ódýr humar Steinseljubúnt 2 hvítlauksrif Smjör Fyrir sósuna: 3 msk. mæjónes 3. msk. sýrður rjómi 1 tsk. hvítvínsedik 2 msk. kapers saxaður 2 msk. saxað dill 1-2 tsk. gróft sinnep KYNNING Grillbrauð frá Wewalka Grillbrauðið smakkast vel með fl estum mat. Einng er það frábært eitt og sér sem smáréttur eða forréttur. Skoðaðu fl eiri uppskriftir með grillbrauði á www.godgaeti.is Aðferðir við að grilla brauðið Hafi ð grillið á miðlungshita. Klippið lengjurnar þversum fyrir miðju ásamt pappírnum þannig að til verða 8 lengjur af grillbrauði en ekki 4 lengjur. Grillið samkvæmt leiðbeiningum en einnig má setja grilldeigið með bökunarpappírnum beint á grillið. Það kviknar ekki í pappírnum. Snúið deiginu við þegar það hefur lyft sér vel og takið þá bökunar- pappírinn af eins og sjá má á myndinni hér til hliðar. Lækkið hitann. Setjið það álegg sem á að nota eða penslið deigið með góðri kryddolíu og grillið þar til kominn er réttur litur á brauðið. Aðferð Steikið humar í smjöri, hvítlauk og steinselju, saltið aðeins og piprið í lokin. Kælið. Blandið saman öllu hráefni fyrir sósuna í skál og hrærið saman. Skerið hvert brauð í þrennt. Setjið sósu á brauðið ásamt einum humri, skreytið með steinselju eða dilli og berið fram.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.