Fréttablaðið - 23.07.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.07.2010, Blaðsíða 22
2 föstudagur 23. júlí núna ✽ kannaðu undirdjúpin! augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Uppistaðan í búðinni er íslensk hönnun og aðaláherslan lögð á ullarvör- ur,“ segir Nanna Þórdís Árna- dóttir, verslun- arstjóri í búð- inni Geysi, sem opnaði í vik- unni á horni Skólavörðustígs og Óðinsgötu. Búðin selur til að mynda vel valdar vörur frá merkjunum Farmers Market og Spakmannsspjör- um ásamt útivistarfatnaði frá 66°norður en aðallega verður þarna eigin hönnun. „Við erum með okkar eigið merki sem heitir Geysir og er hannað af Auði Karítas Ásgeirsdóttur fatahönnuði og eru prjónaðar flíkur í alls konar myndum.“ Nanna segir búðina stilla sig inn á að vera þjóðleg verslun fyrir Íslendinga en innréttingar í búðinni hafa vakið athygli. Þær eru hannaðar af leikmyndahönnuðinum Hálfdáni Petersen „Það var ekkert nýtt keypt inn og allt efni fundið í íslenskri náttúru. Það býr til sérstaka og skemmtilega stemmingu í búðinni.“ Geysir er ný verslun í miðbænum Þjóðleg stemming Geysir Búð með alls konar íslenska hönnun. SPÆNSK ÁHRIF Ný baðfata- lína sundfataframleiðandans Nico- lita fyrir árið 2011 voru augljóslega undir spænskum flamenco-áhrif- um. Nicolita-baðfötin eru yfirleitt sér- staklega kvenleg og framleiðendurn- ir hafa gjarnan framleitt baðföt undir áhrifum 5. og 6. áratugarins. Baðföt- in voru frumsýnd á Mercedes-Benz tískuvikunni í Flórída. EINAR ÞORSTEINSSON FRÉTTAMAÐUR Ég ætla á fjölskylduhátíð sumarsins „Halló Hörðudalur“ þar sem fjölskyldan ætlar að hittast í sumarbústað foreldra minna. Við systkinin erum fjögur og öll búin að vera sitt í hverju landinu eða landshlutanum síðasta vetur. Sex barna- börn og hundurinn Tinna sjá svo um að halda stuðinu gangandi. helgin MÍN O kkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt í sumar og datt í hug að hanna saman sundboli. Okkur fannst alveg sérstakt að ekki væri þegar til íslenskt sund- fatamerki þar sem sundið er svo stór partur af íþróttaiðkun land- ans,“ segir Hera Guðmundsdóttir sem er annar hluti hönnunartví- eykisins LAUG. Hera og Steinunn Björg Hrólfsdóttir, hinn helmingur tvíeykisins, luku nýverið fyrsta ári við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Segir Hera að viðbrögð kvenna við línunni hafi komið þeim stöll- um skemmtilega á óvart. „Við- tökurnar hafa verið mjög góðar og fólk hefur sýnt þessu mikinn áhuga. Við erum þessa stundina að leita að saumakonu til að að- stoða okkur við að koma sund- bolunum í framleiðslu og vonandi gerist það á næstu vikum.“ Sundfatnaðurinn hefur sterka skírskotun í tísku sjöunda áratug- arins og eru buxurnar hærri upp í mittið en hefur viðgengist und- anfarin ár. „Bolirnir eiga að klæða alla. Þeir eru hvorki of flegnir né of berir og í raun eru þetta bara falleg stykki sem gaman er að sýna sig í,“ segir Hera. Hægt er að leggja inn pöntun til stúlknanna með því að senda fyrirspurn á netfangið laugs- wimwear@gmail.com. - sm Hera Guðmundsdóttir og Steinunn Björg Hrólfsdóttir hanna sundföt: BIKINÍ FYRIR ALLA Laug Hera Guðmundsdóttir segir viðbrögð manna við sundfatnaðinum hafa komið sér og Steinunni Björgu Hrólfsdóttur skemmtilega á óvart. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR M Y N D /M A R ÍA G U Ð R Ú N R Ú N A R S D Ó TT IR Falleg sundföt Sundfötin hafa sterka skírskotun í tísku sjötta áratugarins. Einn í viðbót Kylie Minogue hefur bæst í ört stækkandi aðdáendahóp íslenska tón- listarmannsins Jónsa, sem oft- ast er kenndur við Sigur Rós. Jónsi gaf út á þessu ári sína fyrstu sólóplötu, Go, sem fengið hefur afbragðs- góða dóma. Kylie lýsti því yfir í samtali við vefsíðuna wonder- wall.msn.com að henni þætti plat- an hreint út sagt ótrúleg og þá sér- staklega lagið Grow Till Tall, það væri einstaklega fallegt. Sigurjón fær sjónvarpsstjörnu Tökur á kvikmyndinni The Killer Elite standa nú yfir en meðal fram- leiðenda myndarinnar er Sigurjón Sighvatsson. Stórleikarinn Robert De Niro fer með eitt aðalhlutverkanna í myndinni auk bresku hasar- myndastjörnunn- ar Jasons Statham. Helsta kvenhlut- verkið er í hönd- um Yvonne Stra- hovski en hún leikur einmitt Söruh Walker í gamanþáttun- um Chuck sem slegið hafa í gegn hér á Íslandi. þetta HELST

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.