Fréttablaðið - 23.07.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.07.2010, Blaðsíða 26
6 föstudagur 23. júlí núna ✽ rótaðu eftir fjársjóðnum Hvernig myndir þú lýsa fata- stílnum þínum? Litríkur og fjöl- breytilegur „hipparokks-ömmu- stíll“. Hvað veitir þér innblástur í klæðaburði? Veðrið. Hvaða fataverslanir eru í eftir- læti? Mér finnst skemmtilegast að versla á mörkuðum bæjarins og fá að róta innan um alls konar föt og fínerí. Eftirlætisflíkin þín? Þar er um ansi margt að velja og breytist dag frá degi. Í augnablikinu er það ljós gamaldags síðkjóll sem ég er nýbúin að kaupa mér í Rokki og rósum. Hann er ótrúlega fallegur og elegant. Hver er tískufyrirmyndin þín? Ég á enga sérstaka fyrirmynd, hef bara fund- ið minn stíl smám saman með því að leyfa konum úr öllum áttum að hafa áhrif á mig. En mamma er klárlega best klædda konan að mínu mati! Hvað kaupirðu þér alltaf, þótt þú eigir nóg af því fyrir? Nærföt og kjóla. Fylgihlutur í eftir- læti? Taskan mín! Get ekki án hennar verið, enda leynast ótrú- legustu hlutir ofan í henni. Eftir- lætisskartið mitt er svo demants- hringur sem amma og afi gáfu mér í fermingargjöf. Ég er líka alltaf með eyrnalokka, finnst ég vera hálfnakin án þeirra. Litir í eftirlæti? Ég hef alltaf heillast af björtum litum því þeir veita mér gleði. En þessa dag- ana er ég veik fyrir pastellitum, sem mér finnast bæði fallegir og róandi. Hverju finnst þér þægilegast að klæðast? Gammó og kósí kjóll verða ofast fyrir valinu. Ann- ars er ég mjög oft í „boyfriend fit“ gallabuxunum mínum, hlýrabol og einhverri þægilegri peysu eða gollu við. En það toppar ekkert náttkjólinn og þykku mjúku sokk- ana mína. 1 Eftirlætishælaskórnir, keypt- ir í Topshop. 2 Kósípeysan af markaði hjá Hinu húsinu. 3 Rómantískur kjóll úr Rokki og rósum. 4 Sumarsamfestingurinn minn í ár, úr Rokki og rósum. 5 Taska úr Spútnik sem Tinna skilur aldrei við sig. 6 Uppreimaðir skór í smá indíána- stíl sem Tinna fékk í GS-skóm. Tinna Sverrisdóttir leiklistarnemi í Listaháskóla Íslands HIPPAROKKSLEGUR ÖMMUSTÍLL STELLA MCCARTNEY er þekkt fyrir ilmvötn sem bera með sér angan af sumri og Nude er þar engin undan tekning. Ilmurinn er blanda af marokkóskum garðrósum, vanillu, greip og trjákvoðu, unaðslegur sem sagt. 2 1 5 4 6 3 Auglýsendur vinsamlegast hafið samband: Hjörtur Ingi • hjortur@365.is • sími 512 5429 Bjarni Þór • bjarni thor@365.is • sími 512 5471 Sigríður • sigridurh@365.is • sími 512 5432 Kemur út miðvikudaginn 28. júlí Allar græjur fyrir verslunarmanna- helgina! Sérblað Fréttablaðsins fyrir verslunarmannahelgina

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.