Fréttablaðið - 23.07.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 23.07.2010, Blaðsíða 42
26 23. júlí 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is GOLF Þrjár átján ára gamlar stelpur úr GR leiða listann á Íslandsmót- inu í höggleik sem hófst í Kiðja- bergi í Grímsnesi í gær. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er efst en hún verður reyndar ekki 18 ára fyrr en í október. Hún spilaði á tveimur höggum yfir pari vallarins sem er 71 en þessi 73 högg Ólafíu hefðu getað verið færri ef ekki hefði verið fyrir einstaka óheppni hennar á annarri braut sem er par 4. „Ég hélt að ég hefði týnt bolt- anum og tók víti. Ég fann fyrri boltann seinna en þurfti að spila hinum með vítinu og því fór sem fór og ég endaði á að fá sex. En ég náði mér strax upp og náði fugli á þriðju holu,“ sagði Ólafía sem spil- aði svo stöðugt golf út hringinn. „Ég er sátt með daginn. Ég skipulagði mig vel og var að koma mér í góðar stöður til að ná í fugla. Ég hitti ekki alltaf en svona er þetta,“ sagði Ólafía og viðurkenndi að hún ætti því eitthvað inni. Hún sagði völlinn vera harðan. „Í það minnsta ef tekið er mið af völlunum í Reykjavík en maður spilar bara eftir því. Ég fór tvo æfingahringi fyrir mótið og nú ætla ég bara að halda sama skipu- lagi. Ég þarf bara að halda mér rólegri,“ sagði Ólafía. Hildur Kristín Þorvarðardóttir er í öðru sætinu en hún er dóttir Ragnhildar Sigurðardóttur, marg- falds Íslandsmeistara sem ekki er með á mótinu og heldur Hildur því uppi heiðri fjölskyldunnar í Kiðjaberginu. Hildur spilaði eins og Berglind Björnsdóttir á fimm högum yfir pari en þær eru báðar 18 ára og í GR líkt og Ólafía. Eygló Myrra Óskarsdóttir lenti í ævintýrum á hinni margslungnu 15. braut sem refsar grimmilega fyrir hver mistök. Það sýndi sig þegar Eygló missti upphafshöggið sitt út til hægri. Boltinn hennar lá á milli tveggja steina og var ósláanlegur. Eygló tók víti og sló rétt fyrir aftan steinana. Höggið hennar fór aðeins einn metra áfram og aftur á milli sömu steina. Hún tók aftur víti og sló þá aðeins fjóra metra. Þá sló hún sjötta höggið inn á brautina og endaði á tíu höggum. - hþh Íslandsmótið í höggleik hófst með látum í Kiðjabergi í gær þar sem óvænt tíðindi urðu í kvennaflokki: Unglingarnir stálu senunni í Kiðjaberginu SKYTTURNAR ÞRJÁR Hildur Kristín, Berglind og Ólafía Þórunn stilltu sér upp eftir flottan hring hjá þeim öllum í gær. MYND/VALUR JÓNATANSSON Staðan í kvennaflokki: Kylfingur (Klúbbur) Staða 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) +2 2. Hildur Kristín Þorvarðardóttir (GR) +5 3. Berglind Björnsdóttir (GR) +5 4. Þórdís Geirsdóttir (GK) +6 5. Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) +6 6. Tinna Jóhannsdóttir (GK) +7 7. Nína Björk Geirsdóttir (GKJ) +8 8. Signý Arnórsdóttir (GK) +9 9. Helena Árnadóttir (GR) +10 10. Eygló Myrra Óskarsdóttir (GO) +10 Birgir Leifur Hafþórsson setti glæsilegt vallarmet á Kiðjabergsvelli í gær. Hann lék hringinn á 68 höggum, þremur undir pari. Búið er að setja upp hvíta teiga í fyrsta skipti í sögu vallarins og því féll vallarmetið sem Hlynur Geir Hjartarson setti á mánudaginn fyrst fyrr um daginn þegar Sigurpáll Geir Sveinsson skilaði skor- korti upp á 69 högg í hús. Birgir fékk fugl á átjándu holunni. „Þetta var ekkert pressupútt fyrir vallarmetinu, ég hafði ekki hugmynd á hverju Sigurpáll eða neinn annar hefði verið að spila. Mér fannst ég eiga fuglinn inni þar sem ég missti stutt pútt fyrir fugli á sautjándu. Ég var því ákveðinn í að ná fugli,“ sagði Birgir sem var ekki alveg nógu sáttur við höggin með járnunum í gær. „Annars gekk nánast allt upp hjá mér. Ég byrj- aði mjög vel og var á þremur undir eftir fjórar holur. Ég vippaði í á fjórðu holu en ég missti líka nokkur tækifæri. Heilt yfir spilaði ég nokkuð stöðugt,“ sagði Birgir. Heillandi landslagið í Kiðjaberginu getur líka verið hreint helvíti. „Það er rosalega stutt á milli fugla og skolla á þessum velli og það getur allt gerst. Maður verður að halda sér frá vandræð- unum. Ég vippaði og púttaði mjög vel en skorið hefði ekki mátt vera verra miðað við spilamennskuna. Hann var á leiðinni upp í fjölskyldusumarbústað nálægt vellinum þegar Fréttablaðið talaði við hann en þar dvelur Birgir yfir mótið. „Það má nánast segja að Kiðjabergið sé hálfgerður heimavöllur,“ sagði Birgir og kímdi. „Ég hef stund- um spilað hérna en ekki mikið í sumar.“ Planið hjá Birgi var að grilla með Sigurpáli í gærkvöldi. „Það er alltaf létt yfir þessu og það er gaman að hittast, það gerist ekkert of oft. Við erum hér allir í mesta bróð- erni þrátt fyrir að það sé hörkukeppni sem mun lifa fram á síðustu holu á sunnudag,“ segir Birgir. BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON: SETTI VALLARMET Í KIÐJABERGINU OG LEIÐIR KARLAFLOKKINN Á ÍSLANDSMÓTINU Rosalega stutt á milli fuglasöngs og skollanna FÓTBOLTI Kjartan Henry Finnboga- son skoraði tvö mörk fyrir KR gegn Karpaty frá Úkraínu í seinni leik liðanna í undan- keppni Evrópudeildar UEFA í gær. Leiknum lauk með 3-2 sigri Karpaty sem vann einvígið þar með 6-2. Þetta var fyrsti leikur KR undir stjórn Rúnars Kristins- sonar. Úkraínumennirnir komust í 2-0 í fyrri hálfleik en Kjartan jafnaði metin með nokkurra mínútna millibili áður en Karpaty skoraði sigurmarkið. Gunnar Kristjánsson var í byrjunarliði KR en hann hefur verið í viðræðum við FH. Hann fór nefbrotinn af velli eftir 23 mínútur eftir að hafa fengið olnbogaskot. - hþh Kjartan Henry Finnbogason: Skoraði tvö sem dugði KR ekki TVÖ MÖRK Kjartan, hér í fyrri leiknum gegn Karpaty, skoraði tvö mörk sem var þó ekki nóg fyrir KR. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Framherjinn Viktor Unnar Illugason gekk í gær í raðir Selfyssinga frá Val. Hann er fjórði leikmaðurinn sem Guð- mundur Benediktsson bætir í leikmannahópinn í sumar. Áður höfðu Selfyssingar samið við Svía og tvo Fílabeinsstrendinga. Guðmundur sagði við Fréttablað- ið í gær að ekki væri von á fleiri mönnum til liðsins á reynslu. - hþh Viktor Unnar Illugason: Fer til Selfoss > Haraldur Freyr óviss um Kongsvinger Keflavík hefur sent norska félaginu Kongsvinger gagntil- boð vegna Haraldar Freys Guðmundssonar, fyrirliða síns. Norska úrvalsdeildarfélagið bauð í Harald í gær. Hann spilaði í fjögur ár með Álasund í Noregi en er ekki viss um að það yrði rétt skref fyrir sig að fara til Kongsvinger. Það er í harðri fallbaráttu og er í næstneðsta sæti eftir 17 umferðir af 30. „Ég hef heyrt lauslega í Kongsvinger og ef félögin ná saman skoða ég málið betur. Ég er ekki endilega viss um að þetta sé rétt skref þegar ég lít á töfluna. Mér finnst ekki ólíklegt að þeir fari niður,“ segir Haraldur en heyra mátti á honum að hann myndi líklega neita tilboði félagsins ef það kæmi. FRJÁLSAR Ásdís Hjálmsdóttir lenti í fimmta sæti af átta kepp- endum í spjótkastkeppninni á Demantamótinu í Mónakó í gær. Ásdís kastaði lengst 59,55 metra en Íslandsmet hennar er 61,37 metrar. Lengsta kast hennar á árinu var á síðasta Demantamóti, 60,72 metrar, sem dugði til fjórða sætis. Þá stökk Sveinbjörg Zophonías- dóttir 5,79 metra í langstökki á Heimsmeistaramóti unglinga í Moncton í Kanada í gær og er komin í úrslit. Fresta þurfti keppni í stangarstökki þar sem Hulda Þorsteinsdóttir keppir þar til í dag vegna úrhellisrigningar. Helga Margrét Þorsteinsdóttir keppir í sjöþraut í Moncton og hafði lokið keppni í tveimur grein- um af fjórum í gær þegar Frétta- blaðið fór í prentun. Helga hljóp 100 metra grindahlaupið á 14,39 sekúndum sem er hennar besti tími í ár og stökk 1,63 metra í hástökki. Keppni lýkur í nótt. - hþh Demantamót í Mónakó: Ásdís í fimmta sæti í spjótkasti FIMMTA SÆTI Ásdís getur vel við unað enda árangurinn góður. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Staðan í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi: Kylfingur (Klúbbur) Staða 1. Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) -3 2. Sigurpáll Geir Sveinsson (GK) -2 3. Heiðar Davíð Bragason (GHD) 0 4. Sigmundur Einar Másson (GKG) 0 5. Davíð Gunnlaugsson (GKJ) 0 6. Örvar Samúelsson(GA) 0 7. Hjalti Atlason (GKB) +1 8. Hlynur Geir Hjartarson (GK) +1 9. Örn Ævar Hjartarson (GS) +1 10. Ólafur Már Sigurðsson (GR) +1 FÓTBOLTI Íslensk lið hafa lokið keppni í Evrópukeppnunum þetta árið. Síðasta liðið til þess að detta út var Breiðablik er liðið tapaði gegn Motherwell, 0-1, á Kópa- vogsvelli í gær. Skoska liðið vann rimmu liðanna 2-0 samanlagt. Það er langur vegur frá því að þetta skoska lið sé betra en Breiða- blik. Þó svo að liðið hafi reynt að spila þéttan varnarleik í gær þá gekk Blikum afar vel að opna vörn liðsins. Það var Skotunum aftur á móti til happs að Blikar voru algör- ir klaufar fyrir framan markið. Blikar fengu að minnsta kosti fimm mjög fín færi í gær en nýttu ekki eitt einasta. Þeir voru sjálfum sér verstir og geta engum um kennt nema sjálfum sér að vera ekki komnir áfram í Evrópudeildinni. „Mér fannst við ekki slakir í þessum leik heldur vorum við með yfirburði að mínu mati. Þeir pökk- uðu í vörn en við fundum lausn- irnar. Auðvitað áttum við síðan að gera betur í færunum sem voru vissulega góð,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. Mark Skotanna kom upp úr engu. Stutt sending inn í teiginn þar sem einbeiting varnarmanna Blika klikkaði og Jamie Murphy refsaði þeim á sáran hátt. „Það var kominn hasar í leikinn á þessum tíma og ég held að blóðið hafi ekki runnið eðlilega til heil- ans er þeir skora markið. Við verð- um að læra af því,“ sagði Ólafur sem þó hrósaði vörninni þess utan enda átti hún fumlausan leik fyrir utan markið. Það eru engir snillingar í þessu skoska liði og þeir voru svo sann- arlega ekki að finna upp fótbolt- ann með löngum sendingum allan leikinn á eina framherja liðsins. Það er því sárgrætilegt að sjá gott íslenskt lið ekki klára sterkari and- stæðing en raun bar vitni. „Við sköpum nógu mikið af færum í báðum leikjunum til þess að fá betri niðurstöðu. Auðvitað er ég svekktur að við nýtum ekki færin. Mér fannst liðið samt leggja það mikið í leikinn og spila það ásættanlega að ég get ekki svekkt mig mikið heilt yfir þessum úrslit- um. Stundum er þetta bara svona. Ég hefði verið reiður ef menn hefðu verið með allt í buxunum en mér finnst við geta verið stoltir þó svo úrslitin hafi ekki verið eins og við óskuðum okkur.“ henry@frettabladid.is Klaufaskapur í Kópavogi Blikar voru sjálfum sér verstir er þeir féllu úr Evrópudeild UEFA gegn Mother- well í gær. Blikar spiluðu mjög fínan leik gegn Motherwell en voru einstakir klaufar að skora ekki eitt einasta mark. Skoska liðið fór áfram samanlagt 2-0. SKOSK STEMNING Skotarnir í stúkunni voru hressir á Kópavogsvellinum í gær og fögnuðu sigri eins og þeim einum er lagið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Fjórtán mörk voru skor- uð í tveimur leikjum í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Vík- ingur styrkti stöðu sína á toppn- um með 5-3 sigri á Fjölni eftir að hafa lent bæði 2-1 og 3-2 undir. Víkingar jöfnuðu í 3-3 sjö mínút- um fyrir leikslok og skoruðu tvö mörk áður en yfir lauk. Þeir hafa þriggja stiga forystu á Leikni sem á leik til góða. ÍR vann öruggan 5-1 sigur á Njarðvík og komst upp fyrir Þór í þriðja sæti, fimm stigum á eftir Víkingum. - hþh 1. deild karla í knattspyrnu: Fjórtán mörk í tveimur leikjum MARKASKORARI Helgi skoraði fyrir Víkinga í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.