Bæjarpósturinn - 28.07.1924, Page 1

Bæjarpósturinn - 28.07.1924, Page 1
^ Fréttir frá IIÆ iAPDOCTaiDlliy Kæni nlf ll&nfi 11 b 1IIKSiiH 9eintakía 9 :1rmYTYT7TTT,r UF'laJOÍll WJf 1 SxxHimmafi ÚTGEFANDl: SIG. ARNGRÍHSSON 1. árg. Seyöisfiröi, 28. júlí 1924. 2. tbl. Símfregnir. Rvík 27/7. FB. Lundúnafundurinn. Lundúnafundurinn virðist ætla að stranda á lánveitingunni til Þjóðverja. Lánveitendur eru kröfu- liarðari um trygginguna en búist var við. Ný stjórn í Noregi. Movinkel hefir myndað stjórn í Noregi, og er hann forsætis- og utanríkismálaráðherra. Paul Berg er dómsmálaráðherra og Five landbúnaðarráðherra. (Johan Ludvig Movinkel er skipaút- gerðarmaður og kunnur stjórnmálamað- ur. Stórþingsmaður varð hann í Bergen 1906 og síðan oftast verið þingmaður þess bæjar, og leiðtogi vinstrimanna þar. Forseti stórþingsins varhannl916; fæddur 1870.) Síldarafii. Ágælur síldarafli var á Siglufirði í fyrradag. Hæst var Súlan með 1400 tunnur, Langanes með 1000, og fjöldamargir rneð 200—400 tunnur. Síldarafii bátarma héðan. Síðast þegar fréttist hafði Faxi fengið 1100 tunnur ogÓðinn650. Grænland. Grænlandssáttmáli Dana og Norð- manna var undirskrifaður af báð- um aðilum 9. þ. m og gekk í gildi daginn eftir. En eins atriðis í Grænlandsmál- unum hefir ekki verið getið í skeyt- um hingað, sem merkilegt má heita, þar eð það snertir ísland að nokkru, en niáske þýðingar- litlu leyti í raun og veru. Það er það, að mánudaginn 7. þ. m. var í Danmörku birtur konungsúr- skurður um, að dönskum og ís- lenzkum skipum væri leyfilegt að sigla að austurströnd Grænlands og um landhelgina þar, á sama svæöi sem Grænlandssáttmáli Norðmanna nær yfir, frá Linden- ovsfirði að Norðausturöxlinni (Nordöstrundingen)að undanskildu Angmagsalik og nágrenni. Far- mönnum er gefið leyfi til að ganga á land, hafa vetursetu, stunda dýra- veiðar og fiskiveiðar á nefndu svæði austurstrandarinnar, efgæti- lega er að því farið. ísienzkir og danskir ríkisborgarar og féiög mega taka þar land til notkunar. Einn- ig mega þeir byggja stöðvar til veðurfrétta, ritsíma og talsíma, og

x

Bæjarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.