Bæjarpósturinn - 04.08.1924, Blaðsíða 1

Bæjarpósturinn - 04.08.1924, Blaðsíða 1
iniiiunuua Fréttir frí ! Hxni Miminandt BÆJARPÓSTURINN ÚTGEFANDh SIG.ARN6RÍHSS0N llTfTrTIYTTTTHJj i Verð 10 au. Í eintakið 1. árg. Seyöisfiröi, 4. ágúst 1924. 4. tbl. Heimsflugið. Flugvélarnar korna til Hornafjaröar. Einni hlekkist á. Hornafiröi, r,/8. kl. 9,30. Morguninn 2. ágúst* sigidi her- skipið Raleigh 50 mílur til hafs og beið flugvélanna með stafn mót landi. Sigldi það með 35—-40 mílna hraða til lands, þegar 1. flug- vélin kom. Fyrst kom flugvélin nr. 4, og sá síðasti varð fyrstur. Höfðu allar lagt samtímis af stað frá Kirkwal), en nr. 2 og 3 sneru aft- ur í þokubelti sunnan við Færeyj- ar. Flugvélin nr. 4 kom nákvæm- lega rétta leið, flaug 2 hringi kring- um kaupstaðinn og lendingarsvæð- iö, áöur en hún settist. Lendingin gekk ágætlega og var hún sezt kl. 3,50. Foringi hennar er Svíinn Nelson. Hefir hann verið 13 ár í Bandaríkjunum. Fyrsta flug til ís- lands tók 8,15 klukkustundir. Sól- skin var á láglendi, en þoka í fjöllum. Feikna mannfjöldi hér samankominn. Morguninn 3. ágúst lögðu flug- vélarnar nr. 2 og 3 af stað frá Kirkwall. Kl. 12,40kom Ioftskeyta- frétt um að nr. 3 hefði orðið að setjast niður milli Færeyja og Orkneyja vegna vélabilunar, en nr. 2 hafi haldið áfram í þoku og vindi. Kom hún hingað og lenti kl. 1,32 og gekk ágætiega. Varþá rigning og drungaloft. Foringinn heitir Smith; var hann 6,17 klukku- stundir á leiðinni, hafði meðvind, og því miklu fijótari en áætlað var. Þar, sem flugvélin nr. 3 verð að setjast, var mikill sjór ogþoka, en ekki stormur. Tvö herskipfóru þegar á vettvang að leita. Síðar um daginn fréttist að togari hefði fundið hana; vélabilun lítil, aðeins á olíuleiðslum. Var hún taiin úr ællri hættu og búistvið fljótri við- gerð og að hún kæmi daginn eft- ir. En daginn eftir, kl. tæplega 11, fréttist, aö hún hefði skemst í stór- sjó, allir vængirnir, báturinn og vélin brotnað. Togarinn gat ekki tekið hana á þiljur, en væri á leið með hana til Færeyja til viðgerð- ar, eða að herskip tæki hana til Reykjavíkur í þeim tilgangi. Síðar um daginn kom fregn um að hún væri öll mölbrotin og sokkin. — Herskipið Richmond haföi tekið mennina áleiðis til Reykjavíkur. Foringinn var Wade og vélamað- ur Ogdon. Nelson og Smith hafa dáðst mjög að öllum undirbúningi og móttökunni hjá Crumrine, um-

x

Bæjarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.