Bæjarpósturinn - 04.08.1924, Blaðsíða 2

Bæjarpósturinn - 04.08.1924, Blaðsíða 2
BÆJARPOSTURINN boðsmanni, Þórhalli Daníelssyni og Birni Eyrnundssyni, umsjónar- manni við flugið. Var svo vel gengið frá öllum merkjaduflum og stöngum, að bálin voru óþörf. Én áður en Nelson kom, voru kynt 10, eitt við hvert merki. Lendingarstaöinn telja þeir fyr- irtaks góðann, miklu betri en þeir höfðu búist við, og líklegur til framtíðar, og rúmgóður til upp- flugs sitt hvoru megin út frá lend- ingarsvæðinu, sunnan við Mikley, austan og vestan, eftir vindstöðu; víðfaðma og skír fjallasýn og jökl- ar. Vesturhornið sá Nelson fyrst greinflega í mikilli fjarlægð. Erfiðasta flugið hafa þeir fengið fráAlaska til Tokio; snjór, storm- ur og ís til hindrunar og yfir Ind- löndin stöðugir stormar og rign- ingar. Þeir kvíðá mestra erfiðleika frá Ivigtut til Ameriku. Þar verða mörg herskip til aðstoðar. Hér eru tvö og tveir tundurbátar, og verða þau sömu frá Reykjavík til Ang- magsalik. Viðstaða í London var 1 nótt, Kirkwall 3 dagar. Aörir viðkomu- staðir frá Kalkutta voru: Allhabad, Ambola, Multon, Karochi, Bushise, Bandar, Abbus, Chabar, Bagdad, Allippo, Konstantinopel, Bukarest, Wien og París. Þessar flugvélar eru sterkvönd- uð Biplan-gerð, og geta farið 75—80 mílur á klukkustund. Vélamenn eru Arnor með Smith, Harding með Nelson og Ogdon meö Wade. Viðstaða í Rvík áætluð 5 dagar. Hingað er væntanlegur bráðlega ítalski flugforinginn Lochapelli, sem ætlaði yfir Norðurpólinn, eftir að Amundsen hætti. Er hann kom- irvn til London. Hér fær hann að nota lendingarstað Amerikumanna meö öllum útbúnaði og benzinaf- gangi; flýgur svo sömu leið. Hans flugvél er Monoplsn.ein af Amund- sens. < Hornafirði B/8. kl. 13. Flugvélarnar fóru í morgun, tóku flug kl. 9,15 og tókst það ágætlega. Var unun að horfa á. Smith flaug fyrst og Nelson rétt á eftir móti vindgolu inneftir Mikleyjarálnum. Flugu þeir síðan í sveiga yfir kaupstaðinn í kveðju- skyni. Glaðasólskin var og dýrð- leg fjallasýn. Hurfu þeir vestur undir Öræfajökul. Þeir voru mjög hrifnir af náttúrufegurðinni, fólk- inu og öllum móttökum. Kváðu þeir sér víða vel, tekið, en ekki sízt hér. Undruðust þeir, hve hér væru margir enskumælandi, sam- an borið í öðrum viðkomustöð- um. Þórhallur Daníelsson hafði boð fyrir flugmennina í gærkvöldi. Herskipið Raleigh (ekki Walley sem áður frétt) er á förum til Reykjavíkur. Hér á símastöðinni hefir verið svo mikið að gera þessa daga, að 2 hafa unnið viðstöðulaust frá kl. 8 að morgni til kl. 10 að kvöldi, og helzt ekkert komist nema hraðskeyti. Vusturlands

x

Bæjarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.