Bæjarpósturinn - 30.08.1924, Blaðsíða 1

Bæjarpósturinn - 30.08.1924, Blaðsíða 1
Fréttlr frá Hæni BÆJARPOSTURINN VerðlOau. t : elntakið | ÚT6EFANDI: SI6. ARN6RÍMSS0N 1. árg. Seyöisfiröi, 30. ágúst 1924. 8. tbl. Símfregnir. Rvík 28/8. FB. Gertrud Rask kom frá Grænlandi í fyrrinótt, hélt áfram ti) Kaupmannahafnar í gærkvöldi. Með skipinu tók sér far héðan Ou/n/7/íéflugliðsforingi. Skipið var orðið kolalaust eftir Grænlandsförina, fékk kol hér. Locatelli. Vél Locatelii’s kvað vera svo mikið biluð, að vonlaust er um, aö hann geti haldið áfram frá Grænlundi. Smith og Nelson eru koninir til Labrador. Frægasti píanóleikari Dana, Johanne Stockmar, hirðpianóleik- ari, kom hingað í gær á íslandi. Heldur hún hijómleika hér undir miðjan mánuðinn. Franska stjórnin hefirfengið traustsyfirlýsingu þings- ins fyrir afskifti sín af Lundúna- fundinum. Rvík 29/s. FB. Slysatryggingar. Stjórnin hefir nýskipað nefnd sarrkvæmt þingsályktun í vetur, til þess, að semja frumvarp um al- mennar slysatryggingar. Formaður nefndarinnar er Þorsteinn Þor- steinsson, hagstofustjóri, með hon- um eru Gunnar Egilsson og Héð- inn Valdemarsson. Ferðamenn hafa verið fleiri hér í sumar en nokkurntíma aður, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, tón- skáld, og Einar H. Kvaran, rit- höfundur fóru utan á Gullfossi í gær til vetrardvalar í Kaupmanna- höfn. Locatelli-hrakningarnir. (Vegna munnmælafrétta, sem hér gengu um vélarbilun og hrakninga Locatellis, bað Hænir FB. um nánari fregnir en þær, sem skeytið í gær flutti, og svaraði hún þannig:ý Allar fréttir af Locatelli eru ó- Ijósar. Hann hafði lent, vegna mótorbilunar, 20 kv.mílur undan Hvarfi (Kap Farvel) á Grænlandi, og síðan hrakið yfir 80 kv.mílur til hafs, þangað til herskipið Rich- mond fann mennina þjakaða mjög, og er vélin sögð ónýt. 50 ára prestskaparafmæli á séra Björn Þorláksson í dag. Var hann vígður 30. ágúst 1874. Munu vinir hans og aðrir samgleðjast honum og árna til hamingju með að hafa náð þessum háa embættisaldri. — Verður þess nánar minst f Hæni á mánudag.

x

Bæjarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.