Bæjarpósturinn - 30.08.1924, Blaðsíða 2

Bæjarpósturinn - 30.08.1924, Blaðsíða 2
BÆJARPOSTURINN liislingarnir. Nú er komið talsvert á annan mánuðsíöan þeir gerðu vart viðsig hér í bænum. Til þessa tíma hafa ekki r.ema örfáir menn, einn og einn.íeinu sýkst.Ogennþá er veikin ekki nema í einu húsi svo kunnugt sé. Það er því augsýnilegt, að leikur einn hefir verið að verjast útbreiðslu þeirra, og álit héraðs- lasknis er, að það sé mjög auð- velt enn, ef menn vilja eitthvað fyrir vinna. Sem stendur liggja 5 í sama húsi, Borgarhól, neðri. Ef menn vilja nú festa sér í huga, þeir sem ekki hafa haft mislinga áöur, að hafa ekki samgöngur við þetta hús, og hinir, sem mis- lingafengið.aðhjálpa til aö sporna við því, að móttækilegtfólk, börn eða aðrir, sem þeir hafa yfir að ráða, komi í það þar til veikin er um garð gengin, þá hlýtur að mega stöðva útbreiðslu hennar. Menn skulu ekki halda, að ekk- ert geti verið í húfi í þessu efni, að minsta kosti er hálf skopleg heimska, að sækjast eftir að fá og útbreiða veikina. Afleiðingar mislinga geta stund- um verið svo alvarlegar, að mönn- um ætti að vera hugleikið að verjast þeim, og sjálfsagt að gera þaö, þegar það er hægt kosnað- arlaust og fyrirhafnar lítið. Gengiö. Rvík SD/8. Sterl. pd.............. 31,25 Brezki heimsflygillinn Mc. Laren. Eins ogkunnugter, lögðubrezk- ir flugmenn í Ieiðangur kringum jörðina. En þeir fóru til austurs, í öfuga átt við Bandaríkjamennina. í þeirri flugvél voru 3 menn, og hét foringinn Mc. Laren. Alt frá byrjun, hafa þeir fengið þokur og sérstök óveður á leiðinni, og orð- ið fyrir margskonar óhöppum, að sögn. En samt sem áður hepnað- ist þeim að komast áfram austur móts við Petropavlosk, sem er hafnarbær og hafuðstaðurinn á suðausturströnd Kamtsjatkaskag- ans. í svarta þoku og stórsjð urðu þeir nú fyrir nokkru að nauðlenda þarna á hafinu, sem orsakaði svo miklar skemdir á vélinni, að þeir gátu ekki gert við hana aftur. Til þess vantaði þá ýmiskonar varahluti. En mönnum varð bjargað. Þannig endaði þeirra flugæfin- týri. En talið er, að þeir eigi heið- ur skilið fyrir sína ósleitilegu bar- áttu áfram gegn hættum og hindr- unum, svo lengi sem nokkur von var um að ná markinu. Vegalendin, sem þeir hafa lagt að baki, eru rúmar 12.000 ensk- ar mílur. Danskar kr........... 113,02 Norskar kr............ 96,29 Sænskar kr............ 185,35 Dollar ............... 6,99

x

Bæjarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.