Bæjarpósturinn - 05.11.1924, Blaðsíða 1

Bæjarpósturinn - 05.11.1924, Blaðsíða 1
gparmxixxxDqQ BÆJARPÓSTURINN ÚT6EFAHDI: SI6. ARN6RÍMSS0N 3 VerðlOau.t 3 elntakið í 1. árg. Seyöisfiröi. 5. nóv. 1924. 11. tbl. Símfregnir. Rvík Vii. FB. Stjórnarskifti í Bretlandi. Enska stjórnin segir af sér fyrir þing, en ætlar þó áður, að rann- saka uppruna Zinovievbréfsins og hvernig það hefir komist í hend- ur Daily Mail. Óvíst hver myndar nýja stjórn. Nýtt berklameðal. Danski prófessorinn Möllgaard* hefir fundiö nýtt meðal, Synocrysin, við berklaveiki. Tilraunir með það hafa gefist ágætlega. Umsækjendur Skagafjarðarsýslu eru Páll Jónsson, Sigurður Lýðs- son, Gunnar Benediktsson, Stein- dór Gunnlaugsson og Sigurður Sigurðsson. Þór tók þýzkan togara, Caroline Köhne, fyrir Vestfjörðum í fyrri- nótt, Rvík 3/ii. FB. Rivera sýnt banatilræði. Spánskur liðsforingi skauttveim- ur skotum á Rivera einvaldsstjóra. Hann særðist lítið. Liðsforinginn var líflátinn. Baldwin myndar stjórn. Búist er við stjórnarskiftum í Bretlandi í þessari viku, nema því að eins, að sérstök nefnd verði skipuð áður, til þess, að rannsaka uppruna Zinovievbréfsins. Talið víst að Stanley Baldwin myndi stjórn. Kommúnistar. Lögreglan þýzka hefir fundið vopn og sprengiefni hjá Kommún- istum í Berlín. Rvík 4/n. Iðnaðarsamtök með Þjóöverjum og Frökkum. Stóriðjuhöldar Frakka og Þjóð- verja er í samningum um, að kom á sín á milli iðnaðarsamn- ingum, til þess, að keppa í stál- iðnaði við Bandaríkin og Breta, og er búist við að tollur járnskola milli Þýzkalands og Frakklands verði afnuminn. Eru samtök þessi talin mjög þýðingarmikil fyrir frið- samlega samvinnu þjóðanna. Skipsstrand. Norst gufuskip „Terneskær", strandaði á Meðallandsfjöru á sunnudagsnóttina. Allir björguðust. Skipið naest sennilega ekki út. * Sá sami sem fann upp meðaliö gull- salt (Auricidin) í fyrra, og sem all-marga hefir læknaö á byrjunarstigi veikinnar. Tækifæriskaup á all-miklu af um- búðapappír og bréfpokum má fá hjá Jóni í Firði.

x

Bæjarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.