Bæjarpósturinn - 05.11.1924, Blaðsíða 2

Bæjarpósturinn - 05.11.1924, Blaðsíða 2
BÆJARPOSTURINN Hjúskapur. Á sunnudaginn, 2. þ. m., voru gefin saman í hjóna- band af bæjarfógetanum, ungfrú Margrét Sigurðardóttir, verzlunar- mær og Pétur Einarsson, fiski- matsmaður. Áfengisskipið svokallaða, sem álitið var að hefði komið með vínföng frá Þýzkalandi, er vélskip 50 sniál. að stærð og heitir „Marian". Skipverjar hafa verið yfirheyrðir oft, og er síðast fréttist sátu 3 þeirra í haldi, skipstjóri, stýrimað- ur og einn íslendingur, Bjarni Finnbogason. Ekkert höfðu þeir meðgengið um smyglun í land. Aft- ur á móti hafa þeir játað að hafa haft mikið áfengi í skipinu, en kastað því öllu fyrir borð úti í Faxaflóa. Hvergi segjast þeir hafa haft mök við land síðan í Grinda- vík nema á Sandi á Snæfellsnesi, til þess að fá sér kjötskrokk, ann- ars flækst úti fyrir, ströndinni. Lands, segjast þeir, hafa orðið að leita vegna vista-og olíuskorts. Sagt er að rannsókn muni taka langan tíma, því yfirheyrslur verði látnar fara fram vestur um Sandfellsnes, þar sem þeir játa að hafa haft mök við land. Og fullyrt er, að bæjarfógeti Reykjavíkur muni ekki skiljast við málið fyr en rannsak- að er til þrauta um aðalatriði þess. { samband við þetta mál setja menn, að rekið hafa vínandaílát á Suðurnesjum, og togarar hafa fengið nokkur slík í vörpur, en tórh. Hið ágæta fróðleiks- og mynda- blað „Óðinn", árgangarnir 1923— '24, fást hjá Jóni í Firði. 5000 siifurkrónur kyrsettar. Danska blaðið „Berl, Tid." frá n/o. segir frá, að tollgæzlan í Stokk- hólmi hafi lagt hald á kassa með danskri og norskri silfurmynt sem hafi komið frá íslandi, og hafi upphæðin verið 5000 krónur. Kassinn hafði komið með járn- braut til Stokkhólms frá Kristjaníu og var innihaldið, sagt „mótor- hlutir". í kassanum fanst dálítið af verðlausu járnarusli úr vélum. En það, sem vakti tortryggni á kassanum var það, að sjáanlegt var að kassinn kom frá íslandi. Og tollgæzlunni fanst díilítið und- arlegt, að sendir væru móturhlut- ir frá íslandi yfir Noreg til Stokk- hólms é0^- Á kassabotnint:m,sem var hulinn með sagi, fundust 1895 1-krónu- peningar, 811 danskir 2-krónupen- ingar, 6,6 kg. danskir 10-eyriugar, 6,45 kg. danskir 25-eyringar og 61 norskir 50-eyringar. En af því að ekki er leyfilegt að flytja þessa mynt til Svíþjóðar var iagt hald á kassann meðankomistyrði fyrir um hver bæri ábyrgð á sendingunni. GengiO. Rvík */n. Sterl. pd.............. 28,75 Dán^kar kr............«109,52 Norskar kr............ 91,01 Sænskar kr............. 168,61 Dollar ..:............ 6,34 Prentsmiðja Austurlands.

x

Bæjarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.