Bæjarpósturinn - 08.11.1924, Blaðsíða 2

Bæjarpósturinn - 08.11.1924, Blaðsíða 2
BÆJARPOSTURINN en stjórnin hefir engin aískifti haft af rekstri hans. Geir ætlar að reyna að ná Terneskær út. Loddaramenska. Þýzkur baron, von Lepel að nafni, hefir á síðustu tveimur mán- uðum leikið skoplegan loddaraleik. Hann lét það berast út, að hann með fjarskynjunar (teiepatisk) hæfí- leikum sínum gæti bent á, hvar steinolíu væri að finna. Þóttist hann hafa fundið upp mjög merki- legt áhald til þess, sem hann kall- aði „Georadiograf". í sambandi við fjarskynjunargáfu sína, sagði hann, að þetta áhald, gerði sér mögulegt að benda á málmæðar og olíulindir í jörðinni um ailan heim, þó að hann sæti sjálfur heima hjá sér, í Berlín. - Meðal annars sagði hann, að í nánd við Kristjaníu væru miklar oiíulindar 4000 metra niðri í jörð- inni. Þetta var nú engin smáveg- is gleðifregn fyrir Noreg. Þotið var til og stofnað hlutafélag, sem hlaut nafnið „Moníona" til þess, að vinna lindirnar. Aö vísu gekk þetta fyrst með leynd nokkurri, en þó voru við stofnunina rlðnir þektir málaflutningsmenn, og safnaðist á svipstundu 300,000 kr. í hlutafé. Norskir jarðfræðingar og námu- verkfræðingar birtu í blöðunum viðvaranir til fólksins, að trúa var- lega slíkum kerlingabókum, sem þessum. Jafnharðan lét stjórn hluta- félagsins það boð út ganga, að hluthafarnir furðuðu sig ekki á skoðun norskra vísindamanna í þessu efni, en þeir treystu nú,samt sem áður, frekar á hinn undursam- lega hœfileika hins þýzka upp- götvunarmeistara til þess að finna falið gull. En það leggur víst enginn í, að gera tilraun til þess að ganga í hauginn, sem geymir þetta gull. , Því vitanlega kom það sanna í ljós í þessu, eftir stutían líma: alt saman hin auðvirðilegasta biekking og loddaramenska. j Hvað ætli það sé, sem fólkið trúir ekki af slíku tægi, á þessum tímum? Hækkun Bæjarpóstsins. Þótt Bæjarpósturinn sé nú ekki stærra blað en hann er, og útgáfukostn- aður ekki stórkostlegur, hehr til þessa reynst ómögulegt, að gefa hann út al- veg skaðlaust. Til þess þyrftu kaupend- ur að vera þriðjungi fleiri en þeir eru að jafnaði, sem þó oftast eru furðu margir miðað við fólksfjölda bæjarins. Til þess, að ráða bót á þessu, svo að menn geti samt fengið sem nýjastar fréttir, hefir því orðið að grípa til þess óyndisúrræðis að hækka söluverðið upp í 15 aura. En þrátt fyrir alt, ætti það ekki að vera verra kaup, en gam- all og skórðóttur Harðjaxl sunnan af Skaga á 25 aura. Hænir kemur ekki út, af viss- um ástæðum, fyr en á mánudag, 10. þ. m._______________ Prentsm. Austurlands

x

Bæjarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.