Bæjarpósturinn - 08.11.1924, Síða 2

Bæjarpósturinn - 08.11.1924, Síða 2
BÆJARPOSTURINN en stjórnin hefir engin afskifti haft af rekstri hans. Geir ætlar að reyna að ná Terneskær út. Loddaramenska. Þýzkur baron, von Lepel að nafni, hefir á síðustu tveimur mán- uðum leikið skoplegan loddaraleik. Hann lét það berast út, að hann með fjarskynjunar (teiepatisk) hæfi- leikum sínum gæti bent á, hvar steinolíu væri að finna. Þóttist hann hafa fundið upp mjög merki- legt áhald til þess, sern hann kall- aði „Georadiografí sambandi við fjarskynjunargáfu sína, sagði hann, að þetta áhald, gerði sér mögulegt að benda á málmæðar og olíulindir í jörðinni um allan heim, þó að hann sæti sjálfur heima hjá sér, í Berlín. Meðal annars sagði hann, að í nánd við Kristjaníu væru miklar oiíulindar 4000 metra niðri í jörð- inni. Þetta var nú engin smáveg- is gleðifregn fyrir Noreg. Þotið var til og stofnað hlutafélag, sem hlaut nafnið „Moniona“ til þess, að vinna lindirnar. Að vísu gekk þetta fyrst með leynd nokkurri, en þó voru við stofnunina riðnir þektir málaflutningsmenn, og safnaðist á svipstundu 300,000 kr. í hlutafé. Norskir jarðfræðingar og námu- verkfræðingar birtu í blöðunum viðvaranir til fólksins, að trúa var- lega slíkum kerlingabókum, sem þessum. Jafnharöan lét stjórn hluta- félagsins það boð út ganga, að hluthafarnir furðuðu sig ekki á skoðun norskra vísindamanna í þessu efni, en þeir íreystu nú,samt sem áður, frekcir á hinn undursam- lega hœfileika hins þýzka upp- götvuriarmeistara til þess að finna falið gull. En það leggur víst enginn í, að gera tilraun til þess að ganga í hauginn, sem geymir þetta gull. Því vitanlega kom það sanna í ljós í þessu, eftir stutían líma: alt saman hin auðvirðilegasta blekking og loddaramenska. Hvað ætli það sé, sem fólkið trúir ekki af slíku tægi, á þessum tímum? Hækkun Bæjarpóstsins. Þótt Bæjarpósturinn sé nú ekki stærra blað en hann er, og útgáfukostn- aður ekki stórkostlegur, hefir til þessa reynst ómögulegt, að gefa hann út al- veg skaðlaust. Til þess þyrftu kaupend- ur að vera þriðjungi fleiri en þeir eru að jafnaði, sem þó oftast eru furðu margir miðað við fólksfjölda bæjarins. Til þess, að ráða bót á þessu, svo að menn geti samt fengið sem nýjastar fréttir, hefir því orðið að grípa til þess óyndisúrræðis að hækka söluverðið upp í 15 aura. En þrátt fyrir alt, ætti það ekki að vera verra kaup, en gam- all og skörðóttur Harðjaxl sunnan af Skaga á 25 aura. Hænir kemur ekki út, af viss- um ástæðum, fyr en á mánudag, 10. þ. m. Prentsm. Austurlands

x

Bæjarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.