Bæjarpósturinn - 12.11.1924, Side 1

Bæjarpósturinn - 12.11.1924, Side 1
Fréttir írS Slæni xg BÆJARPÓSTURINN ÚTGEFANDI: SIG. ARNGRÍHSSON | Verð 15 ao. eintakið 1. árg. Seyöisfiröi, 12. nóv. 1924. 13. tbl. Símfregnir. Rvík 10/ii. FB. Herriotstjórnin á við erfiðleika og vaxandi dýrtíð að stríða og versnandi gengi frankans. Millerandsflokkurinn er gamla þjóðernissinnasamsteyp- an, sem tapaði í kosningunum í maí. Bcldwinsstjdrnin tók við stjórnartaumunum á Eng- landi á föstudaginn var. íslenzk Iistaverk í ParTs. Nina Sæmundsson á mynda- styttu oa Gunnlaugur Blöndal land- lagsmynd af Ítalíu á hinni heims- frægu Parísarsýningu. Eru þau fyrstu Islendingarnir, sem hafa orðið þátttakendur þar. Stjórnarráðiö tilkynnir fyrir norska utanríkisráðuneytið, að frá nýári heiti höfuðborg Nor- egs Osló. Nýtt barnaskólahús. Bæjarstjórn Reykjavíkur sam- þykkir að byggja barnaskólahús næsta ár, fyrir alt að 1 miljón króna, og hefir veitt 300 þúsund fyrir fyrsta árið. En óvíst er, að skólinn verði allur bygður í einu. Þór færist f aukana. Þór tók togarann Sarpdan frá Grimsby á Skjálfanda, en skaut fjórum skotum áður en skipshöfn- in hlýddi. Fékk hann 11 þúsund gullkróna sekt á Akureyri. Afli og veiðarfæri gert upptækt. Rvík n/n. FB. Járnbrautarverkfall í Vínarborg, og símamenn hóta samúðarverkfalli. Seipelsráðuneyt- ið hefir lagt fram lausnarbeiðni, því það óttast að launahækkunin kollvarpi fjárhagsumbótatilraunum sínum. Blóðugir bardagar á Spáni. Lýðveldissinnar í Madrid hafa gert uppreist gegn einvaldsher- stjórninni, og eru blóðugir bar- dagar í borginni. Frá Ítalíu. Mussoliní bannar stjórnmála- fundi, en mótstöðumönnum hans vex ásmegin. Fascistinn Sebastanio krefst þess, að Mussolini láti Ítalíu aftur af hendi við ítali. Innbrotsþjófnaður í ReykjavTk. Brotist var inn hjá Jóni Her- mannssyni, úrsmið, og stolið miklu af skartgripum. Lausafregn er um aðTerneskær hafi sokkið í sand á Meðallands- fjöru, en Strandmennirnir eru ó- komnir til Víkur.

x

Bæjarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.