Bæjarpósturinn - 27.11.1924, Blaðsíða 2

Bæjarpósturinn - 27.11.1924, Blaðsíða 2
BÆJARPÓSTURINN ekkja Qísla sál. Jónssonar guil- smiðs, andaðist í fyrrakvöid aö heimiii sínu hér í bænum. Varð hún 80 ára að aidri 31. marz síðastl. Síðar verður hennar nánar minnst. frá ársbyrjun til októberloka er talinn 65 miljónir og 840 þúsund krónur. Maður hverfur í Reykjavík. Verkamaður, Gísli Jónsson að nafni, hefir horfið. Druknun fyrir ofhleöslu. Bjarni Guðmann Sigurðsson vinnumaöur í Brautarholti drukn- ar vegna þess, að hann ofhlóð smábát er íylti og sökk á leið út í vélbát á víkinni undan Hofi. Gengiö. Rvík 2R/ii. Sterl. pd 28,30 Danskar kr 107,60 Norskar kr 90,82 Sænskar kr 164,90 Dollar 6,14 Hjálpræðisherinn heldur fagnaðarsamkomu fyrir Oluf Petersen á morgun. Prentsm. Austurlands Aulýsingaverð Hœnis er og verður reiknað eftir sama taxta og Reykjavíkurblöðin gera. En að því er afslátt snert- ir, þá verður hann framvegis, frá þessum degi, 27. nóv. aðeins gef- inn éftir sama mælikvarða og gild- ir hjá þeim, miðaö við mánað- ar-eða árlega auglýsingaupphæð, stœrð einstakra auglýsinga, hve oft sama augl. er birt o. s. frv. Herbergi óskast til leigu frá 1. des. Margrét Björnsddttir, Borgarhól. Ari Arnalds bæjarfógeti kom heim á Esju. Druknun. Fyrir nokkru vildi það slys til, að á Heyklifi við Stöðvarfjörð druknaði maður, Ari Pálsson að nafni. Hafði hann ver- ið á gangi fram með sjónum og sennilega orðið fótabrestur, því hann hafði verið lasinn. Ari sál. var 29 ára gamali. Hafði hann verið hinn mesti myndarmaður á öllum sviðum og vinsæll og virt- ur af öllum er honum kyntust. Hann var sonur Páls Skarphéðins- sonar, bónda á Heyklifi. Siguröi Sigurðssyni frá Vigur hefir verið veitt Skagafjarðarsýsla. Var hann á leið þangað á Esju síðast, ásamt fjölskyldu sinni. 1. desember mun verða hér samkoma, með líku sniðiogáður, samkv. ráðst. síðasta bæjarstjórn- arfundar. Kobbi skalli selur rokk.

x

Bæjarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.