Bæjarpósturinn - 05.12.1924, Side 1

Bæjarpósturinn - 05.12.1924, Side 1
Fréttlr frá D Æ lADDflCTIIDIIIII Verð15aa.cj Hsni SíÆ JAilrU j 1UKINN elntakið J ÚTGEFANDi: SIG. ARNGRÍNSSON 1. árg. Seyöisfiröi, 5. des. 1924. 18. tbl. Símfregnir., Rvík EB/n. FB. Uppþot í Algier og Tunis. Urgur er í Frökkum vegna æs- ingaundirróðurs Kommunista í frönsku nýlendunum í Algeir og Tunis. Alvarleg uppþot hafa átt sér þar stað. Landsstjórarnir hafa veriö kallaðir til París. Franska stjórnin álítur útlitiö ískyggilegt. • Trotzky rekinn úr embætti. Símskeyti frá Riga segja að Trozky hafi verið rekinn út her- málafulltrúaembættinu, og að aðrar stöður hans hafi verið af honum teknar. Guðmundur Thoroddsen hefir verið settur prófessor í stað Gudmundar heitins Magnússonar. Rvík Via. FB. Frakkar og Rússar. Franska stjórnin er mjög reið æsingum Kommúnistaí Algier og Tunis, þar sem ráðstjórnin rúss- neska hafði hátíðlega lofað, að hætta öllum æsingum í frönskum löndum, þegar franska stjðmin viðurkendi hana. Uppreistin í Sudan. Sudanhermenn heyja bardaga við Englendinga, er reyna að bæla uppreistina niður með harðri hendi. Er mikið mannfal! af beggja hálfu. Englendingar hafa komist að samsæri, sem stofnað hafi veri til, til þess, að myrða Allenby yfirhershöfðingja í Egypta- landi og forsætisráðherrann, sem er vinveittur Bretum, og hafaþeir útaf því handtekið fjölda manna, og aukið varðlið í Kairo. Hátfðahöldum fullveldisdagsins verður frestað í Reykjavík til 7. þ. m. vegna andláts Guðmundar prófessors Magnússonar. Student- ar gefa þó í dag út blað til ágóða fyrir Studentagarðinn. Rvík 2/i2. FB. Lundúnafregn segir, að brezka stjórnin tilkynni að uppreistin í Sudan sé bæld niður, og að sjálf- stæði Egyptalands verði ekki tak- markað af þessum orsökum. Þýzk- ir fréttaritarar í Kairo segja, að hatrið til Englendinga vaxi óðfluga. Spánarfregn hermir að Primo de Rivera segi af sér. Vöruverð hækkar. Frá Genf er símað, að sam- kvæmt nýjustu skýrslum um heild- sölu hækki verð á vörum um heim allan. Stelnolíusamningnum sagt upp. Stjórnin hefir sagt upp steinolíu- samningi Landsverzlunarinnar við British Petroleum Company. Gild- ir samningurinn til ársloka 1925.

x

Bæjarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.