Bæjarpósturinn - 05.12.1924, Side 2

Bæjarpósturinn - 05.12.1924, Side 2
BÆJARPÓSTURINN Brenda og malaða er nú b e z t a og þó ódýrasta kaffið í bænum, kr. 5,80 kílóið. Verður miklu dýrara þegar næstu birgðir koma Verzlunin St Th. Jónsson R-vík s/12. FB. Egyptar og Bretar. Egypzka stjórnin gengur að öll- um settum og ósettum skilyrðum Breta. Nýjar Kommúnistaóeiröir. Frá Reval er símað, að tekist hafi að kæfa niður ægilega stjórn- arbyltingartilraun í Eistlandi. Kommúnistar réðust á helztu bygg- ingar þar, herlið var kallað út og urðu miklar orustur meö tölu- verðu mannfalli. Ætlunin var, að stofnsetja ráðstjórn með rúss- neskri fyrrirmynd. Skip vantar. Fiskiskip, er hét Thorun, (Þór- unn), fór héðan frá Rvík fyrra mánudag áleiðis til Djúpavogs, og hefir ekkert til þess spurst síðan. Skip þau, er loftskeytatæki hafa, hafa verið beðin að leita. Rvík 4/12. FB. Branting, forsætisráðherra Sví- þjóðar, er veikur. Lloyd George hefir verið val- inn foringi frjálslynda flokksins í Englandi. Eistlandsstjórnarbyltingin er algerlega bæld niður. Tuttugu Kommunistar hafa verið dregnir fyrir herrétt og skotnir. Rússlands- flotinn var á sveimi í Eistiands- flóa um líkt leyti og byltingin hófst, og er haldið að hann hafi átt að veita byltingamönnum lið. Menn hér eru hræddir um að „Thorun“ hafi hlekst á. Skips- höfn 15 manns. Skipið norskt, 1400 smálestir að stærð. Fiskitökuskipíð „Thorun“ er loksins heimt úr helju. Kom það hingað kl. 8^/2 í morgun. Hefir það, sem að líkindum ræður, haft harða útivist og ógurlega hrakn- inga. Frá Rvík til Ingólfshöfða var það 5 sólarhringa, og 1 sólarhring lá það um kyrt undan Höfðanum. Tvívegis hrepti það þoku svo mikla, og stórsjó, að landleit var ófær og varð það þá að leiia til hafs. Skipið er óskemt, en ein- hverrar vélabilunar hafði orðið vart í nótt. Hjálpræðisherinn sunnud. 6. des. Sunndagaskólinn kl. 2 í Gl. Framt. Kvöldsamkoma kl. 8V2 heima á Gestah.

x

Bæjarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.