Bæjarpósturinn - 24.01.1925, Blaðsíða 1

Bæjarpósturinn - 24.01.1925, Blaðsíða 1
BÆJARPÖSTURINN ÚTGEFANDI: SI6. ARNGRÍMSSON acombdacpuauL 3Ver 15 au. eintakið 1. árg. Seyöisfiröi, 24. jan. 1925. 21. tbl. Sólmyrkvinn í dag hefst kl. 1,21 e. m , og er lokið kl. 3,35 e. m., en stendur hæstkl. 2,29, og nær þá yh'r sjö áttundu af þvermáii sólarhvelsins, og sést allan tímann á Suðu'landi Hér á Austurlandi mun hans verða lítið vart, vegna þess hve dimt er í lofti. Símfregnir. Rvík 20/i. FB., Halldór Vilhjálmsson búnaðarskólastjóri fer til Dan- merkur í apríl sem gestur Dansk- Islandsk Samfund, og heldur fyr- irlestra í félaginu og landbúnað- arskólanum, og kanske í land- búnaðarháskólanum í Lundi í Svíþjóð. Billing biskup er dáinn. Brezkt gull í umfero. Bretar hafa lögleitt að innleysa aftur seðla með gulli frá 1. júlí. Stjdrnarm. f Þýzkalandi. Luthermyndar hægrlmannaráðu- neyti f Þýzkalandi. Smyglunarvarnir. Frátielsingfors: Eistland, Finnland, Pólland og Lettland ræða um varn- arsambandið. Endanleg ákvörðun verður ekki tekin fyr cn útséð er um afdrif afvopnunarsamþyktar Genffundarins. Frá Rússum. Frá Moskva er símað, aö stjórn- in og kommunistaforsprakkarnir ætli að ræða um afstöðu Rússlands gagnvart Evrópu bráðlega áfundi. Ráðstjórnin afneitar á yfirborðinu sambandi við „Þriðja internation- ale" (alþjóðabandalag Kommun- ista). Bátsstrand. Mótorbáturinn „Hákon" frá ísa- firði strandaði við Óshlíð. Mann- björg varð, en skipið, veiðarfæri og afli týndist. Skipið var vátrygt fyrir 18 þúsund. Rvík 21/i. FB. Hervarnabandalagsfundinum í Helsingfors er lokið. Ákveðið var, að koma á varnarbandalagi en bíða átekta hv&ð gert verði á afvopnunarfundinum í London í sumar. Frá Bretum. Frá London er símað að her- málaráðuneytið tilkynni, að aðal- bækistöðvar flotans verði fram- vegis: Miðjarðarhafið, Kína og Indland. Bretar mynda nýtt varn- arliö í Sudan til þess, að tryggja aðstöðu sína þar. Sumir yfir- mennirnir eru Sudanmenn.

x

Bæjarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.