Bæjarpósturinn - 24.01.1925, Qupperneq 1

Bæjarpósturinn - 24.01.1925, Qupperneq 1
Fréttlr fri Hænl BÆJARPÖSTURINN ÚTGEFAHDI : SIG. ARN6RÍHSS0N 3Ver 15 au.! 3 eintahið Seyöisfirði, 24. jan. 1925. 21. tbl. 1. árg. Sólmyrkvinn í dag hefst kl. 1,21 e. m , og er Iokið kl. 3,35 e. m., en stendur hæstkl. 2,29, og nær þá yfir sjö áttundu af þvermá’i sólarhvelsins, og sést allan tírnann á Suðurlandi Hér á Austurlandi mun hans verða lítið vart, vegna þess hve dimt er í lofti. Símfregnir. Rvtk *°/1. FB. Halldór Vilhjálmsson búnaðarskólastjóri fer til Dan- merkur í aprí! sem gestur Dansk- Islandsk Samfund, og heldur fyr- irlestra í félaginu og landbúnaö- arskólanum, og kanske í land- búnaðarháskólanum í Lundi í Svíþjóð. Billing biskup er dáinn. Brezkt gull í umferö. Bretar hafa lögleitt að innleysa aftur seðla með gulli frá 1. júlí. Stjórnarm. f Þýzkalandi. Luthermyndar hægrlmannaráðu- neyti í Þýzkalandi. Smyglunarvarnir. FráHelsingfors: Eistland, Finnland, Pólland og Lettland ræða um varn- arsambandið. Endanleg ákvörðun verður ekki tekin fyr cn útséð er um afdrif afvopnunarsamþyktar Genffundarins. Frá Rússum. Frá Moskva er símað, aö stjórn- in og kommunistaforsprakkarnir ætli aö ræða um afstöðu Rússlands gagnvart Evrópu bráðlega á fundi. Ráðstjórnin afneitar á yfirborðinu sambandi við „Þriðja internation- ale“ (alþjóðabandalag Kommun- ista). Bátsstrand. Mótorbáturinn „Hákon“ frá ísa- firði strandaði við Óshlíð. Mann- björg varð, en skipið, veiðarfæri og afli týndist. Skipið var vátrygí fyrir 18 þúsund. Rvík 21/i. FB. Hervarnabandalagsfundinum í Helsingfors er lokið. Ákveðið var, að koma á varnarbandalagi en bíða átekta hvað gert verði á afvopnunarfundinum í London í sumar. Frá Bretum. Frá London er símað að her- málaráðuneytið tilkynni, að aðal- bækistöðvar flotans verði fram- vegis: Miðjarðarhafið, Kína og Indland. Bretar mynda nýtt varn- arlið í Sudan til þess, að tryggja aðstöðu sína þar. Sumir yfir- mennirnir eru Sudanmenn.

x

Bæjarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.