Bæjarpósturinn - 13.02.1925, Blaðsíða 1

Bæjarpósturinn - 13.02.1925, Blaðsíða 1
Fríttlr Iri Hanl tliiiiir"m"* BÆJARPÓSTURINN ÚT6EFAN0I: SI6. ARH6RÍMSS0H 1. árg. Seyöisfiröi, 13. febr. 1925. 23. tbl. Símfregnir. Rvík 10/2. FB. Frá Berlln. Stresemann, ríkis- kanslari fyrverandi stjórnar, og Luther, þá fjármálaráðherra, hafa verið sakaðir um misbeiting em- bættisvaldsins í þágu iðjuhölda í Ruhr, er kröfðust í desember að ríkið endurgreiddi þeim 718 milj- ónir gullmörk, sem skaðauppbót, er þeir hefðu liðið, vegna hertöku Ruhr. Fengu þeir 2 miljarða gull- marka, er þeir endurborguðu í verðlausum pappírsseðlum. Og er komið í ljós, að þeir stórgræddu á hertökunni. Frá Genf. Bandaríkjamenn yfir- gefa ópíumsráðstefnu, sem yfir stendur, reiðir mjög, vegna þess, að ríki, er lönd eiga þar, sem ópíum er ræktað, vilja ekki gera gangskör aö takmörknn framleiösl- unnar. Prússlandsráðuneytið aftur far- ið frá völdum. Rvík ll/t, FB. Skaðar og manntjdn. I veðrinu á sunnudaginn urðu talsverðir skaðar á höfninni hér pg húsum. Tvær bryggjur skemd- ust að mestu. Kolabarkur sökk og vélbátur. Margir togarar eru komn- ir inn með brotna báta og loft- skeytastengur. Á einum brotnaði bátadekkið og féll sjór í lestina, og annar misti út 38 tunnur lifr- ar, og einn kom meö brotið stýri. Einar Einarsson, kyndari á Qullfossi, sem var á út- leið, varð fyrir brotsjó og beið bana af. Frá Alþingi. Sjálfstæðismenn og Framsókn- armenn sameinuðust um nefndar- kosningar í neðri deild. Samein- ingin sennilega ekki víðtækari. Rvík "/»• FB. Frá Alþingi. Þingmannafrumvörp eru byrjuð að koma fram. Bjarni frá Vogi flytur frumvörp um mannanöfn og kenslustundafjölda kennara íMenta- skólanum. Fjármálaráðherra hefir haldið mikla ræðu um fjárhags- yfirlit og tekjur ríkissjóðs á árinu, sem farið hafa um 3 miljónirfram úr áætlun. Af.tekjuafganginum hef- ir verið varið 6—700 þúsund kr. til greiðslu lausaskulda. Bankarn- ir hafa greitt 8 miljóna kr. skuld erlendis og auk þess safnað8mil- jón kr. inneign þar. Útflutningur- inn nam 80 miljónum og orðið að vörumagni 62% meira en 1914 og 45% meira á hvern mann í landinu. Fjármálaráðherra sagði að hin glæsilega afkoma stáfaði

x

Bæjarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.