Bæjarpósturinn - 25.02.1925, Blaðsíða 1

Bæjarpósturinn - 25.02.1925, Blaðsíða 1
BÆJARPÖSTURINN ÚTGEFANDI: SI6. ARNGRÍHSSON apcrnrnnmnmqu Ver 15 au. eintakið 1. árg. Seyðisfirði, 25. febr. 1925. 26. tbl. Símfregnir. Rvík a3/2. FB. Frá Paris: „Demokratar“ halda Caillaux veizlu, viðbúast að hann lendi bráðlega í stjórninni og líklegasti eftirmaöur Herrioís. Frá London: Rakovsky sendi- herra Rússa segir, að 11 miljónir svelti í Rússlandi. Álitið er, að vegna afvopminarráðstefnunnar í Washington verði ekki af hinni ráðgerðu aívopnunarráöstefnu í Qenf. Frumvarp um, aðveitakon- um 21. árs kosningarrétt, var felt í neðri mástofunni. Frá Alþingi. í dag er 3. umræðudagur um afnám tóbakseinkasölunnar. Voru fjörugar umræður á laugardaginn. Þingsályktunartillaga Bjarna um aðkrefja Dani íslenzkra forngripa er samþ. í neðri deild. Rvík 24/2. FB. Ráðstefna f Washington. Flest stórveldin hafa lofað Coolidge þátttöku í afvopnunar- ráðstefnú er á að halda í Washing- ton, en Frakkar eru þó hikandi. Frá New-York: Frumvarp verð- ur bráðlega borið fratn í Senatinu, er bannar bönkum að veita lán þeim löndum er ekki hafa samið um afborgun af stríðsskuldunum beint, svo sem Frakklandi og Ítalíu. Ofviðri var í Vestmanneyjum á laugardaginn. Bjargaði „Þór“ vél- báti með 6 mönnum. Togaraleitin enn. Breskt herskip leitar að enska togaranum Scapa Flow, sem vantar síðan 27. janúar, og var þá á leið til Englands. Skipið leitar fyrst undan Vestfjörðum. Framhaldsleit, að Leifi hepna og Fieidmarshal Robert ákveðin. í leiíinni verður „Fylla“, tveir íslénzkir togarar og tveir af ensku Hafnarfjarðar-íog- urunum. Rvík 25/2. FB. Frá Aiþingi. Umræður um afnám tóbaks- einkasölunnar enn írestað í gær. Margir þingmenn hafa talað sig dauða. Búist er við að það verði aftur á morgun á dagskrá. Móti afnámi eru Framsóknarmenn og fón Baldvinsson af þeim sem tekið hafa til máls. ;Nánar um af- stöðu þingmanna eftir því er í ljós kemur við atkvæðagreiðslu. Varalögreglu-frumvarpið var tekið af dagskrá í gær, en verður tekið til umræðu í dag. Heilsuhælisfélag Norðurlands er stofnað á Akureyri með 340 meðlimum.

x

Bæjarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.