Fréttablaðið - 27.07.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.07.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI27. júlí 2010 — 174. tölublað — 10. árgangur ÞRIÐJUDAGUR skoðun 12 SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt veðrið í dag Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 HEILSA OG LÍFSHÆTTIR eru til umfjöllunar á vefsíðunni heilsubankinn.is, sem er meðal annars ætlað að stuðla að bættu líferni og betri heilsu. „Ég vildi bara sjá og upplifa ósnortna íslenska náttúru og ögra sjálfum mér svolítið,“ segir Þórólfur Jarl Þórólfsson, starfs-maður hjá Vodafone, um tildrög þess að hann ákvað að ganga þvert yfir landið, frá Reykjanes-vita á Reykjanestanga að vitan-um á Langanesfonti, frá 20. maí til 11. júní. Þórólfur slóst þar í för með Frey Heiðari Guðmundssyni, frænda sínum, og vininum Friðriki Guðjónssyni en enginn þeirra hafði reynslu af slíku áður. „Nei, nei, ég hef nú takmarkaðgert af því kk er helst að maður fari í veiði eða fótbolta með strákunum,“ segir Þórólfur og kveður margt hafa komið á óvart. „Náttúran er ótrú-leg og sums staðar svo ósnortin að engu líkara en maður væri sá fyrsti sem færi þar um. Sér-staklega þótti mér gaman að koma í Vonarskarð sem er mjög fallegt.“ Félagarnir ferðuðust létt, höfðu meðferðis gps-staðsetn-ingartæki, farsíma, landakort og mat í bakpokum og urðu sérreglulega úti umi nítjánda þurfti Friðrik að hætta för vegna fótameiðslna. Frænd-urnir komust þó báðir á leiðar-enda og sjaldan verið hressari að sögn Þórólfs. „Upphaflega var þetta erfitt en kom smám saman og undir lokin var maður í topp-formi, búinn að missa nokkur kíló á leiðinni. Þetta varð því að svona hálfgerðri detox-ferð fyrir karla,“ segir hann og hlær.Þórólfur útilokar ekki að félag-arnir endurtaki leikin ðÆtli þ Detox-ferð fyrir karlaÞórólfur Jarl Þórólfsson er ekki upptekinn af hollu mataræði og hefur aldrei stigið fæti inn á líkams- ræktarstöð. Samt lét hann sig ekki muna um að ganga þvert yfir landið á dögunum og hafði gaman af. Þórólfur ákvað að ögra sjálfum sér með því að ganga þvert yfir landið og uppgötvaði í leiðinni einstaka náttúrufegurð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 5% teygja - 2 snið Upp í mitti Stretch-buxurfyrir verslunarmannahelgina Patti.isLandsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 Láttu þér líða vel í sófa frá Patta Tilboð gildir til 30. júli 219.900 krP aris Hor nsófi 2H 2 Aðeins þ essa vik u Töfraheimur tónlistar Tónlistarhátíðin Bergmál haldin í fyrsta sinn á Dalvík. tímamót 16 Æfðu köst af list Veiðiferð Krabbameinsfélags Íslands vel heppnuð í alla staði. allt 2 STYTTIR UPP Í dag verða víðast norðan 3-8 m/s. Skýjað og lítils háttar rigning A-til á landinu en léttir SV-lands er líður á daginn. Hiti 10-20 stig, hlýjast SV-til. VEÐUR 4 14 16 15 15 12 Mammút góð Hreif erlenda blaðamenn á Iceland Inspires- tónleikunum. fólk 26 FERÐAÞJÓNUSTA Ferðamönnum til Vestmanna- eyja hefur snarfjölgað eftir að Landeyjahöfn var tekin í notkun fyrir viku síðan. Að sögn Guðmundar Pedersen, rekstrarstjóra Herjólfs, lætur nærri að fjöldi farþega hafi þrefaldast miðað við sama tíma í fyrra. Herjólfur er nú innan við þrjá stundarfjórð- unga að sigla frá Landeyjahöfn til Eyja og fer fjórar til fimm ferðir á dag. „Það hefur verið veruleg aukning þessa fyrstu daga,“ segir Guðmundur. „Það er hell- ingur af farþegum, upp undir 400 í ferð, og bílarýmið, sem tekur 50 til 60 bíla, er nánast alltaf fullt.“ Veitingamenn hafa líka orðið varir við auk- inn straum ferðamanna til Eyja. Hólmgeir Austfjörð er eigandi 900 Grill, sem var opnað í byrjun júní. „Það hefur verið nóg að gera hjá okkur í allt sumar, en það er ekki saman að líkja eftir að Landeyjahöfn var tekin í notkun,“ segir hann. „Helsti munurinn er sá að áður var fyrst og fremst annríki á kvöldin en nú er stað- urinn þéttsetinn allan daginn. Við höfum feng- ið að lágmarki 100 gesti á dag,“ segir Hólm- geir, sem finnst líklegt að það sama sé upp á teningnum á öðrum veitinga- og kaffihúsum í bænum. Þá hefur ásókn í golfvöll bæjarins aukist á undanfarinni viku. „Við urðum vör við það strax fyrsta daginn þegar siglt var frá Land- eyjahöfn,“ segir María Sigurbjörnsdóttir, starfsmaður hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja. „Við finnum líka fyrir miklum áhuga; það hafa margir hringt og spurst fyrir um vallartíma. Við eigum því von á að það verði enn meira að gera í ágúst, þegar þjóðhátíð er yfirstaðin.“ Það eru ekki aðeins túristar sem sækja Vest- mannaeyjar heim. Einnig hefur borið á því að fólk af meginlandinu geri sér ferð til að sækja þar þjónustu. „Það hefur verið mikið að gera hjá okkur undanfarna viku,“ segir Sædís Eva Birgisdótt- ir. starfsmaður í versluninni Geisla. „Bæði eru þetta ferðalangar sem líta inn hjá okkur en líka fólk sem kemur hingað gagngert til að versla eða eftir annarri þjónustu. Það hefur eiginlega verið allt annar bæjarbragur undan- farna viku og hreint dásamlegt.“ - bs Ferðalangar streyma til Eyja Fjöldi ferðamanna til Vestmannaeyja hefur nánast þrefaldast eftir að Landeyjahöfn var tekin í notkun. Veitingahús eru þéttsetin og aukin ásókn er í golfvöllinn. Fleiri fara til Eyja til að sækja þjónustu. VIÐSKIPTI Dótturfélag Atlantis Group, félags í íslenskri eigu, er orðið langstærsta fyrirtækið á sviði túnfiskseldi í heiminum eftir sameiningu við mexíkóskt eldis- fyrirtæki. Fyrirtækið framleiðir nú 20 til 30 prósent af öllum blá- uggatúnfiski sem alinn er í kvíum í heiminum. „Ég held við getum verið tiltölu- lega ánægðir með þetta, með þess- um kaupum ríflega tvöföldum við starfsemina hjá okkur,“ segir Óli Valur Steindórsson, forstjóri Atlant- is Group. Hann verður jafnframt forstjóri sameinaðs dótturfélags, sem fær nafnið Umami Sustainable Seafood. Kali Tuna, dótturfélag Atlantis Group, hefur stundað túnfisk- seldi við Króatíu undanfarin ár. Fyrirtækið sameinast nú Baja Aquafarms, sem ræktar túnfisk undan ströndum Mexíkós. Óli Valur segir allan túnfisk sem alinn hafi verið hingað til hafa verið seldan til Japans, þar sem hann hafi verið notaður hrár til sushi- gerðar. Atlantis stefni á að komast inn á sushi-markaðinn í Bandaríkj- unum, og þá skipti miklu að fram- leiða nærri Bandaríkjunun. Fyrir- tækið ætli að einblína að mestu á framleiðslu á túnfiski fyrir sushi- gerð, fiskurinn sé margfalt betri í sushi en á grillinu. „Þegar maður er vanur silkinu vill maður ekki ullina,“ segir Óli Valur. Kaupsamningurinn hljóðar upp á 28 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir um 3,4 milljörðum króna á gengi gærdagsins. - bj Íslenskt fyrirtæki orðið langstærsta fyrirtæki heims á sviði túnfiskseldis: Einblínir á sushi-markaðinn TÚNFISKSELDI Kali Tuna, dótturfélag Atlantis Group, hefur selt um tíu þúsund tonn af bláuggatúnfiski til sushi-gerðar í Japan undanfarin ár. MYND/ATLANTIS GROUP HAFNARMÁL Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn um helgina. Annar báturinn, Gæskur, var í smábátahöfninni sem er við tón- listar- og ráðstefnuhúsið Hörpu, en hinn var við Grandagarð og nefnist Ver. Hafist var handa við að hífa upp Ver, sem er um 20 tonn, síðdegis í gær en Gæskur, sem er um 65 tonn, stóð enn þá óhreyfður síðdegis. „Þetta kemur nú, því miður, fyrir öðru hverju,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri. „Það er ekki vitað hvað kom fyrir Ver en eig- andinn er að ná honum upp, sem ætti ekki að vera neitt stórmál. Hinn báturinn, Gæskur, flokkast undir reiðileysisbát. Við höfum haft hann undir eftirliti síðustu mánuði og höfum verið að dæla upp úr honum en síðan hefur dæla bilað og hann húrraði bara niður.“ Búið var að fjarlægja olíu og aðra mengunarvalda svo meng- unarhætta af þessum bátum er engin. - mþl Óhapp í Reykjavíkurhöfn: Trébátar sukku í höfninni GÆSKUR VIÐ HÖRPU Báturinn Gæskur lá enn óhreyfður síðdegis í gær en erfitt kann að reynast að hífa hann upp. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Jafnt á Suðurnesjum Keflavík og Grindavík gerðu 1-1 jafntefli í grannaslag. íþróttir 22

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.