Bæjarpósturinn - 12.03.1925, Síða 1

Bæjarpósturinn - 12.03.1925, Síða 1
Símfregnir. Rvík 10/3. FB. Dauðadómi Ingólfs Ingólfsson- ar í Kanada hefir verið breytt íæfi- langt fangelsi með ríkisstj.úrskurði. Bretar vilja nota hugmynd Þjóðverja um öryggisbandalag sem grundvöll til samkomulags. Frakk- ar, Pólverjar og Chekkó-Slóvakar ekki, nema þeir lofi að „respekt- era“ landamæri Austur-Evrópulíka. Rvík lfjs. FB. í Vestmennaeyjum afiastsæmi- lega. Fiskimatsmaðurjnn gizkar á, að 44 skippund séu komin á bát að jafnaði 'til febrúarloka. Netafisk- veiði er stunduð af 78 bátum. Minningarathöfnin. Efni .dagblaöanna var nær ein- göngu helgaö henni. Stórhópar urðu að hverfa frá kirkjunum. Samúðarskeyti frá konungi kom fram frá Knud prins fyrir hans hönd. Dagblöðin birtu lista hinna 67 druknuðra 7. febr., auk 6 Eng- lendinganna. Enginn fundur í Al- bingi. Sæsfminn er slitinn milli Hjalt- lands og Orkneyja. Skeyti héðan frá landinu eru send með sæsím- anum til Leirvikur. En þaðan sendir loftskeytastöðin í Leirvík þau til Wich á Skotiandi. Aftur á móti ganga skeyti frá útlöndum aðra leið. Loftskeytastöðin í Stonehavn á Skotlandi sendir þau beint til stöðvarinnar í Reykjavík. Hvenær aðgérð fer frám er ómögulegt að segja, því skerjótt grunnsævi er milli Hjaltlands og Orkneyja og erfitt aðgerðar. Franskt fiskiskip „Jean“ frá Qraveiir., kom hingað í morgun. Hafði komiö leki að skipinu í hafi, og komst það inn á Fáskrúðs- fjörð. Á Fáskrúðsfirði var tekið alt upp úr því, og kom þá í Ijós að það þurfti mikillar viðgerðar við og var því afráðiö að það færi hingað, þar sem einnig að umboðsmaður vátryggingafélagsins er hér, hr. Guðm. Þórarinsson. Hingað konist það svo með hjálp vélbáts þaðan. Lekinn kvað vera mjög alvarlegur, flóði stundum sjór yfir káetugólfið á leiðinni hingað frá Fáskrúðsfirði, er því mikill vafi á, hvort hægt verður að gera við það, svo þaö verði sjófært. Einn bátur á Djúpavogi fékk f fyrradag liðlega 4 skpd. á hand- færi suður undir Hvítingum. Ann- ars mjög afla lítið suður frá sem stendur.

x

Bæjarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.