Fréttablaðið - 27.07.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.07.2010, Blaðsíða 2
2 27. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Lagasetningu um orku- fyrirtæki verður að öllum líkind- um flýtt, í kjölfar kaupa Magma á HS orku. Ráðherranefnd um efna- hagsmál fundaði í gær. Ráðherrar vildu lítið segja við fjölmiðla að fundi loknum annað en að málið væri til skoðunar og lítil hætta á að stjórnarsamstarf- ið væri í hættu. Heimildir blaðsins herma að þar hafi verið rætt um að flýta lagasetningu. Lögin sem um ræðir setja enn frekari hömlur á eignarráð yfir orkufyrirtækjunum. Er sérstak- lega horft til Noregs í þeim efnum, en þar á bæ eru mjög strangar reglur um orkufyrirtækin. Regl- urnar þar voru afturvirkar og svo gæti einnig farið með íslensku lögin. Mikill styr hefur staðið um kaupin og hafa þingmenn Vinstri grænna gagnrýnt stjórnina fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir þau. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Atli Gíslason sátu fund ráðherra- nefndarinnar í gær. Þórunn Svein- bjarnardóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, sat einnig fundinn. Nefndina skipa þau Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra og Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra, sem sátu fundinn, og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Svandís Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra, sem tóku þátt í gegnum síma. Málið verður til áframhald- andi vinnu hjá stjórnarflokkun- um. Alþingi kemur saman á ný 2. september og verður frumvarp að öllum líkindum lagt fram þá. Þing- nefndir funda frá 17. til 31. ágúst. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, hefur lýst því yfir að félagið muni krefjast skaðabóta verði stjórnvöld til þess að ógilda samninginn. Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu um málið í gær og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að þeim fundi loknum að til greina kæmi að rannsaka allt sölu- ferli HS orku. kolbeinn@frettabladid.is Flýta lagasetningu um orkufyrirtæki Kaup Magma á HS orku munu flýta fyrir lagasetningu um orkufyrirtæki sem mun að líkindum koma fram í haust. Lögin gætu orðið afturvirk og ógilt samn- inginn. Slíkt myndi nægja til að tryggja frið um stjórnarsamstarfið. „Steinþór, er þetta ekki algjör farsi?“ „Jú, en það er betra að vera svolítið farsakenndur en alveg í hakki.“ Steinþór Skúlason er forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Fréttablaðið bar saman verðþróun nokkurra kjötvara í blaði gær- dagsins. Í ljós kom að verðið á kjötfarsi hafði verið stöðugast af unnu kjöti og sagði Steinþór skýringuna á því vera að auðvelt sé að lækka kostnað með því að nota ódýrara hráefni saman við það. FÉLAGSMÁL Tæpur fjórðungur þeirra sem fengu bætur frá Trygg- ingastofnun ríkisins (TR) á síðasta ári vanáætlaði eigin tekjur á árinu, með þeim afleiðingum að þeir þurfa að endurgreiða TR mismuninn. Tíundi hver var með minni tekjur en búist var við og á því inneign hjá stofnuninni. Ríflega 47 þúsund öryrkjar og eldri borgarar fengu bætur frá TR á síðasta ári, samkvæmt uppgjöri stofnunarinnar. Um ellefu þúsund fengu ofgreidd- ar bætur. Tryggingastofnun greiddi þeim 4,3 milljarða króna umfram það sem þeir áttu rétt á, að með- altali tæplega 391 þúsund til hvers einstaklings. Um fimm þúsund manns fengu minni bætur en þeir áttu rétt á, að meðaltali um 340 þús- und hver einstaklingur. Ástæðurnar fyrir ónákvæmni í útgreiðslum má rekja til áætlana bótaþega, að því er fram kemur í tilkynningu frá TR. Þannig hafi þrír af hverjum fjórum vanáætlað vexti, verðbætur og arðgreiðslur á árinu. Lífeyrisþegar fá næstu daga sendar upplýsingar um uppgjörið. Upplýsingarnar verða aðgengilegar á vef TR eftir klukkan 15 í dag. - bj Ríflega 47 þúsund manns fengu bætur frá Tryggingastofnun á síðasta ári: Fjórðungur vanáætlaði tekjur OFGREITT Af 4,3 milljarða króna ofgreiðslum til bótaþega eru 3,3 milljarðar til komnir af því bótaþegar vanáætluðu fjármagnstekjur, samkvæmt uppgjöri TR. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR NEYTENDUR Verð á kartöflum hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum og vart haldist stöðugt í einn mánuð í senn. Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofunni hefur vísitala neysluverðs haldist nokkuð jöfn á undanförnum 15 árum, þótt hún hafi hækkað um tæp fimmtíu prósentustig síðan í desember 2007. Verð á kartöflum fylgir vísitölu neysluverðs upp að einhverju marki, en þó ekki meira en svo að það fer úr 132 krónum á kílóið í maí 2008 upp í 242 krón- ur á kílóið í ágúst sama ár. Þetta er um 83 prósenta hækkun á tæpum þremur mánuðum. Bergvin Jóhannsson, kartöflubóndi á Áshóli í Eyja- fjarðarsveit og formaður Félags kartöflubænda, segir að sumarmarkaðsverð á kartöflum ráðist algjörlega af framboði og því sé ekki mikið að marka tölurnar yfir þá mánuði. „Uppskeran kemur á markað í júlí og ágúst og álagning í verslunum er það sem ræður verðinu,“ segir Bergvin. „Það skiptir engu máli hvernig verðið er frá bónda. Þessar hækkanir og lækkanir eru allar í höndum verslananna.“ Bergvin segir bændur vera fyrst núna að komast aftur í það verð sem tíðkaðist fyrir um 20 árum. „Það eru auðvitað góðar fréttir fyrir okkur,“ segir hann. - sv Verð á kartöflum sveiflukennt miðað við vísitölu neysluverðs: Verð alfarið í höndum verslana 150% 120% 90% 60% 30% 0% -30% -60% Jú lí 19 95 Jú lí 19 96 Jú lí 19 97 Jú lí 19 98 Jú lí 19 99 Jú lí 20 00 Jú lí 20 01 Jú lí 20 02 Jú lí 20 03 Jú lí 20 04 Jú lí 20 05 Jú lí 20 06 Jú lí 20 07 Jú lí 20 08 Jú lí 20 09 Jú ní 2 01 0 Ágúst 2008 125% Ágúst 1996 71% Júní 2010 29% Heimild: Hagstofan Verðþróun á kartöflum Nóvember 1995 -59% Vísitala neysluverðs Vísitala kartafla LANDHELGISGÆSLAN Þyrlur af dönsku varðskipunum Triton og Vædderen, sem legið hafa við bryggju í Reykjavíkurhöfn, sinntu tveimur þyrluútköllum um helg- ina, sem Landhelgisgæslan gat ekki sinnt vegna manneklu. Aðeins ein áhöfn var á vakt hjá Gæslunni og þegar mannskapur- inn var farinn að skerða lögbund- inn hvíldartíma var leitað til Dan- anna, sem brugðust vel við. Triton lét hins vegar úr höfn síðdegis í gær og Vædderen fer væntan- lega í dag, þar með verður tveim- ur björgunarþyrlum færra hér á landi. - kh Danskar þyrlur á varðskipum: Hlaupa í skarð- ið fyrir gæsluna VÍSINDI Skógar og önnur græn, náttúruleg svæði geta dregið úr stressi og árásargirnd, bætt skap- ið og aukið hamingju. Þetta eru niðurstöður finnskra vísinda- manna sem rannsakað hafa áhrif náttúrunnar á útkeyrða nútíma- menn. Þetta kemur trúlega fáum á óvart sem nú ferðast um gróin svæði landsins í sumarfríum, en vísindamenn töldu eigi að síður mikilvægt að mæla áhrifin. Nátt- úran getur þannig haft áhrif á þunglyndi og reiði, auk þess sem dregur úr ofvirkni í börnum þegar þau leika sér í grænu og grónu umhverfi. - bj Rannsaka áhrif náttúrunnar: Lautartúr dreg- ur úr stressinu SKÓGUR Göngutúr í skógi eða grasi- vöxnu svæði hefur góð áhrif á þá sem þjást af stressi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TÆKNI Vísindamenn við Fraunho- fer-vísindastofnunina í Þýska- landi vinna að þróun hug- og vél- búnaðar sem koma mun í stað tölvumúsa, snertiskjáa og jafn- vel lyklaborða. Notaðar eru þrívíddarmynda- vélar sem nema handahreyfing- ar. Notandinn getur því gefið tölvunni skipanir án þess að nota mús eða önnur stjórntæki. Enn á eftir að þróa tæknina áður en hún fer á markað, en hún gæti átt framtíðina fyrir sér í tölvuleikjaiðnaðinum og víðar. - bj Tölvumúsin leyst af hólmi: Stýra tölvunni með höndunum VIÐSKIPTI Salt Properties, félag í eigu Róberts Wessman, greiddi ekki skuldir sem námu yfir fimm millj- örðum króna, en þær voru á gjalddaga í ár. Skilanefnd- ir Landsbank- ans og Glitnis og Straumur munu vænt- anlega leysa til sín eignir félagsins. Salt Properties er í eigu Salt Investments, eignarhaldsfé- lags Róberts Wessman. Félag- ið á landareignir í Brasilíu og á Spáni og eignarhluta í fasteigna- félögum í Vilníus í Litháen. Árni Harðarson, stjórnarmað- ur í Salt Properties, staðfestir að afborganir af lánum séu þegar fallnar á gjalddaga og að félag- ið hafi ekki haft bolmagn til að greiða afborganirnar. - sm Leysa til sín eignir Salts: Borgaði ekki 5 milljarða skuld RÓBERT WESSMAN HEILBRIGÐISMÁL Að minnsta kosti 30 lyf hafa horfið úr hillum apó- teka á undanförnum árum vegna þess að þau skila ekki nógu mikl- um arði, að sögn Sveins Rúnars Haukssonar heimilislæknis. Í grein í blaðinu í dag segir Sveinn Rúnar lyfjafyrirtækið Actavis oft hafa ákveðið ein- hliða og fyrirvaralaust að hætta að framleiða tiltekin lyf því þau skili ekki nægum arði. Sambæri- leg lyf komi ekki til landsins fyrr en nokkru síðar og séu þá jafnan talsvert dýrari. Þetta geti valdið vandræðum fyrir sjúklinga. Nýj- asta dæmið um þetta séu kínín- töflur, sem gefnar eru við sina- drætti. - bs / sjá síðu 14 Læknir átelur Actavis: Segir ódýrum lyfjum skipt út SVARTSENGI Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu um Magma-málið í gær. Til greina kemur að setja afturvirk lög sem myndu ógilda söluna á HS orku til Magma Energy. Forstjóri Magma á Íslandi segir félagið munu krefjast skaðabóta verði samningum rift. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.