Bæjarpósturinn - 01.04.1925, Side 1

Bæjarpósturinn - 01.04.1925, Side 1
ÚT6EFANDI: SI6. ARN6RÍHSS0N 1. árg. SeyOltfirOi, 1. apríl 1925. 33. tbl. yfir tekju- og eignaskatt í. Seyðisfjarðarkaupstað árið 1925 liggur til sýnis á skrifstofu bœjarfógeta frá 1.—rl5. þ. m. Seyðisfirði, 1. apríl 1925. BæjarstjÖrinn. Símfregnir. Rvík 28/s. FB. Frá Alþingi. Sjávarútvegsnefrid leggur til að samþ. verði frumv. um cinkenning , fiskiskipa og frv. um aflaskýrslur. Rvík 30/3. FB. Á laugardagskvöld lauk fyrri kaflaannarar umræðu fjárlaganna. Flestar br.till. þingmanna vorufeld- ar, þar á meöal till. um 150 þús. til landsspítalabyggingarinnar og 45 þús. til sendiherra í Höfn. En samþ. var að veita 75 þús. kr. til heilsuhælis á Norðurlandi. Frá Stokkhólmi er símað, að samkomulag sé komið á milli verkamanna og vJnnuveitenda. Frá Færeyjtirti. Æsingar eru þar miklar vegna þess, að Sam- einaða gufuskipafélagið hefir sett niður farmgjöld um 25%, til þess, að keppa við færeyska gufuskipa- félagið, er tekur nú til starfa. Togarasektir. Annar þyzki togarinn, sem Fylla tók, fékk 6558 kr. sekt fyrir að hafa hlerana ekki í lagi, en hinn fékk 10 þús. kr. og alt gert upp- tækt. Frá þeim, sem strauk, hefir ekkert heyrst. Rvík 31/s. FB. Frá ‘Alþingi. Sjávarútvegsnefnd leggur til, að samþ. verði frv. um Skráning skipa, og að þau skip ein hafi rétt til að bera íslenzkt flagg, sem eigandi upplýsir að hafi til þess öll lögformleg skilyrði. Framhalds- umræða . um seinni hluta fjárlaga- frv. heldur áfram í dag.

x

Bæjarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.