Fréttablaðið - 27.07.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.07.2010, Blaðsíða 6
6 27. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift @Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is STJÓRNMÁL Aðildarviðræður Íslands við ESB hefjast formlega á ríkjaráð- stefnu í Brussel í dag. Á fundinum verður lögð fram greinargerð um afstöðu ríkisstjórnarinnar til kom- andi viðræðna. Þar mun ESB einn- ig leggja fram greinargerð auk þess sem Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra, Stefan Füle, stækk- unarstjóri ESB, og Steven Vanack- ere, utanríkisráðherra Belgíu, taka til máls. Greinargerðin, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er umfangs- mikil. Umsóknin er sett í menning- arlegt og sögulegt samhengi auk þess sem helstu áherslur Íslend- inga í komandi viðræðum eru settar fram. Stærstur hluti greinargerðar- innar fjallar um sérstöðu Íslendinga hvaða varðar sjávarútveg, landbún- að og byggðaþróun. Greinargerðin hefst á yfirlýsingu frá ríkisstjórninni sem fagnar ein- róma niðurstöðu Evrópuráðsins um að hefja viðræðurnar. Umsóknin er sögð eðlilegt framhald af þátt- töku Íslands í samvinnu vestrænna lýðræðisríkja. Í greinargerðinni heitir ríkis- stjórnin því að fylgja leiðsögn Alþingis í ferlinu. Það skuli vera opið og gagnsætt og aðkoma allra viðkomandi aðila verði tryggð. Viðræðurnar verði kynntar fyrir Íslendingum á heiðarlegan og opinn hátt til að tryggja heilbrigða umræðu um kosti og galla aðildar. Lokaorðið verði síðan hjá íslensku þjóðinni sem muni kjósa um aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Lögð er þung áhersla á sérstöðu Íslands og tekið fram að lausnir á deilumálum viðræðnanna verði að þjóna hagsmunum beggja aðila. „Ísland yrði minnsta, strjálbýlasta og vestasta aðildarríki ESB. Það er langt frá hinum ríkjunum og glím- ir við óblíða náttúru. Þessar stað- reyndir eru til merkis um sérstöðu Íslands og munu móta viðræðurnar,“ segir í greinargerðinni. Þar segir enn fremur að viðræður um þá hluta löggjafar ESB sem EES-samningur- inn nær yfir ættu að vera einfald- ar. Íslendingar muni hins vegar færa rök fyrir því að þær sérlausn- ir sem þegar eru viðurkenndar í EES-samningnum byggi á gildum rökum. Þar er til að mynda um að ræða reglur um fjárfestingu og um orku- og umhverfismál. Einnig þurfi að taka tillit til sjálfbærrar nýting- ar Íslendinga á til dæmis hvölum og ákveðnum fuglategundum. Þá skuli eignarréttur og yfirráð yfir orku- auðlindum og vatni eingöngu vera á höndum aðildarríkjanna sjálfra. Greinargerðinni lýkur á yfirlýs- ingu þar sem segir að viðræðurn- ar séu sögulegur atburður í sam- skiptum Íslands og ESB. Umsóknin færi sönnur á evrópskan arf okkar og staðfestu um að taka þátt í framtíðarþróun Evrópu. magnusl@frettabladid.is Áhersla á sérstöðu Íslands Í aðildarviðræðunum við ESB verður lögð áhersla á sérstöðu Íslands hvað varðar sjávarútveg, landbúnað og byggðaþróun. Viðræðurnar sagðar vera eðlilegt framhald af vestrænni samvinnu lýðræðisríkja. Ætlar þú að ferðast um landið um verslunarmannahelgina? JÁ 29,7% NEI 70,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Villt þú að þing verði rofið og boðað til kosninga í haust? Segðu þína skoðun á visir.is UMSÓKNIN AFHENT Fyrir rétt um ári afhenti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, umsókn Íslands um Evrópusambandsaðild. Um sjávarútveg og landbúnað í greinargerðinni ■ Þetta er í fyrsta sinn sem ESB á í viðræðum við þjóð hverrar velmegun hvílir jafn mikið á fiskveiðum. Fiskveiðar eru kjarni íslenska hagkerfisins. Nærri helmingur útflutnings eru fiskivörur, fiskveiðar eru mikilvægasti atvinnuvegur sveitarfélaga við strönd landsins og tekjur á mann frá fisk- veiðum eru 100 sinnum meiri á Íslandi en að meðaltali í ESB. ■ Sjávarútvegur er stór hluti menningar og sögu íslensku þjóðarinnar og við börðumst af harðfylgi fyrir yfirráðum yfir auðlindinni. Ísland hefur byggt upp nútímalegan og samkeppnishæfan fiskiðnað sem byggir á sjálfbærum veiðum og markaðslögmálum. ■ Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB var ekki hönnuð með íslenskar aðstæður í huga, rétt eins og ESB hefur viðurkennt að sameiginlega landbúnaðarstefnan var ekki hönnuð með norðlægar aðstæður í huga. ■ Tryggja þarf stjórn Íslendinga á nýtingu okkar fiskistofna. Þessu má ná fram með því að skilgreina Ísland sem sérstakt stjórnunarsvæði undir yfirráðum Íslendinga. Einnig þarf að tryggja að reglan um hlutfallslegan stöðugleika standi svo við höldum núverandi hluta af veiðum flökku- stofna. ■ Auðlindir Íslendinga í sjó verður að nýta Íslendingum til hagsbóta og reglur um fjárfestingu eiga ekki að leiða til þess að farið sé framhjá þess- ari forsendu. Ísland getur ekki sætt sig við reglur ESB um brottkast. ■ Landbúnaður er mikilvægur hluti í menningu Íslendinga. ■ Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hafa íslenskir bændur alla tíð tryggt fæðuör- yggi sem er lykilatriði fyrir öryggi jafn landfræðilega einangraðrar þjóðar. ■ Við verðum að geta tryggt fjárhagslega stöðu íslenskra bænda, fjöl- skyldna þeirra og brothættra sveitasamfélaga. Það verður að tryggja að aðild stefni ekki heilum geira í hættu. Um endurreisn í greinargerðinni ■ Þátttaka í innri markaði ESB án aðildar að ESB og evrunni reyndist vera hættuleg samsetning fyrir lítið, opið hagkerfi og var einn þeirra þátta sem ollu íslenska efnahagshruninu. Aðild að ESB og upptaka evru er ein leið til að takast á við það vandamál. ■ Ísland vill taka þátt í myntsam- starfi ESB og uppfylla skilyrðin fyrir upptöku evru. Við viljum með sameiginlegu átaki losa gjaldeyris- höftin og styrkja krónuna. ■ Aðild að ESB er engin töfralausn á efnahagsvandræðum okkar, þau þurfum við að leysa. Ákvörðun Alþingis um að sækja um fulla aðild að ESB er engu síður nauð- synlegur þáttur í efnahagsbata Íslands og leit að langtímastöð- ugleika. VIÐSKIPTI Ný verslunarkeðja ætlar sér að opna fimm matvöruversl- anir á höfuðborgarsvæðinu á næstunni. Auglýst var eftir hús- næði í helgarblaði Fréttablaðsins og herma heimildir blaðsins að viðbrögðin hafi verið góð. Heimildarmaður blaðsins, sem tengist félagi sem undirbýr stofn- un matvöruverslananna, segir að með því að auglýsa eftir um 2.000 fermetra húsnæði á fimm stöð- um á höfuðborgarsvæðinu sé nýtt skref í átt að því að opna verslan- irnar stigið. Erfitt sé að segja fyrir um hvenær þær verði opnaðar, en ef vel gangi geti hlutirnir gerst hratt. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins standa erlendir fjárfestar að baki framtakinu. Fjármögnun virðist vel á veg komin, ef marka má auglýsinguna sem birt var á laugardag, þar sem lofað var tólf mánaða leigu fyrirfram. Ekkert fékkst uppgefið frá for- svarsmönnum hins nýja félags í gær hvers konar verslanir stæði til að opna. Í auglýsingunni var áhuga- sömum bent á að senda póst á aug- lýsingadeild 365 miðla merktum „Betri en Bónus“, og má því búast við að um lágvöruverðsverslanir verði að ræða. - bj Erlendir fjárfestar að baki nýju félagi sem haslar sér völl á matvörumarkaðnum: Ætla að opna fimm matvöruverslanir VERSLAÐ Verslunarkeðjur í eigu Haga og Kaupáss eru langstærstar á íslenska matvörumarkaðnum en nýjar verslanir munu bætast í flóruna á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ORKUMÁL Um 14.500 manns hafa skrifað undir áskorun til stjórn- valda á síðunni orkuauðlindir.is um að þau komi í veg fyrir sölu á HS orku til Magma. Björk Guðmundsdóttir og hinir aðstandendur síðunnar sendu þingmönnum bréf í gær þar sem þremur spurningum var varpað fram um orkuauðlindir Íslendinga og Magma-málið. Voru þeir beðn- ir um að svara þessum spurning- um játandi eða neitandi en svörin, ásamt frekari skýringum eða yfir- lýsingum sem kunna að berast, verða birt á síðunni. - sv Undirskriftasöfnun Bjarkar: Hátt í 15.000 mótmælendur FÓLK Tvær vikur eru liðnar frá því að samhjálparverkefninu Sam- herjanum var hleypt af stokk- unum og hefur verkefnið gengið vonum framar. Boðið er upp á ókeypis máltíðir í hádeginu í mötuneyti Stýrimannaskólans alla virka daga út júlí og hefur matar- gestum farið fjölgandi dag frá degi. Fyrsta daginn komu um 70 manns og í kjölfarið hefur talan farið vaxandi, en síðasta föstudag komu um 200 manns í hádegismat. Um 200 sjálfboðaliðar hafa lagt hönd á plóg og fyrirtækin sem standa að verkefninu eru orðin 41 talsins. - sv Samhjálparverkefni vinsælt: Yfir 200 manns í hádegismat MENNING Listamaðurinn Erró verður sæmdur Riddaraorðu frönsku heiðursfylkingarinnar, æðsta heiðursmerki Frakklands. Er þetta gert fyrir rúmlega hálfrar aldar framlag Erró til franskra lista og menningar og mun að öllum líkindum Nicol- as Sarkozy, Frakklandsforseti, sæma hann orðunni. Erró verð- ur einn af fimm einstaklingum sem fá viðurkenninguna afhenta í ár. Erró er væntanlegur hingað til lands í september til að vera viðstaddur opnun sýningar sinn- ar á klippimyndum í Listasafni Reykjavíkur. - sv Heiðraður af Frökkum: Erró sæmdur riddaraorðu ERRÓ Er einn af fimm sem sæmdir verða Riddaraorðu frönsku heiðursfylkingar- innar í ár. FP P H O TO F R ED R IK P ER SS O N /S C A N PI X KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.