Fréttablaðið - 27.07.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.07.2010, Blaðsíða 8
 27. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR Höldum saman uppá 10 ára afmæli Max1 athuga bremsurnar hjá Max1 Fáðu 20% afslá tt af bremsuviðgerð um, varahlutum og vinnu, í dag! Afmælistilboð Reykjavík: Bíldshöfði 5a og 8, Jafnasel 6, Knarrarvogur 2, sími 515 7190. Hafnarfjörður: Dalshraun 5, sími 515 7190. Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050. ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S L 5 07 28 0 6/ 10 Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing FJÖLMIÐLAR Mikill meirihluti dag- blaðaauglýsinga frá mörgum opinberum stofnunum birtist í Morgunblaðinu. Má þar nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íbúða- lánasjóð og Ríkiskaup. Fréttablaðið mælist 180 pró- senta meiri lestur en Morgunblað- ið á höfuðborgarsvæðinu. 77,5 pró- sent fólks á aldrinum 18 til 49 ára lesa Fréttablaðið á meðan Morg- unblaðið er með 27,7 prósenta hlutfall. Ríkiskaup er opinber stofn- un sem heyrir undir fjármála- ráðuneytið og sér um innkaup og útboð stofnana sem reknar eru fyrir reikning ríkissjóðs. Stofn- unin birtir 82 prósent af prentuð- um auglýsingum sínum í Morgun- blaðinu. Guðmundur Hannesson, for- stöðumaður Ríkiskaupa, segir sögulegar ástæður liggja að baki. „Við vorum byrjuð að auglýsa í Morgunblaðinu áður en Frétta- blaðið varð til. Við höfum verið að bögglast með þetta í gegnum tíðina – við sjáum alveg lestur- inn í Fréttablaðinu,“ segir hann. „Við vinnum á mjög íhaldssömum markaði og það er ákveðinn vett- vangur að okkar mati.“ Guðmund- ur segir bjóðendahóp Ríkiskaupa eiga að geta gengið að útboðsaug- lýsingum vísum í Sunnudagsmogg- anum, eins og hefð hefur verið fyrir, en málin muni taka breyt- ingum með haustinu. „Við ætlum að færa okkur inn á vefinn og draga almennt úr prent- uðum auglýsingum. Ef við viljum tryggja útbreiðslu útboða þá aug- lýsum við í Fréttablaðinu og þeir sem við vinnum fyrir vilja það líka frekar,“ segir Guðmundur. „Maður myndi halda að fyrirtæki ættu að setja auglýsingarnar sínar þar sem þær eru mest lesnar, en við erum íhaldssöm stofnun.“ Íbúðalánasjóður birtir 66 prósent sinna auglýsinga í Morgun blaðinu og segir Ásta H. Bragadóttir, starfandi fram- kvæmdastjóri, segir engar ástæð- ur liggja að baki mismuninum. „Við erum ekki með neina yfir- lýsta stefnu í þessum málum. Ég veit ekki betur en þetta eigi að vera jöfn dreifing,“ segir hún. Þórdís Sigurþórsdóttir hjá aug- lýsinga- og markaðsmáladeild Íbúðalánasjóðs segir Morgun- blaðið hringja meira út og bjóða auglýsingar á síðustu stundu og að það sé megin ástæða hlutfalls birtinganna. sunna@frettabladid.is Ríkiskaup láta hefð ráða frekar en lestur Ýmsar opinberar stofnanir birta meirihluta auglýsinga sinna í Morgunblaðinu, þrátt fyrir að Fréttablaðið sé margfalt meira lesið. Markaðurinn er íhaldssamur og auglýst er í miðlum í ljósi sögu og hefða, segir forstöðumaður Ríkiskaupa. Hlutfall birtra auglýsinga nokkurra opinberra aðila Auglýsandi Fréttablaðið Morgunblaðið Sinfóníuhljómsveit Íslands 20% 80% Íbúðalánasjóður 34% 66% Ríkiskaup 18% 82% Ríkisskattstjóri 46% 54% DAGBLÖÐIN Forstöðumaður Ríkiskaupa segir að í haust ætli stofnunin að draga almennt úr auglýsingum í prentmiðlum og aug- lýsa frekar á Netinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fréttablaðið hefur í kringum 180 prósenta meiri lestur en Morgunblaðið. Fréttablaðið er með 77,5 prósenta lestur meðal fólks á aldrinum 18 til 49 ára á meðan Morgunblaðið er með 27,7 prósent. Hlutföllin jafnast út eftir því sem aldurstalan hækkar, en 70 prósent fólks á aldrinum 60 til 80 ára lesa Morgunblaðið á meðan 78 prósent lesa Fréttablaðið. Hlutföll jafnast út með hækkandi aldri EFNAHAGSMÁL Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) vill stækka útlánagetu sjóðsins í 1.000 milljarða doll- ara eða rúmlega 122 þúsund milljarða króna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur staðið í ströngu síðan fjármálakreppan skall á fyrir rúmum tveimur árum. Hann aðstoðar nú fjölmörg ríki víða um heim- inn, þar á meðal Ísland. Frá ársbyrjun 2009 hefur útlánageta sjóðsins verið þrefölduð og nemur nú 750 milljörðum dollara. Stjórn sjóðsins telur sig þurfa meira fé og vill því auka útlánagetuna upp í 1.000 milljarða dollara. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni business. dk verður beiðni sjóðsins tekin til umræðu á næsta fundi G20-landanna í nóvember. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fær fjármagn með þrennum hætti. Sjóðurinn fær vexti af lánum sínum til ríkja í vandræðum, fjárframlög frá eigendum sínum sem eru 186 ríki í heiminum og sjóðurinn á einn stærsta gullforða heimsins en hann nemur nú um 3.000 tonnum. Sjóðurinn hefur þegar sett 400 tonn af gullforða sínum til sölu. Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vill stækka sjóðinn í 1.000 milljarða dollara: Þreföldun orðið á útlánum AGS ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN Efnahagskreppan hefur látið til sín taka svo stjórn AGS telur að stækka þurfi sjóðinn. MYND/ÚR SAFNI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.