Bæjarpósturinn - 14.05.1925, Blaðsíða 2

Bæjarpósturinn - 14.05.1925, Blaðsíða 2
BÆJARPÓSTURINN f»aö tilkynnist hér með vinum og vandamönnum, aö jarðarför Rakel Imsland fer fram frá heimili hinnar látnu föstudaginn 15. þ. m. og hefst kl. 12 á hádegi. Aðstandendur. Fjáriagaumræðu lokið í neðri deild. Dei'din hækkaði styrkinn til Eimskipaféiagsins í 200,000 og til Fiskifél. í 175 þús. Sameinað þing tæðir tillógu Sigurjóns í steinolíu- málinu. Rvík 13/s. FB. Frá Alþingi. Tiilaga Sigurjóns um að stein- olíuverzlunin verði gefin frjáls, samþ. eftir langar umræður og harðar í Sameinaðu þingi í nótt með 22 atkv. gegn 18. Möller og Bernharð voru veikir. Hægrimenn í Austurríki hylla Hindenburg og vilja að Austur- ríki sameinist Þýzkalandi. Rvík u/r„ FB. Frá Alþingi. Afgreidd lög: Breyting á kosn- ingalögunum, útvarp, ræktunar- sjóðurinn og seðlaútgáfa leyfð bankanum eitt ár enn. Jónas flytur tillögu um verndun sögustaða. Till. um að rannsaka kjör útvegsmanna í verstöðvumo. fl. á Grænlandi samþ. Samþ. frv. um löggilta endurskoðendur afgr. til efri. Atvinnumálaráðherra svar- aði fyrirspurn Bjarna um erlend vátryggingafélög og hét athugun. Hressingarhælistillaga samþ. Van- traustið varð ekki útrætt í gær. Þingslit á föstud. eða laugardag. Rauðikrossinn íslenzki, hefir íengið viðurkenningu miðnefndar- innar í Genf. Flutningaverkfall er búist viö að skelii á Danmörku í dag. Út af fyrirspurn Hænis í gær til FB. viðvíkjandi till. Sigurjóns í steinolíu- málinu, sem samþ. var í fyrrinótt, svar- aði FB. í dag: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórn- ina að gera innflutning á steinolíu frjálsan frá næstu áramótum, en láta ríkisverzlun með steinolíu halda áfram fyrst um sinn að því leyti sem þörf ger- ist til tryggingar, því að hafa nægan innflutning fyrir sanngjarnt verð á olí- unni. Gengiö. Rvík 12/s. Sterl. pd..- 26,75 Danskar |kr 147,70, Norskar kr 93,16 Sænskar kr 104,09 Dollar 5,53

x

Bæjarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.