Bæjarpósturinn - 06.08.1925, Blaðsíða 1

Bæjarpósturinn - 06.08.1925, Blaðsíða 1
FrétMr M Nsnl BÆJARPÓSTURINN s ÚT6EFAMDI: SI6. ARH6RÍMSS0N Verð 15 m eintaklð »o«8 1. árg. Seyðisfiröi, 6. ágúst 1925. |j 38. tbl. Símfregnir. Rvík 29/7. FB. Frá ísafirði var símað í gær, að hey- og fiskþurkur hefði verið seinustu daga. Síldveiði er þar stöðugt all-góð í reknet. — Jón Elíasson, ungur maður, frá Bol- ungavík, druknaði í fyrradag. Féll hann út úr bát skamt undanlandi; var að leggja net. Frá London: Útlit er fyrir að samkomuiagið milli útlendinga í Kína og Kínverja batni. Frá Shanghai: Kínverska verzl- unarráðið semur kröfuskjal í 13 Hðum, sem krefst t. ~d. meira valds í þeim bæjarhlutum Kínverskra borga, þar sem Fivrópumenn eru mannmargir. Frakkar og Spánverjar hafa gert samning um samvinnu í Mar- okko. Samkv. samningnum verða þeir að gera friðarsamninga við Ab- delkrim í sameiningu. — Frakkar skutu vopnsmyglunarskip í kafvið Marokkostrendur. Frá Essen: Fyrirliggjandi eru 10 miljónir tonna af kolum, sem 6- mögulegt er að selja, vegna dýrrar framleiðslu og samkepni annara landa. Rúmenía, Búlgaría og Grikk- land eiga í samningum um nýtt Balkansamband. Frá Osld: Kvisast hefir, að Amundsen ætli að fljúga frá Spitz- bergen til Alaska. Rvík % FB. Frá London,- Ekkert samkomu- lag er enn í kolanámamálinu. — í Búlgaríu er enn óeirðasamt. Kveikt hefir verið í fangelsi, tveir fyrv. ráðherrar brenna inni, fjöldi manna handtekinn, margir dauða- dæmdir. Frá Rvík: Ólafi Thors og Tryggva Þórhallssyni hefir •verið hætt við í geqgisnefndina. Hafa þeir aðeins tillögu- en ekki at- kvæðisrétt. — Bjarni frá Vogi er farinn utan á ráðgjafarnefndarfund- inn. Frá New-York: Williamjenn- ings Bryan er látin. ' Frá Svíþjóð: Mikill eldsvoði í púðurverksmiðjunum í Boforss á Vermalandi. 160 tonn af púðri brunnu; skaðinn er geypilegur. Frá Rómaborg: Mussolini er veikur. Rvík A/s; FB. Hjörtur Snorrason er látinn. Banamein var innvortiskrabbamein. Dágóðir þurkar eru annað veif- ið þar sem til spyrst og verkast

x

Bæjarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.