Bæjarpósturinn - 06.08.1925, Blaðsíða 2

Bæjarpósturinn - 06.08.1925, Blaðsíða 2
BÆJARPÓSTURINN mikið af fiski og heyjum. Jón Grímsson, unglingspiltur frá Rvík, druknaði af skipinu „Blaahvalen“ nyrðra. Quðmundur Vigfússon, skósmiður á Akureyri, druknar; hefir sennilega fallið út af hafnarbryggjunni. Símað frá Akureyri í gær:Síld- arafli síðustu viku á öllum veiði- stöðvum var 47939 tunnur salt- síld. Söltuö síld alls komin á land 84549 tunnur, kryddsíld 3986 tunn- ur. Á sama tíma í fyrra voru komn- ar á land 59526 tunnur saltsíld og 3831 tunna af kryddsíld. Frá Paris: Sagt er að Rússar vilji semja við Frakka um borg- un gamalla skulda. Bretar og Frakkar ræða um skuldaskifti að nýju. Her Frakka er farinn frá Ruhr. Frá London: Kolanámaverk- fallinu var afstýrt á seinustu stundu. Flugið umhverfis Frakkiand,2835 km., (1770 enskar mílur), með 15 viðkomustöðum, vann kapteinn Pelletier d’Oisy, og þar með flug- (manna)bikar Michelins. Að við- stöðum meötöldum fór hann 187 km. á klukkustund, en sá, sem var næstur honum, 152 km. Jarðskjálftatjónið í Santa Barbara í Californíu í30/#.) var metið 6 miljónir sterlingspunda. Um hundr- að manns fórust, en 3—400 ineidd- ust eða limlestust. Sjórinn gekk á land upp og skolaði út fleiri hús- um. Margir urðu brjálaðir og dæmí voru þess, að svarthærðir ungir kvenmenn, sem ekki höföu grátt hár á sínu höfði, urðu, á meðan á ósköpunum stóð, alhvítar á hár. — Bærinn Santa Barbara var tal- inn með fegurstu stöðum á Kyrra- hafsströndinni — en nú nær allur í rústum. íbúarnir — um 30 þús- und — flúðu al!-fiestir til nærliggj- andi þorpa, sem urðu að vísu vör við jarðskjálftann, en sluppu nokk- urnveginri ósködduð frá honum. Frídagur verzlunarrnanna hefir verið ákveðinn næstkomandimánu- dag, 10. ágúst. Verða þá allar verzlanir og skrifstofur þeirra hér lokaðar. Óánægju all-mikla má nú heyra í bæjarbúum, sökum stöðvunar á rafmagnsvéiunum, sem kemur sér að sjálfsögðu óþægilega fyrirýmsa. En mönnum verður að skiljast, að hjá þessari stöðvun verður ekki komist, því ár hvert þarf aðgerð- ar og eftirlits með, bæði á raf- taugum og stíflunni. En sökum vatnsmagns í ánni hefir ekki fyr verið hægt að framkvæma verkið. Gengiö. Rvík r’/8. Sterl. pd............... 26,25 Danskar kr..... ....... 121,81 Norskar kr.............. 98,67 Sænskar kr............. 145,50 Dollar,.................. 5,42

x

Bæjarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.