Fréttablaðið - 27.07.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.07.2010, Blaðsíða 12
12 27. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Bergsteinn sendir okkur sem viljum stöðva Magma-innrásina tóninn í Fréttablaðinu og segir það góðra gjalda vert að standa á sínu „en hefði ekki verið ábyrgara af þessum þingmönnum að berja í borðið áður en samningurinn var gerður …“ En það var gert, Bergsteinn. Auðvitað hefur hnefinn margoft verið sett- ur í borðið þótt menn virðist fyrst skilja alvöruna þegar þingflokksformaður VG segir að líf ríkisstjórnarinnar kunni að vera í húfi. Hvað sjálfan mig varðar vil ég segja þetta: Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ákvað að selja hlut ríkis- ins í HS orku í mars 2007 lagðist ég mjög eindregið gegn því opinberlega. Benti ég á hve illa það hefði „reynst skattborgurum og neytendum að einkavæða grunnþjónustu“. Þessa afstöðu ítrekaði ég þegar gengið var frá sölunni eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar tók við síðar um vorið. Fyrr og síðar andmælti ég þessari einkavæðingu og annarri á grunnþjón- ustunni. Það hafa Vinstri græn líka gert. Afdráttarlaus krafa var sett fram á flokks- ráðsfundi í ágúst í fyrra um að stöðva einka- væðingu HS orku og aftur var þessi krafa ítrekuð nú í júní. Þessar ályktanir eru mjög afdráttarlausar. En ekkert hreyfðist. Þess vegna skrifaði ég eftirfarandi 16. maí í vor, þegar samningurinn við Magma Sweden var í burðarliðnum: „Samfélagið er að bregðast sjálfu sér; ríkisstjórnin er að bregðast komandi kynslóðum í þessu máli. Við sem sitjum á Alþingi erum að bregðast sem löggjafi því við verjum ekki auðlind- ir þjóðarinnar gegn braski … Andvaraleysi í þessu máli er ekki valkostur.“ Nokkur umræða spannst þessa daga opinberlega og sat ég meðal annars fyrir svörum ásamt Ross Beaty í Kastljósi þar sem ég ræddi um skúffufyrirtæki hans. Fyrir dyrum voru sveitarstjórnarkosningar. Ýmsum þótti slæmt að ræða pólitísk hitamál lands- málanna opinberlega og forsætisráðherra kvað upp úr um að ágreiningsefni ætti ekki að bera á torg. Þingmaður VG var sakaður um lítilmótlegt framferði. Bergsteinn er ekki einn um að saka okkur, sem höfum beitt okkur í þessum málum, fyrir að sofa á verðinum og stund- um er spurt hvers vegna menn hafi ekki sett fram lagafrumvörp og stöðvað þessi mál. Í fyrsta lagi þá hefur það verið reynt. Í öðru lagi snýst þetta um meirihlutavilja í ríkisstjórn og á Alþingi. Ef hann er ekki fyrir hendi þá hreyfist ekkert. En þjóðfélagið getur hreyft þann vilja. Og þjóðfélagið er að vakna. Það var gert, Bergsteinn Magma- málið Ögmundur Jónasson alþingismaður Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is Harkaleg framganga „Avant herjar á aldraða móður“ stóð í fyrirsögn á vefsíðu DV í gær. Þar var rætt við mann sem sagði ekki farir sínar sléttar í samskiptum við lánafyrirtækið Avant. Maðurinn tók bílalán hjá Avant. Honum blöskraði hins vegar hækkunin á láninu svo mikið að hann ákvað að hætta að greiða af láninu og reyna að semja um eftirstöðvarnar. Á það féllst Avant ekki og hefur nú gert fjár- námskröfu á hendur aldraðri móður hans, sem var ábyrgðar- maður á láninu. Ábyrgðartilfinning Frásagnir af framferði lánafyrirtækja við innheimtu skulda eru margar hverjar ljótar og ekki að undra að sumum þyki nóg komið. Vilji menn hins vegar taka slaginn við lánafyrirtæki og hætta að borga, ættu þeir þá ekki að gera það á eigin ábyrgð, frekar en aldraðra mæðra sinna? Tveir kostir Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, sagði í samtali við mbl.is í gær að ríkisstjórnin væri í þröngri stöðu. Hann bætti við að þeir þingmenn VG sem segjast ekki munu styðja stjórnina nema Magma-samningnum verði rift gætu þurft að standa við það eða skipta um skoðun. Blasir það ekki við? Gallinn er sá, að ef viðkomandi þingmenn skipta um skoðun og ákveða að styðja ríkis- stjórnina þrátt fyrir að samningunum verði ekki rift, verða orð þeirra eftirleiðis ekki beinlínis talin dýr. bergsteinn@frettabladid.isB irting þeirra upplýsinga sem finna má í 90 þúsund leyniskjölum um stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Afganistan og birtar voru á WikiLeaks nú um helg- ina er mikilvæg. Í skjölunum má sjá svart á hvítu að í Afganistan fara Bandaríkjamenn og bandalagsþjóðir þeirra fram með virðingarleysi gagnvart lífi og limum óbreyttra borgara. Þeir eru miskunnarlaust drepnir, í sumum tilvikum vegna óöryggis hermanna í aðstæðunum. Í skjölunum er bæði greint frá alvarlegum atburðum sem tekist hefur að halda leyndum fyrir fjölmiðlum og atburðum þar sem villt hefur verið um fyrir umheiminum með því að birta rangar upplýsingar um þá atburði sem áttu sér stað. Í skjölunum eru staðfestar 144 árásir á óbreytta borgara á því tímabili sem þau taka til, frá árinu 2004 til ársins 2009. Staðfest tala fallinna almennra borgara í þessum árásum er 195 og nærri jafnmargir hafa særst samkvæmt skjölunum. Þarna er þó einungis um staðfest tilvik að ræða og mannréttindasamtök telja að tala látinna og særðra sé mun hærri í raun. Svo virðist sem óöryggi hermanna sé oft um að kenna þegar árásir á almenna borgara eru annars vegar. Til dæmis þegar ökumenn bifreiða og mótorhjóla hlýða ekki umsvifa- laust fyrirskipunum og eru fyrir bragðið skotnir niður. Í skjölunum er einnig staðfest tilvist leynidauðasveita sem hafa það hlutverk að elta uppi tilekna menn, talibana og al- Kaída liða, og taka þá af lífi án dóms og laga. Í mörgum tilvikum hafa svo óbreyttir borgarar fallið í þessum árásum. Sömuleiðis er þar greint frá gríðarlegu falli óbreyttra borgara í síauknum sprengjuárásum talibana við vegarkanta en alls hafa meira en 2.000 óbreyttir borgarar fallið í slíkum árásum frá innrás Nató í Afganistan. Viðbrögð við lekanum úr Hvíta húsinu þurfa ekki að koma á óvart. Þar er brugðist ókvæða við og þjóðaröryggisráðgjafi Baracks Obama segir lekann ógna lífi, ekki bara Bandaríkja- manna heldur einnig bandamanna þeirra. Það sem stendur upp úr er þó að í skjölunum er staðfest að Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra ógna einmitt lífi óbreyttra borgara í Afganistan. Upplýsingarnar úr leyniskjölunum 90 þúsund eru mikilvæg staðfesting þess sem hernaðarandstæðingar um allan heim hafa haldið fram, að staða almennings í Afganistan sé síst betri nú en hún var fyrir innrásina. Það er alvarlegasta staðreyndin. Hins er þó einnig hollt að minnast að auk þess mannfalls og líkamlegs og andlegs heilsutjóns sem innrásin hefur valdið heimamönnum í Afganistan þá hefur fjöldi ungs fólks úr innrásarliðunum fallið í stríðinu þar. Auk þess er ljóst að það unga fólk sem þangað er sent til hernaðarstarfa mun heldur aldrei verða samt á eftir. Birting leyniskjalanna á WikiLeaks er þannig ekki síst áminning um það að í stríði eru allir dæmdir til að tapa. Mikilvæg birting skjala á WikiLeaks: Óbreyttir borgar- ar sallaðir niður SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.