Bæjarpósturinn - 03.05.1926, Blaðsíða 1

Bæjarpósturinn - 03.05.1926, Blaðsíða 1
Fréíitr frfi " Hcnl BÆJARPÓSTURINN ÚT6EFAHDI: $16. ARH6RÍMSS0H IVcrðlSaH. clntiklð 2. árg. SeyðlsflrBi. 3. maí 1926. 1. tbl. Stórkostlegasta verkfall heimsins. 5 miljónir þátttakendur. Rvík 2/B. FB. Frá Lundúnum er símaö, að ýmsum skemtistöðum sé lokað vegna verkfalls. Þátttakendur í kola- verkfalli eru 1,200,000. Á þriðju- daginn hefst landsverkfail á öllum flutningatækjum landsins. Kon- ungur hefir þegar útnefnt bjarg- ráöastjórn, til þess að hafa eftir- lit með matvælaflutningi. Herfor- ingjum hefir verið gert viðvart og herinn innkallaöur vegna neyð- arástands. Hindrist blaðaútgáfa, verða allar loftskeytastöðvar lands- ins teknar í þjónustu stjórnarinn- ar. Verkamenn og frjálslyndir ásaka stjórnina fyrir seinlæti í samningaumleitunum. Rvík 3/B. FB, Lundúnaf regn í gærkvöldi herm- ir, að landinu hafi verið skift í 10 umdæmi, til umsjónar með mat- vælum og öðrum nauðsynjaþörf- um landslýðsins. Herdeildir hafa verið sendar í námuhéruðin, — Verði af landsverkfallinu á þriðju- dag, verða 5 miljónir þátttakend- ur, því járnbrautarmenn og bif- reiðastjórar taka þátt í því og sporvagna- og vegaflutningar, sjó- ferðir og hafnarvinna hættir alt saman, ennfremur gasstöðv- ar, rafstöðvar og fleira. Síðustu fregnir segja aö Baldwin geri nýja sáttatilraun. En í morgun er sím- að frá Lundúnum, að allar friö- arvonir séu úti og allsherjarverk- fall óhjákvæmilegt. Blaðið „Daily Mail" er hætt að koma út. ! 1 9 6 3 ?

x

Bæjarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.